Skólanefnd

25. fundur 28. febrúar 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Snælandsskóla
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Snælandsskóla fyrir fróðlega kynningu og góðar móttökur.


Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Salnum þriðjudaginn 8. mars 2011, kl: 16:30. Skólanefnd er boðin velkomin og hvött til að mæta.

1.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Erindi um viðmið fyrir grunnskóla Kópavogs við gerð skóladagatals. Var lagt fram til afgreiðslu á fundi 31/1 2011.
""Skólanefnd samþykkir lið tvö og þrjú í erindinu, en vísar lið eitt til umsagnar skólastjóra.""
Svar skólastjóra lagt fram til afgreiðslu.

SAMKÓP lagði fram fyrispurn um málið á sama fundi. Svar grunnskóladeildar kynnt.

Skólanefnd þakkar skólastjórum fyrir umsögn þeirra varðandi bókun skólanefndar, dags. 31. janúar sl., varðandi skerta skóladaga. Skólanefnd samþykkir álit skólastjóra, enda samræmist það ákvæðum grunnskólalaga um fjölda skóladaga og ákvæðum grunnskólalaga um sveigjanleika í skipulagi skólastarfs milli fullra kennsludaga nemenda annars vegar og annarra skóladaga nemenda hins vegar. Í greinargerð með lögunum er gert ráð fyrir að fullir kennsludagar nemenda séu ekki færri en 170 á skólaárinu. Svigrúmið er því 10 dagar vegna skólasetningar og skólaslita, foreldraviðtalsdaga, jólaskemmtana, skertra prófadaga og annarra daga.

 Viðmið fyrir skóladagatal, sem byggir á lögum um grunnskóla og samþykktum skólanefndar, lagt fram.

Svar grunnskóladeildar við fyrirspurn Samkóps var lagt fram.

2.1012171 - Styrkumsókn vegna tónleikaferðar

Erindi var frestað 31. janúar 2011 á 24. fundi skólanefndar.

Á fundi skólanefndar 10. janúar 2011 var eftirfarandi bókað í tengslum við beiðni skólahljómsveitar um styrk til tónleika- og fræðsluferðar:
""Skólanefnd mælist til að ferðir skólahljómsveitar verði utan starfstíma skóla í framtíðinni.""

Lögð er fram athugasemd frá stjórnanda Skólahljómsveitar Kópavogs við ofangreinda bókun.

Erindi lagt fram.

3.1102252 - Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2011

Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á námskeiði fyrir skólanefndir í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla.

Námskeið kynnt.

4.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Foreldrafullrúi skólanefndar óskar þess að fá skriflegar leiðbeiningar um hvernig fulltrúar skólanefndar geti komið erindum á dagskrá á fundum nefndar.

Lagt fram skriflegt svar sem byggir á Bæjarmálasamþykkt, sjá eftirfarandi slóð: http://www.kopavogur.is/files/Fjarmala-Stjornsyslusvid/baejarmalasamthykkt.pdf.

Svar grunnskóladeildar kynnt.

5.1102619 - Grunnskóladeild - Hlutverk og stefna

Kynning á starfi grunnskóladeildar.

Skólanefnd afhent yfirlit yfir faglegan stuðning grunnskóladeildar við grunnskóla Kópavogs og skipulag sérfræðiþjónustu m.m.

Annað:
Áheyrnafulltrúi kennara vakti máls á því að mál nr. 1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs, hafi dagað uppi í atvinnu- og upplýsinganefnd. Málið verður tekið upp á næsta fundi skólanefndar.

Fundi slitið - kl. 19:15.