Skólanefnd

23. fundur 10. janúar 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Smáraskóla
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólastjóri Smáraskóla, Friðþjófur Karlsson, kynnti áhersluþætti og þróunarstarf í skólanum. Skólanefnd þakkaði fyrir góða og áhugaverða kynningu.

1.1011188 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2011

Rekstrarstjóri fræðslusviðs mun fara yfir helstu þætti varðandi fjárhagsáætlun 2011 sem varða grunnskólana.

Rekstrastjóri fræðslusviðs fór yfir fjárhagsáætlun 2011 og hvernig hún snýr að grunnskólunum.

2.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Hlutverk skólanefnda í lögum og reglugerðum kynnt og rætt. Eftirfarandi gögn liggja til grundvallar:

Lög um grunnskóla frá 2009 nr. 91: http://www.althingi.is/lagas/137/2008091.html

Reglugerð um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald nr. 658/2009:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=316027a7-695f-42a2-b10c-a6536395b183

Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla. Gefið út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 2010:
http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/mat-eftirlit-og-rannsoknir-a-skolastarfi/leidbeiningar-fyrir-skolanefndir/

Deildarstjóri grunnskóladeildar fór yfir ákvæði í lögum og reglugerðum um hlutverk skólanefndar. Einnig var kynnt rit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla, sem ætlað er til að efla skólanefndir í hlutverki sínu.

3.1010327 - Fyrirspurn frá Samkóp um eftirlit og samræmingu skólastarfs

Svar grunnskóladeildar kynnt.

Rætt um fyrirspurn frá Samkóp og svar grunnskóladeildar.

 

Skólanefnd felur grunnskóladeild að svara bréfi frá Samkóp dags. 7.01.2011.

 

Skólanefnd mun á vormisseri móta stefnu um eftirlit með skólastarfi.

4.1101074 - Umsókn um styrkveitingu

Umsókn um ferðastyrk, á námskeið erlendis, frá stjórnanda skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólanefnd veitir viðkomandi 35.000 kr. ferðastyrk, frá fyrra ári.

5.1012171 - Styrkumsókn vegna tónleikaferðar

Skólahljómsveit Kópavogs sækir um styrk til tónleika- og fræðsluferðar til Spánar 5.-14. júní 2011.

Því miður getur skólanefnd ekki orðið við beiðni skólahljómsveitar um styrk, með vísan í greinargerð um fjárhagsáætlun 2011 þar sem styrkir skólanefndar verða lagðir niður árið 2011.

 

Skólanefnd mælist til að ferðir skólahljómsveitar verði utan starfstíma skóla í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 19:15.