Skólanefnd

70. fundur 31. mars 2014 kl. 17:15 - 19:15 í Kópavogsskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Kópavogsskóla fyrir áhugaverða kynningu og góðar veitingar.

1.1403651 - Erindi frá kennurum vegna skóladagatals

Lagt fram.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum 2. maí 2013 að skipulagsdagar leik- og grunnskóla skyldu verða samræmdir skólaárið 2014 -2015. Verið er að framfylgja þeirri samþykkt. Skólanefnd vísar í bókun sína frá 69. fundi nefndarinnar um sama málefni og ítrekar hana.

2.1304002 - Göngum í skólann - hvatningarverkefni

Verkefni kynnt.

Skólanefnd fagnar verkefninu.

3.1403629 - Skólar og menntun í femstu röð- samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.

Skýrslur verkefnastjórnar Skóla og menntunar í fremstu röð lögð fram.

Skólanefnd þakkar kynningu og fjörugar umræður sköpuðust.

4.14021114 - Kópurinn 2014 - viðurkenningar skólanefndar

Tilnefningar kynntar.

Ákveðið að framlengja fresti til tilnefninga.

Gísli Baldvinsson sagði sig frá nefndarstörðum í lok fundar. Skólanefnd þakkar Gísla gott samstarf.

Fundi slitið - kl. 19:15.