Skipulagsráð

171. fundur 07. október 2024 kl. 15:30 - 18:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Freyr Snorrason verkefnastjóri
  • Díana Berglind Valbergsdóttir verkefnastjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2409006F - Bæjarstjórn - 1305. fundur frá 24.09.2024

2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2407272 - Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2406414 - Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2406306 - Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24052394 - Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2409007F - Bæjarráð - 3187. fundur frá 19.09.2024

2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2407272 - Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2406414 - Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2406306 - Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24052394 - Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.24041735 - Silfursmári 1-7. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Klasa ehf. dags. 20. september 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1-7 við Silfursmára þar sem óskað er eftir heimild skipulagsráðs til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst breytt fyrirkomulag byggingareita og opinna svæða á lóðinni, aukning byggingarmagns, hækkun byggingarreita og fjölgun íbúða.

Erindinu fylgir greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 20. september 2024.

Sólveig Jóhannsdóttir, Ingi Jónasson og Halldór Eiríksson arkitektar gera grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Halldór Eiríksson - mæting: 15:30
  • Sólveig Jóhannsdóttir - mæting: 15:30
  • Ingi Jónasson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörkum nærliggjandi lóða er breytt og innviðum Borgarlínu afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist með góðu móti fyrir gang- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast í verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er vítt afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 3. október 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Í ljósi þess að haldið er fast í þær hugmyndir að aðeins „Borgarlínan“ verði frá Vesturvör að brúarsporðinum og því lokað fyrir aðkomu að lóðum fyrirtækja að miklu leyti og stærra vegstæði tekið undir en þörf krefur ásamt því að taka hluta lóða af lóðarhöfum er undirrituðum ógerlegt annað en að vera á móti þeirri bókun sem lögð er fram.“
Kristinn Dagur Gissurarson

Almenn erindi

5.24093257 - Umhverfissvið, aðgerðaáætlun fyrir 2025.

Á grundvelli stefnu umhverfissviðs, samþykkt 12. október 2021 er unnin aðgerðaráætlun fyrir sviðið á hverju ári. Í aðgerðaráætlun eru skilgreind mælanleg markmið fyrir allar stefnuáherslur stefnunnar. Einnig eru settir fram mælikvarðar og nánari verkliðir svo hægt sé að fylgjast með og mæla framgang aðgerða. Notast er við Decide act og Nightingale forrit fyrir mælingar á framgangi.

Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Umhverfissviðs fyrir árið 2025 til kynningar og samráðs.

Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.

Bókun:
„Undirrituð leggur til að bætt verði við aðgerð sem felur í sér gerð áætlunar um lagningu hjólastíga og aðskilnað göngu- og hjólastíga utan þeirra stíga sem heyra undir samgöngusáttmálann. Slík aðgerð styður við að minnsta kosti þrjú meginmarkmið stefnu umhverfissviðs: Tryggja bæjarbúum góða innviði; Tryggja umferðaröryggi allra vegfarenda óháð ferðamáta; og Umhverfisvænt skipulag. Góðir innviðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur stuðla að aukinni notkun virkra ferðamáta sem bæði dregur úr umferðarþunga og leiðir af sér betri heilsu bæjarbúa, aukin lífsgæði og sjálfbærara samfélag.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir taka undir bókun Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.24082673 - Sjóvarnir við smábátabryggju. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 28. ágúst 2024 ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á grjóthleðslu við smábátahöfnina á Kársnesi. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 16. september 2024 og afgreiðslu var frestað.

Þá eru lögð fram uppfærð gögn dags. 19. september 2024 ásamt minnispunktum um fyrirkomulag smábátahafnar dags. 4. október 2024.
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.24091148 - Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf. Flatarmál lóðarinnar er 4919 m² og á henni er einbýlishús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43.

Á fundi skipulagsráðs þann 16. júlí 2024 var fyrirspurn lóðarhafa um breytt fyrirkomulag lóðarinnar lögð fram og þá var samþykkt að hefja mætti vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 3. október 2024 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 4. október 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.24091009 - Naustavör 5A. Dreifistöð. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Veitna ehf. dags. 9. september 2024 um stækkun lóðarinnar nr. 5A við Naustavör. Á lóðinni er gert ráð fyrir spennistöð en óskað er eftir stækkun lóðarinnar úr 16 m² í 35 m².

Uppdráttur í mkv. 1:1.250, ódags.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Almenn erindi

9.2410373 - Dalsmári 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 3. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu að deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 0,3 metra til norðurs, 0,9 metra til suðurs og 2,65 metra til vesturs (neðanjarðar). Komið er fyrir skyggni ásamt lokuðu sorpskýli um 1,3 metra sunnan byggingarreits. Gert er ráð fyrir að núverandi brú á lóðinni verði breytt í tengibyggingu úr gleri milli bygginga á lóðinni. Byggingarreitur hækkar um 1,2 metra. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst 80 m².

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 1. október 2024.
Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnar Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákonar Gunnarssonar með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9-11 og 21 við Dalsmára og nr. 20 við Fífuhvamm.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.24081379 - Vallargerði 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Magnús Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Vallargerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun stofu út á núverandi svalir og nýjar svalir á núverandi bílskúrsþaki ásamt fallvörnum. Byggingarmagn á lóðinni eykst um 7,8 m².

Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,41.

Uppdrættir dags. 16. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 29, 30, 31, 32, 33, 35, 36, 37, 38, 39 og 40 við Vallargerði og nr. 29, 31, 33 og 35 við Melgerði.

Almenn erindi

11.24091183 - Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 6. september 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 - 0,38.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:50 dags. 3. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykir að framlögð um sókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 36-39 við Vallargerði, 35, 37 og 39 við Melgerði og nr. 3 og 5 við Suðurbraut.

Almenn erindi

12.2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær.

Stöðuskýrsla eftir skoðun byggingarfulltrúa 1. október 2024 er lögð fram.

Þá er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 5 júlí 2024.
Fundarhlé kl. 18:13, fundi fram haldið kl. 18:30.

Afgreiðslu frestað.

Bókun:
„Til að gæta megi jafnræðis er skipulagsráði nauðsyn að fá upplýsingar um hvort sambærilegar umsóknir hafi áður borist á svæðinu og hvaða afgreiðslu þær hafi hlotið. Undirrituð ítreka því enn á ný kröfu um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Fram komi rökin fyrir afgreiðslu þeirra mála og mat á hvort þau séu sambærileg við Melgerði 11.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

13.24061598 - Huldubraut 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfultrúa dags. 14. júní 2024 þar sem umsókn Vigfúss Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst viðbygging við suðurhlið núverandi húss á lóðinni, sólstofa, alls 5,1 m² að flatarmáli. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,17.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. apríl 2024 ásamt skráningartöflu (reyndarteikningar). Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. október, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.24071731 - Vallargerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2024 þar sem umsókn Stefáns Guðmundssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Vallargerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að hækka húsið um eina hæð. Við það eykst byggingarmagn á lóðinni um 120,7 m² úr 106,9 m² í 227,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,26. Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. október, eitt erindi barst.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 20,4 m² útigeymslu á suðurhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,29 með tilkomu útigeymslunnar. Á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. október, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.24092692 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Keldur og nágrenni. Verklýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 19. september 2024 um verklýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats fyrir rammahluta aðalskipulags Reykjavíkur 2040 fyrir Keldur og nágrenni.
Lagt fram og kynnt.
Kópavogsbær leggur áherslu á að uppbygging 6. lotu borgarlínu að Keldnaholti seinki ekki uppbyggingu 2. lotu innan Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:55.