Skólanefnd

112. fundur 05. desember 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Ragnarsdóttir varafulltrúi
  • Gísli Baldvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson vara foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1511682 - Grunnskóladeild-Nordisk platform

Kynning á norrænu samstarfi grunnskóladeildar.
Tómas Jónsson, sérfræðiþjónustufulltrúi á menntasviði kynnti skipulag og framkvæmd samstarfs vinabæja Kópavogs á Norðurlöndum.

2.1408250 - Málefni skólanefndar

Umræða um kjarasamninga kennara
Kjarasamningur var kynntur. Umræður um málefnið. Sagt frá fundi bæjaryfirvalda með trúnaðarmönnum kennara. Umræðum verður haldið áfram.

3.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Bæjarráð vísar erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Drög að lýðheilsustefnu lögð fram. Skólanefnd óskar eftir kynningu verkefnisstjóra á næsta fundi.

4.1404585 - Skóladagatal-starfsáætlun Tröð

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun samþykkt.

5.1603751 - Húsnæðismál Skólahljómsveitar

Kynning á stöðu mála.
Skólanefnd fagnar að komið sé að því að hefja formlega vinnu við hönnun á húsnæði fyrir skólahljómsveit.

6.1610405 - Erindisbréf menntaráðs

Lagt fram til kynningar.
Rætt um breyttan fundartíma.

Fundi slitið.