Skólanefnd

2. fundur 25. janúar 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1001033 - Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir 2010

Sindri Sveinsson fór yfir og útskýrði helstu tölur í fjárhagsáætlun fyrir 2010 varðandi rekstur grunnskólanna og grunnskóladeildar.

 

Málið rætt.

2.1001190 - Vetrarfrí grunnskólanna

Rætt um fyrirkomulag vetrarfría í grunnskólunum

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að senda skólaráðum grunnskólanna formlegt erindi og óska eftir því að skólaráðin taki fyrirkomulag vetrarfría til umræðu. Æskilegt er að niðurstöður skólaráðanna berist fræðsluskrifstofu fyrir lok febrúar. Í kjölfarið er jafnframt fyrirhugað að gera rafræna könnun meðal foreldra og starfsmanna skólanna um viðhorf til fyrirkomulags vetrarfríanna.

3.1001184 - Styrkbeiðni frá Lífsýn

Lögð fram umsókn um styrk frá Lífsýn, dags. 20. janúar 2010.

 

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000.

4.1001186 - Ferðastyrkir

Lögð fram umsókn um ferðastyrk frá Ásdísi Ólafsdóttur.

 

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000.

5.1001188 - Erindi frá Skólastjórafélagi Kópavogs

Magnea Einarsdóttir fylgdi erindinu úr hlaði.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að skoða erindið nánar og vinna að afgreiðslu þess.

6.902060 - Önnur mál

a) Lögð fram skýrsla menntamálaráðuneytisins um úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á haustmisseri 2009. Einnig lagt fram bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 22. janúar 2010, um niðurstöðu úttektar á sjálfsmatsaðferðum Hörðuvallaskóla.

 

b) Lagt fram kynningarbréf um þjóðfund um menntamál þann 13. febrúar 2010.

 

c) Lagður fram listi yfir umsækjendur um stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar.

 

    Málið rætt.

 

Fundi slitið - kl. 19:15.