Skólanefnd

18. fundur 09. nóvember 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.911015 - Hagræðingaraðgerðir

Sindri Sveinsson og Anna Birna Snæbjörnsdóttir gerðu grein fyrir drögum að tillögum um hagræðingaraðgerðir i rekstri grunnskólanna.

 

Málið rætt

2.910407 - Framhaldsskólaáfangar fyrir grunnskólanemendur

Lagt fram til kynningar bréf skólameistara MK, dags. 15. september 2009, til skólastjóra grunnskólanna. Einnig lagðar fram upplýsingar frá fræðsluskrifstofu um kostnað grunnskólanna vegna framhaldsskólaáfanga nemenda.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um málið.

3.903110 - Sameiginlegur starfsdagur kennara 25. september




Rætt var um reynsluna af sameiginlegum starfsdegi kennara. Almennt virðist ríkja ánægja með bæði skipulag dagsins í heild og inntak hópastarfsins.


 


Skólanefnd hvetur til þess að sett verði saman stutt greinargerð um framkvæmd dagsins og að sameiginlegur starfsdagur kennara verði haldinn reglulega.

4.910433 - Hvatning til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknaniðurstaðna í skólastarfi.

Lagt fram bréf, dags. 23. okt. 2009, frá Kennarasambandi Íslands og Sambandi ísl. sveitarfélaga til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknarniðurstaðna í skólastarfi.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd leggur til að haldinn verði sameiginlegur fræðslufundur um málefnið með skólastjórnendum og skólanefnd.

5.902060 - Önnur mál



Lagt fram erindi, dags 9. nóv. 2009, frá Atvinnu- og upplýsinganefnd þar sem boðað er til sameiginlegs fundar með Félagsmálaráði, Forvarnarnefnd, Húsnæðisnefnd, ÍTK, Jafnréttisnefnd, Leikskólanefnd, Skólanefnd og Skólanefnd Mk, laugardaginn 14. nóvember n.k. kl. 13.00 í sal bæjarstjórnar Fannborg 2.


 


Formaður hvatti nefndarmenn til að mæta á fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:15.