Skipulagsráð

169. fundur 02. september 2024 kl. 15:30 - 18:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Díana Berglind Valbergsdóttir verkefnastjóri
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2406017F - Bæjarstjórn - 1303. fundur frá 27.08.2024

24033581 - Lyngheiði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24051469 - Þinghólsbraut 53A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2408003F - Bæjarráð - 3183. fundur frá 22.08.2024

24033581 - Lyngheiði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24051469 - Þinghólsbraut 53A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg dags. í ágúst 2024. Rammahlutinn er unninn af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.

Þá er einnig lögð fram samantekt þeirra umsagna og athugasemda sem bárust er frumdrög Borgarlínu og vinnslutillaga að rammahluta aðalskipulags voru forkynnt árið 2021, dags. í nóvember 2023.

Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.23091730 - Borgarlínan í Kópavogi. Umhverfismat framkvæmda lota 1

Lögð fram til kynningar umhverfismatsskýrsla framkvæmda fyrir Borgarlínu lotu 1 frá Ártúnshöfða að Hamraborg. Matsskýrslan er unnin af Mannvit/COWI fyrir Vegagerðina/Verkefnastofu Borgarlínu.

Sunna Björg Reynisdóttir, Álfhildur Stella L. Ákadóttir og Ólöf Kristjánsdóttir frá Verkefnastofu Borgarlínu gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Sunna Björg Reynisdóttir - mæting: 15:30
  • Álfhildur Stella L. Ákadóttir - mæting: 15:30
  • Ólöf Kristjánsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2110841 - Borgarlínan, lota 2, leiðarval.

Lagt fram uppfært minnisblað frá Verkefnastofu Borgarlínu dags. 20. maí 2024 um legu 2. lotu Borgarlínu frá Hamraborg að Smáralind. Í minniblaðinu koma fram niðurstöður rýni Verkefnastofu Borgarlínu í samráði við Strætó bs og umhverfissvið Kópavogsbæjar á samanbuðri tveggja valkosta, legu Borgarlínu um Hafnarfjarðarveg annarsvegar og Digranesveg hinsvegar.

Sunna Björg Reynisdóttir og Hallbjörn R. Hallbjörnsson frá verkefnastofu Borgarlínu gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttir og Hákonar Gunnarssonar að unnið verði áfram með valkost 1 og að lega 2. lotu Borgarlínu verði eftir Hafnarfjarðarvegi og Fífuhvammsvegi að Smáralind. Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sunna Björg Reynisdóttir - mæting: 15:30
  • Hallbjörn R. Hallbjörnsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

6.1911664 - Hrauntunga 119, kvörtun vegna göngustígs að Digranesvegi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 16. ágúst 2024 var farið yfir málsmeðferð og aðstæður varðandi lokun á göngustíg við Hrauntunga 119. Einnig var lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars 2024, ásamt gögnum málsins. Harri Ormarsson lögfræðingur gerði grein fyrir erindinu.

Með vísan í erindisbréf lögfræðings fellur umhverfis- og samgöngunefnd frá fyrri afgreiðslu, dags. 16. ágúst 2022, og vísaði erindinu til skipulagsráðs.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.24082060 - Brekkuhvarf 24. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Brekkuhvarf dags. 23. ágúst 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir hesthúsi á lóðinni. Í breytingunni felst heimild til að breyta því í vinnustofu.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 17. júlí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-27 við Brekkuhvarf og 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27 við Grundarhvarf.

Almenn erindi

8.24082548 - Lyngbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar M. Andersen byggingarfræðings dags. 14. maí 2024 er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að koma fyrir þaksvölum á bílskúrsþaki sem er sambyggður húsinu. Samþykki lóðarhafa aðliggja lóða liggur fyrir.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 15, 16, 17, 18, 19 og 21 við Lyngbrekku og nr. 77 og 79A-D við Álfhólsveg.

Almenn erindi

9.24081378 - Urðarbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Karls Karlssonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Urðarbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að eldri bílskúr er rifinn og nýr byggður á sama stað, með 4 m² tengibyggingu við íbúðarhúsið. Þak gamla bílskúrs var flatt, en nýi bílskúrinn hefur tvíhalla hærra þak.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skráningartöflu dags. 29. mars 2023.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 7 og 7A við Urðarbraut, 16 og 18 við Borgarholtsbraut og 2, 4 og 6 við Kastalagerði.

Almenn erindi

10.2408515 - Dalvegur 24. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. júlí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ragnars Magnússonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Dalveg er vísað til skipulagsráðs.

Sótt um byggingarleyfi fyrir þegar gerðum breytingum á innra skipulagi þar sem búið er að breyta annarri hæð atvinnuhúsnæðis í gistiheimili.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. febrúar 2024. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2024.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 17:56 og fundi framhaldið kl. 17:59.

Almenn erindi

11.2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær.

Þá er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 5 júlí 2024.

Erindið var áður lagt fram á fundi skipulagsráðs 1. júlí sl. og 19. ágúst sl., afgreiðslu málsins var frestað.
Fundarhlé kl. 18:13 og fundi framhaldið kl. 18:33.

Afgreiðslu frestað.

Bókun:
„Í grenndarkynningu komu fram athugasemdir um að Melgerði 11 hafi verið hólfað niður í fleiri íbúðir án þess að aflað væri samþykkis byggingarfulltrúa. Í umsögn skipulagsdeildar var það staðfest. Samkvæmt mannvirkjalögum er óheimilt að breyta notkun mannvirkis án leyfis byggingarfulltrúa. Fyrir liggur að byggingarfulltrúi hefur ekki kannað breytta nýtingu hússins. Staðfest er að 14 einstaklingar eru skráðir þar með lögheimili og breytingar m.a. á bílskúr voru gerðar í óleyfi. Byggingarfulltrúi hefur víðtækar heimildir til að kanna slíka hluti sbr. m.a. ákvæði X kafla laga um mannvirki nr. 160 frá 2010.

Undirrituð telja nauðsynlegt að þetta verði skoðað áður en veittar verða heimildir til frekari byggingarframkvæmda á lóðinni. Það hefur efnislega þýðingu í málinu út frá skipulagslegum sjónarmiðum t.d. varðandi íbúðafjölda, íbúafjölda og önnur grenndaráhrif. Það er skylda skipulagsráðs að gæta allra skipulagslegra sjónarmiða og almannahagsmuna áður en veitt eru byggingarleyfi á ódeiliskipulögðum lóðum. Sérstaklega þarf að gæta þeirra stjórnsýslulegu sjónarmiða sem krafist er í skipulagsmálum, m.a.lögmætisreglunnar, rannsóknarskyldu, jafnræðis og meðalhófs. Því er áréttuð krafa um að byggingarfulltrúi skoði umrætt hús áður en tekin verður ákvörðun í málinu. Með tilliti til fordæmisgildis þessa máls er jafnframt áréttuð krafa um að skipulagsráð fái samantekt um aðrar umsóknir um stækkun bygginga við Melgerði eða á nærsvæðum síðasta áratug. Fram komi rökin fyrir afgreiðslu þeirra mála og mat á hvort þau séu sambærileg við Melgerði 11. Úrskurðarnefnd auðlinda- og umhverfismála felldi synjun byggingarfulltrúa úr gildi af því að rökstuðningur Kópavogsbæjar var ófullnægjandi. Það hlýtur að vera metnaðarmál að bæjarfulltrúar geti tekið nýja ákvörðun að fengnum fullnægjandi upplýsingum, greiningu og rökstuðningi.“

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson.

Almenn erindi

12.2402171 - Grænatún 20B. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Einar V. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20B við Grænatún er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 11,1 m² sólstofu. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,36 í 0,37. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. október 2022 ásamt skráningartöflu dags. 25. janúar 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 22. ágúst, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.24042487 - Hlíðarvegur 44. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 44 við Hlíðarveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 18,1 m² viðbyggingu ofan á svalir annarrar hæðar á norð-vestur hlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,40.

Á fundi skipulagsráðs þann 3. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjrráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.24052394 - Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nyju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 30. maí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Jórsali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir 48 m² garðhýsi á norðvestur hluta lóðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,45.

Á fundi skipulagsráðs þann 3. júní 2024 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2024.

Þá lögð fram athugasemd sem barst á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.24082304 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Álfsnes, Esjumelar. Verkefnis- og matslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 18. júlí 2024 um verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats vegna endurskilgreiningar iðnaðar- og athafnasvæða á Álfsnesi og Eskjumelum dags. í júní 2024.

Verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats dags. í júní 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu en áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum.

Almenn erindi

16.24082307 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Kjalarnes og dreifbýl svæði. Verkefnis- og matslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 18. júlí 2024 um verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar fyrir Kjalarnes og dreifbýls svæði.

Verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats dags. í júní 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu en áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum.

Almenn erindi

17.24082506 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Verkefnis- og matslýsing. Stakar húsbyggingar á opnum svæðum. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 18. júlí 2024 um verkefnislýsingu fyrir stakar húsbyggingar á opnum svæðum.

Lýsing skipulagsgerðar og drög að tillögu dags. í júní 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu en áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum.

Almenn erindi

18.24041714 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir borteiga. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 18. júlí 2024 um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 til að koma fyrir 8 borteigum í Hellnahrauni.

Uppdráttur í mkv. 1:15.000 dags. 19. mars 2024, umhverfismatsskýrsla áætlana dags. 6. júní 2024 og greinargerð dags. 6. júní 2024.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

19.24071801 - Borteigar í sunnanverðu Kapelluhrauni. Deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna tillögu að nýju deiliskipulagi borteiga í sunnanverðu Kapelluhrauni. Gert er ráð fyrir fjórum lóðum með byggingarreit til niðurdælingar CO2 í jarðlög, lagnaleiðum fyrir gas- og vatnslagnir og vegslóða að borteigunum. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar sem heimila niðurdælingu CO2 á fjórum iðnaðarsvæðisreitum í syðri hluta Kapelluhrauns og Selhrauns. Á hverri lóð er heimilt að hafa borteig með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist. Á hverjum borteig verða allt að 8 niðurdælingarholur ásamt 2- 4 vatnstökuholum.

Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 19. ágúst 2024 ásamt uppdrætti í mkv. 1:3000 og greinargerð dags. 6. júní 2024. Afgreiðslu málsins var frestað.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

20.24082525 - Hellnahraun 3. áfangi, breyting á deiliskipulagi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 18. júlí 2024 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgahellu 25 og Tunguhellu 15-17.

Uppdráttur í mvk. 1:2000 dags. 30. maí 2024.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Fundi slitið - kl. 18:55.