Skólanefnd

18. fundur 04. október 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 22/7:

""Bæjarráð samþykkir að nú þegar gönguleiðir að Vatnsendaskóla hafa verið bættar og lýsing aukin verði skólaakstur lagður af.
Fræðslusviði verði falið að kynna gönguleiðir fyrir foreldrum.""

Erindi frá foreldrum í Þingahverfi þar sem þeir mótmæla að skólaakstur sé lagður niður, vísar bæjarráð til skólanefndar til afgreiðslu 6/9 2010. Eftirfarandi var bókað á fundinum:

""Skólanefnd felur grunnskóladeild að vinna áfram að málinu.""

Eftirfarandi var bókað í skólanefnd 20/9 eftir að formaður skólanefndar hafði farið yfir stöðu málsins:

""Skólanefnd vísar málinu aftur til bæjarráðs.""

Lagt verður fram bréf til skólanefndar dagsett 24/8 2010 frá foreldrum í Þingahverfi þar sem þau mótmæla að skólaakstur hafi verið lagður niður í Þingahverfi.

Bréf frá foreldrum lagt fram og rætt.

2.1009243 - Sameiginlegur starfsdagur kennara 1. október 2010

Deildarstjóri grunnskóladeildar kynnir hvernig til tókst.

Sameiginlegur starfsdagur grunnskóladeildar og grunnskóla Kópavogs tókst vel og er kominn til að vera. Skólanefnd þakkar grunnskóladeild fyrir sitt framlag og kennurum fyrir þátttökuna og jákvæðar undirtektir.

''Það skiptir svo miklu máli hvernig þetta er gert.'' Kynning á rannsókn um námsmat þar sem rætt var við nemendur um reynsla þeirra og viðhorf til námsmats.

Gengið frá gjöf til grunnskólanna.

Fundi slitið - kl. 19:15.