Skólanefnd

57. fundur 29. apríl 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson fulltrúi skólastjóra
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga (skipulagsdaga) leik- og grunnskóla

Niðurstöður könnunar meðal foreldra kynntar og svar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti við fyrirspurn skólastjóra lagt fram.

Skólanefnd staðfestir fyrri bókun sína frá 26. 03. 2012 samanber fundargerð skólanefndar frá 4. febrúar 2013. Jafnframt áréttar skólanefnd að samkvæmt svari menntamálaráðuneytis getur bæjarstjórn í krafti yfirstjórnunarheimildar gefið skólastjórnendum fyrirmæli um samræmingu skipulagsdaga.

2.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Skil vinnuhóps um viðmiðunarreglur.

Skólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með breytingum og vísar þeim til jafnréttis- og mannréttindanefndar til umsagnar.

3.1301167 - Viðurkenningar Skólanefndar Kópavogs

Vinnuhópur skilar af sér.

Skólanefnd samþykkir tillögur vinnuhóps.

4.1303285 - Ráðning skólastjóra við Lindaskóla 2013

Sviðstjóri menntasviðs gerði grein fyrir umsækjendum og ráðningarferlinu.

5.1304439 - Rannsókn á því hvað einkennir kennsluhætti

Beiðni um rannsókn í grunnskólum Kópavogs lögð fram.

Erla Karlsdóttir vék af fundi kl. 19:06.

 

Skólanefnd samþykkir rannsóknina.

6.1204094 - Úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags

Endurskoðaðar reglur lagðar fram til afgreiðslu.

Skólanefnd samþykkir endurskoðaðar reglur án athugasemda.

7.1302705 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla. Tillaga að úrbótum

Bréf frá foreldrum lagt fram.
Fyrirspurn frá Helga Magnússyni um hvort farin er af stað vinna til að greina forföll kennara í grunnskólum.

Fundi slitið - kl. 19:15.