Skipulagsráð

170. fundur 16. september 2024 kl. 15:30 - 18:07 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Ólafsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Díana Berglind Valbergsdóttir verkefnastjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2408010F - Bæjarstjórn - 1304. fundur frá 10.09.2024

2407005F - Skipulagsráð - 169. fundur frá 02.09.2024.



2110841 - Borgarlínan, lota 2, leiðarval.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar.



2408515 - Dalvegur 24. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.



2402171 - Grænatún 20B. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24042487 - Hlíðarvegur 44. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2408011F - Bæjarráð - 3185. fundur frá 05.09.2024

Skipulagsráð - 169. fundur frá 02.09.2024



2408515
- Dalvegur 24. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2402171 - Grænatún 20B. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24042487 - Hlíðarvegur 44. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.




2110841 - Borgarlínan, lota 2, leiðarval.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram að nýju tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg dags. í ágúst 2024. Rammahlutinn er unninn af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.

Þá er einnig lögð fram samantekt þeirra umsagna og athugasemda sem bárust er frumdrög Borgarlínu og vinnslutillaga að rammahluta aðalskipulags voru forkynnt árið 2021, dags. í nóvember 2023.

Erindið var lagt fram og kynnt á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024, Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

Stefán Gunnar Thors gerði grein fyrir erindinu.
Fundarhlé kl. 17:14, fundi framhaldið kl. 17:30.

Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helga Ólafssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að rammahluta aðalskipulags verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst alfarið gegn framlagningu skjalsins Rammahluti ASK KÓP Borgarlínan í Skipulagsráði, 16.09.2024. Leggja ber áherslu á að Borgarlínan keyri í almennri umferð um Borgarholtsbraut en ekki í sérrými og einstefna verði hvergi. Huga þarf að því að skerða lóðir íbúa sem minnst. Ljóst er þrátt fyrir að það komi ekki fram í Rammahlutanum að stefnan til frambúðar er klárlega sú að hin lágreista byggð við Borgarholtsbrautina víki og þess í stað verði reist „massa“ fjölbýlishús við Borgarholtsbrautina. Þessi framtíðarsýn hugnast ekki undirrituðum.“
Kristinn Dagur Gissurarson.

Gestir

  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2110216 - Borgarlínan í Kópavogi. Deiliskipulag lota 1

Greint frá stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir 1. lotu Borgarlínu í Kópavogi. Skipulagsvæðið nær frá syðri skipulagsmörkum Fossvogsbrúar eftir Bakkabraut og Borgarholtsbraut að fyrirhugaðri kjarnastöð á miðbæjarsvæðinu. Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf gerði grein fyrir erindinu.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.1911664 - Hrauntunga 119, kvörtun vegna göngustígs að Digranesvegi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 16. ágúst 2024 var farið yfir málsmeðferð og aðstæður varðandi lokun á göngustíg við Hrauntunga 119. Einnig var lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars 2024, ásamt gögnum málsins. Harri Ormarsson lögfræðingur gerði grein fyrir erindinu.

Með vísan í erindisbréf lögfræðings fellur umhverfis- og samgöngunefnd frá fyrri afgreiðslu, dags. 16. ágúst 2022, og vísaði erindinu til skipulagsráðs.

Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 og því vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12.september 2024.
Skipulagsráð hafnar beiðni lóðarhafa Hrauntungu 119 um lokun á göngustíg við lóðamörk með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2024. Vísað til umhverfissviðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

6.24082673 - Sjóvarnir við smábátabryggju. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar dags. 28. ágúst 2024 ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á grjóthleðslu við smábátahöfnina á Kársnesi.

Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 28. ágúst 2024.

Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.2408518 - Skálaheiði 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. júlí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar verkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skálaheiði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst 30 m² viðbygging út á þak núverandi bílgeymslu.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3A, 3B og 5 við Skálaheiði, nr. 4, 6 og 8 við Tunguheiði, nr. 45 og 47 við Digranesheiði.

Almenn erindi

8.2407272 - Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 28. júní 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 16,4 m² viðbyggingu ásamt 15 m² geymslu á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,31. Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 28. apríl 2024 og minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2024. Samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2406414 - Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Vífils Magnússonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið einbýlishússins á lóðinni fyrir nýja bílageymslu með sólstofu ofan á. Heildarstærð viðbyggingarinnar er 87,6 m². Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst úr 246,6 í 334,2 við breytinguna og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,26 í 0,35. Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024. Samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2406306 - Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 8A við Þverbrekku um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 15,5 m² sólstofu á suðurhlið hússins.

Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 20. nóvember 2015 og uppfærðir 4. mars 2024. Samþykkt var að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 12. september 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.24052394 - Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 30. maí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Jórsali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir 48 m² garðhýsi á norðvestur hluta lóðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,45. Á fundi skipulagsráðs þann 3. júní 2024 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2024.

Á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. september 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 30. ágúst 2024.
Skiplagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Helga Ólafssyni, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.24041714 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 fyrir Coda terminal. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 18. júlí 2024 um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 til að koma fyrir 8 borteigum í Hellnahrauni.

Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 ásamt uppdrætti í mkv. 1:15.000 dags. 19. mars 2024, umhverfismatsskýrslu áætlana dags. 6. júní 2024 og greinargerð dags. 6. júní 2024. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en þar sem að í samantekt á niðurstöðum umhverfismats eru áhrif á grunnvatn metin óviss er vert að benda á mikilvægi þess að þeim mótvægisaðgerðum sem lýst er í matsskýrslunni verði framfylgt og vöktun á áhrifum á grunnvatn tryggð.

Almenn erindi

13.24082525 - Hellnahraun 3. áfangi, breyting á deiliskipulagi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 18. júlí 2024 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgahellu 25 og Tunguhellu 15-17.

Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 ásamt uppdrætti í mvk. 1:2000 dags. 30. maí 2024. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en þar sem að í samantekt á niðurstöðum umhverfismats eru áhrif á grunnvatn metin óviss er vert að benda á mikilvægi þess að þeim mótvægisaðgerðum sem lýst er í matsskýrslunni verði framfylgt og vöktun á áhrifum á grunnvatn tryggð.

Almenn erindi

14.24071801 - Borteigar í sunnanverðu Kapelluhrauni. Deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 17. júlí 2024 vegna tillögu að nýju deiliskipulagi borteiga í sunnanverðu Kapelluhrauni. Gert er ráð fyrir fjórum lóðum með byggingarreit til niðurdælingar CO2 í jarðlög, lagnaleiðum fyrir gas- og vatnslagnir og vegslóða að borteigunum. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar sem heimila niðurdælingu CO2 á fjórum iðnaðarsvæðisreitum í syðri hluta Kapelluhrauns og Selhrauns. Á hverri lóð er heimilt að hafa borteig með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist. Á hverjum borteig verða allt að 8 niðurdælingarholur ásamt 2- 4 vatnstökuholum. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 ásamt uppdrætti í mkv. 1:3000 og greinargerð dags. 6. júní 2024 og erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu en þar sem að í samantekt á niðurstöðum umhverfismats eru áhrif á grunnvatn metin óviss er vert að benda á mikilvægi þess að þeim mótvægisaðgerðum sem lýst er í matsskýrslunni verði framfylgt og vöktun á áhrifum á grunnvatn tryggð.

Almenn erindi

15.2409695 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Íbúðaruppbygging í grónum hverfum. Verkefnislýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 5. september 2024 um verkefnislýsingu skipulagsgerðar um íbúðaruppbyggingu í grónum hverfum dags. í ágúst 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verklýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:07.