Skólanefnd

14. fundur 05. júlí 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri Grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Greinargerð  um undirbúning ráðningar aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla lögð fram. Lagt er til að Ólína Þorleifsdóttir verði ráðin í stöðuna.

Starfsmannastjóri Kópavogs og skólastjóri Kópavogsskóla gerðu grein fyrir tilmælum um val í stöðuna.

Skólanefnd mælir með Ólínu Þorleifsdóttur í starf aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla.

 

2.1007023 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Smáraskóla

Fræðslustjóri lagði fram greinargerð  um undirbúning ráðningar aðstoðarskólastjóra Smáraskóla. Lagt er til að Björg Baldursdóttir verði ráðin í stöðuna.

Skólanefnd mælir með Björgu Baldursdóttur í starf aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.

Fundi slitið - kl. 19:15.