Skólanefnd þakkar skólastjóra Snælandsskóla kynningu á áhugaverðum verkefnum og góðar veitingar.
1.1411077 - Grunnskóladeild-Kynning í skólanefnd á fjárhagsáætlun 2015.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðstjóri menntasviðs og Sindri Sveinsson rekstrarstjóri menntasviðs, kynntu vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunnar og tillögur vegna grunnskólanna inn í þá næstu. Skólanefnd fagnar kynningu á fjárhagsáætlun 2015.
2.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum
Kynning á framkvæmdaráætlun stefnu til næstu tveggja ára.
Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Smáraskóla kom og kynnti fyrir nefndinni innleiðingu á spjaldtölvum sem hann hefur tekið þátt í.
Guðrún Jónína Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 19:00. Hafsteinn Karlsson vék af fundi kl. 19:10.
Kristín Björk Gunnarsdóttir og Logi Guðmundsson kennarar í Salaskóla kynntu þróunarverkefnið "Rafrænn skóli - nútímaskóli" sem fram fór í Salaskóla 2012 -2013.
Kynningu og umræðum um framkvæmdaráætlun upplýsingatæknistefnu grunnskólanna frestað til næsta fundar.