Skólanefnd

15. fundur 23. ágúst 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.901330 - Tillaga um samþættingu frístundastarfs fyrir börn í Kópavogi.

Hanna S. Hjartardóttir kynnir framkvæmdina í Snælandsskóla.

Erla Karlsdóttir tók að sér að vera fulltrúi skólanefndar í verkefnishóp við verkefnið Samspil frístunda og skóla í Snælandsskóla.

Skólanefnd lýsir ánægju sinni yfir verkefninu.

2.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Fundargerð umhverfisráðs Kópavogs 3.maí 2010 lögð inn til umsagnar.

Skólanefnd þakkar umhverfisráði framtakið og styður heilshugar áframhaldandi uppbyggingu á útikennslusvæðum í Kópavogi. 

3.1008106 - Umsókn um að starfrækja mötuneytisþjónustu undir nýju nafni

Lagt fram til að upplýsa.

Skólanefndarformaður gerði grein fyrir málinu og því vísað til bæjarráðs.

4.1008151 - Styrkveitingar skólanefndar

Lagt var fram til umræðu yfirlit yfir styrkveitingar skólanefndar 2007 -2010 og þær reglur sem liggja til grundvallar. Um er að ræða ferðastyrki og almenna styrki til einstakra verkefna. Eingöngu eru til reglur vegna ferðastyrkja.

Skólanefndarformaður ræddi að yfirfara þyrfti reglur og stefnu nefndarinnar varðandi styrki. Rannveig Ásgeirsdóttir og Margrét Björnsdóttir tóku að sér að móta tillögur.

Fyrirspurn frá áheyrnafulltrúa kennara:

Hvaða reglur gilda varðandi fjölda yfirvinnutíma sem kennarar fá sem komnir eru á afslátt?
Hefur fræðsluskrifstofa gefið út fyrirmæli eða er þetta í valdi hvers skóla?

Ekkert ákvæði er í kjarasamningi um hámarks yfirvinnu fyrir þá kennara sem komnir eru á al

Fundi slitið - kl. 19:15.