Skólanefnd

3. fundur 08. febrúar 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Lindaskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1002068 - Innlegg frá skólastjóra Lindaskóla

Sigfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, sagði frá helstu verkefnum og samstarfsverkefnum sem unnið er að við skólann og sagði einnig almennt frá skólastarfinu.

2.1002058 - Innritun nýnema í framhaldsskóla

Lagt fram erindi frá menntamálaráðuneytinu, dags. 19. janúar 2010, um fyrirkomulag innritunar nýnema í framhaldsskóla vorið 2010.

 

Málið rætt.

3.1002060 - Mötuneyti og dægradvöl

Lagðar fram upplýsingar um skuldastöðu í mötuneytum grunnskólanna og Dægradvöl fyrir haustönn 2009.

 

Málið rætt.

4.1001190 - Vetrarfrí grunnskólanna


Lagður fram spurningalisti fyrir foreldrakönnun um fyrirkomulag vetrarfría við grunnskólana.


 


Skólanefnd samþykkir listann með smávægilegum breytingum.

5.1002061 - Skýrsla og bréf frá Vatnsendaskóla

Lagt fram þakkarbréf til skólanefndar og skýrsla Vatnsendaskóla vegna Noregsferðar 2009.

6.1002059 - Skipulag skólahverfa

Rætt um skipulag skólahverfa í Kópavogi.

 

Ákveðið var að ræða málið áfram á næsta fundi nefndarinnar.

7.902060 - Önnur mál

Anna Birna gerði grein fyrir ráðningarmálum varðandi stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar.

Fundi slitið - kl. 19:15.