Skólanefnd

40. fundur 12. mars 2012 kl. 17:15 - 19:15 í íþróttahúsinu Digranesi hjá Skólahljómsveit Kópavogs
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar fyrir frábært tóndæmi og greinargóða kynningu stjórnanda Skólahljómsveitar Kópavogs, Össurar Geirssonar.

1.1201337 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi

Lagt fram til umræðu og umsagnar.

Skólanefnd þakkar nákvæma og góða vinnu grunnskóladeildar menntasviðs og samþykkir drög að mati og eftirliti sveitarstjórnar með skólastarfi með framkomnum athugasemdum.

2.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs.

Skólanefnd þakkar erindi kennara og tekur undir athugasemdir við núgildandi reglu um tölvur í skólum. Sama erindi hefur áður verið rætt í skólanefnd. Undirbúningur hefur verið í gangi um nokkurt skeið. Í ljósi örrar þróunar á sviði upplýsingatækni og aðsendra erinda frá skólasamfélaginu er nauðsynlegt að endurskoða núgildandi reglur um tölvubúnað í grunnskólum Kópavogs. Skólanefnd mun skipa starfshóp sem skilar áliti á vormánuðum 2012 um þróun upplýsingatækni í grunnskólum.

3.1203078 - Beiðni um leyfi til að kanna málþroska CODA barna í leik- og grunnskólum Kópavogs

Erindi lagt fram.

Skólnefnd samþykkir rannsókn í grunnskólum Kópavogs.

4.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Vinna við stefnu skólanefndar í málefnum grunnskólanna. Skipa þarf starfshóp til að vinna nýja framkvæmdaráætlun.

Skipaður var nýr fulltrúi í starfshópinn frá meirihluta. Fulltrúi minnihluta verður skipaður síðar að þeirra ósk. Skólanefnd er sammála um að fyrri fulltrúar sitji áfram en þeir eru  fulltrúi skólastjóra, fulltrúi foreldra og deildarstjóri grunnskóladeildar sem stýrir hópnum og boðar fundi..

5.1111071 - Forfallakennsla í grunnskólum

Helgi Magnússon ítrekar beiðni skólanefndar um upplýsingar um stöðu forfalla og forfallakennslu í skólum bæjarins.

Annað:

Þór Ásgeirsson óskar skýringar á því hvers vegna fundarboð á síðasta fund barst honum ekki.

Fundi slitið - kl. 19:15.