Skólanefnd

68. fundur 03. febrúar 2014 kl. 17:15 - 19:15 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Kársnesskóla fyrir kynningu og góðar veitingar.

1.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi 2014

Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum Kópavogs lagðar fram.
Tillaga að breytingum á viðmiðum fyrir starfsáætlun grunnskóla lögð fram.

Skólanefnd fagnar niðurstöðum samræmdra prófa í grunnskólum Kópavogs.

 

Skólanefnd samþykkir breytingar á viðmiðum fyrir starfsáætlun grunnskóla.

2.1401884 - Styrkbeiðni vegna nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG)

Lagt fram til umsagnar.

Skólanefnd mælir með að bæjarráð styrki NKG með vísan í skólastefnu Kópavogs þar sem áhersla er á nýsköpun.

3.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram til umsagnar.

Þar sem lóð Salalaugar er nátengd lóð Salaskóla mælir skólanefnd gegn því að setja upp sölubíl/bás svo nálægt skóla. Það samræmist ekki uppeldissjónarmiðum skólanefndar.

4.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram.

Bréf kynnt.

5.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram til kynningar.

Skólanefnd fagnar því að skóli í Kópavogi var valinn.

Fundi slitið - kl. 19:15.