Skólanefnd

103. fundur 02. maí 2016 kl. 17:15 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir varafulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra fyrir kynningu á áhugaverðum verkefnum í skólastarfinu og góðar veitingar.

1.1603728 - Kópurinn 2016

Valnefnd leggur fram tillögur sínar að viðurkenningum.
Nefndin gerði grein fyrir niðurstöðum sínum.

2.1510602 - Dægradvöl-stefna

Drög að framkvæmdaráætlun, Handbók frístundastarfs og öryggisferlar kynntir.
Björg Baldursdóttir kynnti vinnu grunnskóladeildar við innleiðingu nýrrar stefnu dægradvala.

3.1604164 - Dægradvöl-opnunartími og sumarúrræði.

Menntasvið leggur fram tillögu um að dægradvalir verði opnar í júni þar til sumarnámskeið byrja, fjölgað verði sumarnámskeiðum í samstarfi við önnur svið og deildir bæjarins og opið verði í jólafríi og páskafríi.
Skólanefnd samþykkir tillöguna með öllum greiddum atkvæðum.

4.1604020 - Menntasvið-stefna um sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Stuðningur við nemendur m.sérþarfir.

Drög að stefnu til umræðu.
Skólnefnd ræddi drög.

5.1404652 - Skóladagatal, Skólahljómsv. Kópavogs

Skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017 lagt fram.
Skóladagatalið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

6.1405103 - Skóladagatal-starfsáætlun Waldorfskóla

Skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017 lagt fram.
Skóladagatalið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

7.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs.

Skólanefnd fagnar því að bæjarráð skuli hafa samþykkt tillögu um eflingu hinsegin fæðslu en áréttar að meðfylgjandi kostnaðaráætlun rúmast ekki innan núverandi fjárhagsáætlunnar menntasviðs.

Fundi slitið.