Skólanefnd

24. fundur 31. janúar 2011 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1101724 - Nýtt skipurit.

Nýtt skipurit Kópavogs, sviðstjóri og skólanefndarformaður kynna.

Bæjarstjóri kom og gerði grein fyrir nýju skipuriti og svaraði fyrirspurnum um það.

2.809099 - Starfsreglur fyrir Dægradvöl

Breytingatillaga að starfsreglum um Dægradvöl. Um er að ræða breytingu á verðskrá sem þegar hefur verðið samþykkt í bæjarráði. Einnig orðalagsbreytingar á tveim stöðum, sem lagðar eru til svo reglurnar verði skýrari fyrir þá sem eftir þeim starfa.

Skólanefnd samþykkti breytingartillögur.

3.1010327 - Fyrirspurn frá Samkóp um eftirlit og samræmingu skólastarfs

Svar grunnskóladeildar kynnt.

4.1101990 - Umsókn um styrkveitingu

Umsókn um ferðastyrk frá deildarstjóra mið- og elsta stigs við grunnskóla Kópavogs á alþjóðlega sýningu um kennslu- og upplýsingatækni í skólastarfi.

Skólanefnd veitir viðkomandi 35.000 kr. ferðastyrk, frá fyrra ári.

5.1101995 - Umsókn um styrkveitingu

Umsókn um ferðastyrk frá kennara, sem annast kennslu í upplýsingamennt við grunnskóla Kópavogs, á alþjóðlega sýningu um kennslu- og upplýsingatækni í skólastarfi.

Skólanefnd veitir viðkomandi 35.000 kr. ferðastyrk, frá fyrra ári.

6.1101992 - Umsókn um styrkveitingu

Umsókn um ferðastyrk frá kennara, sem annast sérkennslu og er umsjónarkennari við grunnskóla Kópavogs, á alþjóðlega sýningu um kennslu- og upplýsingatækni í skólastarfi.

Skólanefnd veitir viðkomandi 35.000 kr. ferðastyrk, frá fyrra ári.

7.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Erindi um viðmið fyrir grunnskóla Kópavogs við gerð skóladagatals. Lagt fram til afgreiðslu.

Skólanefnd samþykkir lið tvö og þrjú í erindinu, en vísar lið eitt til umsagnar skólastjóra.

 Áheyrnafulltrúi foreldra leggur fram eftirfarandi bókun:

"Foreldrar harma að í grunnskólum í Kópavogi séu dæmi um að kennslustundafjöldi barna nái ekki því lágmarki sem kveðið er á um í grunnskólalögum. Foreldrar óska eftir því að skólanefnd sjái til þess að við gerð skóladagatala fyrir skólaárið 2011-2012 verði farið að lögunum í öllum skólum bæjarins. Bent er á að ef hálfa kennslustund vantar upp á í viku hverri þá leiðir það til skerðingar sem nemur  samtals 4-5 vikum yfir tímabil 10 ára grunnskólagöngu."

 Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi foreldra

8.11011004 - Uppsögn stöðu

Til upplýsingar. Skólastjóri Snælandsskóla hefur sagt stöðu sinni lausri frá 1. ágúst 2011.

Skólanefnd hefur móttekið erindið og þakkar Hönnu S. Hjartardóttur fyrir vel unnin störf.

Skólanefnd felur Mennasviði að undirbúa að staða skólastjóra Snælandsskóla verði auglýst laus til umsóknar.

9.1101917 - Skólaakstur - útboð

Sbr. lið 4 í fundargerð framkvæmdaráðs, óskar framkvæmda- og tæknisvið eftir heimild til að bjóða út skólaakstur. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og felur framkvæmdaráði og skólanefnd úrvinnslu málsins.


Lagt fram til kynningar.

10.1012171 - Styrkumsókn vegna tónleikaferðar

Á fundi skólanefndar 10. janúar 2011 var eftirfarandi bókað í tengslum við beiðni skólahljómsveitar um styrk til tónleika- og fræðsluferðar:
""Skólanefnd mælist til að ferðir skólahljómsveitar verði utan starfstíma skóla í framtíðinni.""

Lögð er fram athugasemd frá stjórnanda Skólahljómsveitar Kópavogs við ofangreinda bókun.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.