Skólanefnd

104. fundur 30. maí 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri kemur á fund.
Verkefnastjóri forfallaðist og farið var stuttlega yfir stöðu mála. Sagt var frá uppskeruhátíð sem haldin verður í Salnum 14. júní kl. 9:30 - 14:30.

2.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Greinargerð starfshóps um skemmtilegri skólalóðir í Kópavogi ásamt tillögum lögð fram.

Bæjarráð samþykkti á grundvelli hennar að á árinu 2016 verði ráðist í endurbætur á skólalóðum Kópavogsskóla, Kársnesskóla og Salaskóla.
Skólanefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna um Skemmtilegar skólalóðir í Kópavogi. Skýrsla og samþykkt bæjarráðs í kjölfar hennar kynnt.

3.16011276 - Velferð barna í Kópavogi. Skýrsla Unicef um réttindi barna sem líða efnislegan skort.

Vegna bókunar á fundi bæjarstjórnar 26. apríl sl., en þar lagði Ása Richardsdóttir fram eftirfarandi bókun:"Skýrsla UNICEF varpar ljósi á fátækt barna á Íslandi, sem þrátt fyrir bættan hag þjóðarbús, hefur aukist frá árinu 2009. Fjöldi barna sem býr við verulegan skort hefur þrefaldast milli áranna 2009 og 2014. Þetta varðar okkur öll og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er rík. Ætla má að hátt í 200 börn í Kópavogi líði verulegan skort. Ég hvet félagsmálaráð og skólanefnd til að vinna sameiginlegar tillögur að sértækum og almennum aðgerðum, í þágu þessara barna."

Eftirfarandi var síðan bókað um málið í Félagsmálaráði þann 2. mai sl.:
"Sviðsstjóra var falið að koma á samtali á milli sviðsins, grunnskóla, leikskóla og íþróttafélaga í þeim tilgangi að greina vandann og kortleggja aðstæður þeirra barna í bænum sem mögulega búa við verulegan efnislegan skort."
Skólanefnd fagnar því að samvinna velferðasviðs og menntasviðs sé hafin.

4.1605238 - Grunnskóladeild-Ábending til skólanefnda 2016.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnað foreldra af skólagöngu barna sinna.
Kristgerður Garðarsdóttir vék af fundi kl. 18:40.

Skólanefnd tekur undir ályktun Samband íslenskra sveitarfélaga og áréttar fyrri bókun sína frá 29. september 2015 þar sem skólanefnd hvetur foreldrafélög og skóla til að leita leiða til að halda kostnaði við innkaup í lagmarki. Skólanefnd horfir til þess að innleiðing spjaldtölva muni lækka kostnað vegna innkaupalista.

5.16031099 - Skipulagsdagur barna - frábært umhverfi. Tillaga frá Sverri Óskarssyni.

Lagt fram.
Skólanefnd þakkar áhugaverða tillögu og óskar eftir að menntasvið fái skóla í lið með sér í þróunarverkefni á sviði skipulags- og umhverfismála í samstarfi við skipulagssvið.

6.16051120 - Sótt um námsstyrk-kennsluafslátt

Hulda Hrönn Ágústsdóttir kennari í Kópavogsskóla sækir um námsstyrk vegna meistaranáms í Listfræði við Háskóla Íslands.
Skólanefnd samþykkir umsóknina.

7.16051115 - Sótt um námsstyrk - kennsluafslátt

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir kennari í Kópavogsskóla sækir um námsstyrk vegna viðbótardiplómu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun við Háskóla Íslands.
Skólanefnd samþykkir umsóknina.

8.16051125 - Kynning á rannsókn í þremur grunnskólum Kópavogs

Ósk um leyfi skólanefndar til rannsóknar lögð fram til afgreiðslu.
Skólanefnd samþykkir rannsóknina að gefnu leyfi skólastjóra. Skólanefnd óskar eftir kynningu á niðurstöðum rannsóknar.

9.16051353 - Snælandsskóli-skólanefnd Kópavogs v.bréfs skólaráðs.

Erindi frá Snælandsskóla lagt fram og skólanefnd tekur ekki afstöðu til túlkunar á kjarasamningi.
Önnur mál: Áfangar grunnskólanemenda á framhaldsskólastigi. Skólanefnd óskar eftir að menntasvið taki saman upplýsingar um stöðu málsins og sendi nefndarmönnum.

Fundi slitið.