Skólanefnd

20. fundur 30. nóvember 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.911875 - Stefnumótunarvinna í Kársnesskóla

Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, greindi frá vinnu við stefnumiðað árangursmat en vinna við það hófst við skólann árið 2008 með ráðningu verkefnisstjóra frá Capacent. Innleiðing stefnunnar er hafin að fullu. Guðrún fjallaði ítarlega um hvernig staðið er að vinnunni við framkvæmd stefnumótunarinnar í skólanum.

 

Málið rætt.

2.911715 - Nýjar reglugerðir

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi reglugerðir:

a) Reglugerð um inntak menntun  leik-, grunn- og framhaldsskólakennara.

b) Reglugerð um miðlun og meðferð upplýsinga og rétt foreldra til upplýsinga.

c) Reglugerð um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla.

 

Málið rætt

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að vinna að samræmdri áætlun grunnskólanna varðandi skjalavörslu.

3.911894 - Samstarf sveitarfélaga vegna reksturs grunnskólanna

Anna Birna skýrði frá samráðsferli sveitarfélaganna varðandi hagræðingaraðgerðir í rekstri grunnskólanna.

 

Málið rætt.

4.902060 - Önnur mál

a) Formaður greindi frá því að búið væri að auglýsa stöðu deildarstjóra á grunnskóladeild.

Fundi slitið - kl. 19:15.