Skólanefnd

34. fundur 17. október 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Lindaskóla
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Álfheiður Ingimarsdóttir varafulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson varafulltrúi
  • Andrés Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir varamaður
  • Sóley Ásta Karlsdóttir vara kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Lindaskóla góðar móttökur og áhugaverða kynningu á starfi skólans.

1.1110003 - Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2011

Lagt fram til kynningar.

Erindi lagt fram.

2.1110117 - Starfsáætlun grunnskóla 2012-2013

Viðmið skólanefndar fyrir starfsáætlun grunnskóla.

Skólanefnd samþykkir viðmið um starfsáætlun grunnskóla Kópavogs.

3.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Lögð fram ályktun frá KBK um samræmda starfsdaga.

Erindi KBK lagt fram og vísað til bæjarráðs.

4.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna

Formaður skólanefndar kynnir málið.

Skólanefnd felur grunnskóladeild að afla upplýsinga um málið.

5.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Vinna skólanefndar við skólastefnu grunnskóla Kópavogs.

Vinnu við skólastefnu haldið áfram.

Vakin er athygli á útgáfu aðalnámskrár grunnskóla, almennum hluta, sem tók gildi 1. maí sl. Sjá nánar í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins, þar sem aðalnámskráin er aðgengileg.
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6147

Fundi slitið - kl. 19:15.