Skólanefnd

31. fundur 06. júní 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Jens Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson varafulltrúi
  • Áshildur Bragadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson mætti á fundinn klukkan 18:15 og tók ekki þátt í umræðu um lið 1.

1.1106027 - Sameining sérúrræða, Hvammshúss og Traðar

Tillaga kynnt.

Skólanefnd samþykkir sameininguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til sviðsstjóra Umhverfissviðs til umsagnar varðandi húsnæði.

2.1105499 - Sérfræðiþjónusta á menntasviði

Tillaga kynnt.

Lagt fram til kynningar. Skólanefnd tekur undir tillögur Menntasviðs. Ragnheiður Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

3.1106052 - Samstarfssamningur um þverfaglega samvinnu

Lagt fram til kynningar.

Sérfræðiþjónustufulltrúi kynnti samstarfssamning um þverfaglega samvinnu milli Heilsugæslunnar í Kópavogi, Barnaverndar Kópavogs, Menntasviðs Kópavogs og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans.

4.1105582 - Kennarar sem komnir eru á lífeyri

Erindinu var frestað á fundi skólanefndar 1/6.

 Skólanefnd vísar tillögunni til kynningar á fundi með skólastjórum og í kjölfarið til bæjarráðs.

5.1105625 - Skýrsla um starfsemi Skólahljómsveitar Kópavogs 2009-2010

Lagt fram til kynningar.

Ársskýrsla Skólahljómsveitar Kópavogs 2009 -2010 lögð fram til kynningar.

6.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Framhald á vinnu skólanefndar við skólastefnu Kópavogs.

Vinnu við skólastefnu frestað til haustsins.

Fundi slitið - kl. 19:15.