Skólanefnd

4. fundur 25. febrúar 2010 kl. 16:15 - 19:15 í Kríunesi
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1001190 - Vetrarfrí grunnskólanna - foreldra- og starfsmannakönnun

Lagðar fram niðurstöður foreldra- og starfsmannakönnunar um fyrirkomulag vetrarfría í grunnskólum.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd felur skólastjórum að leggja fram tillögu á næsta fundi nefndarinnar um dagsetningar vetrarfría á skólaárinu 2010 - 2011 í samræmi við niðurstöður nefndarinnar og skoða möguleika á samræmingu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu

2.912602 - Stefnumótun skólanefndar

Formaður skólanefndar bauð skólastjórnendur og aðra gesti fundarins velkomna og fór yfir helstu áhersluatriði varðandi stefnumótunina.

 

Umræður fóru fram í hópum.

 

Niðurstöður umræðna verða kynntar síðar á fundi með þátttakendum.

3.902060 - Önnur mál

Engin mál á dagskrá.

Fundi slitið - kl. 19:15.