Skipulagsráð

168. fundur 19. ágúst 2024 kl. 15:45 - 16:22 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Helgi Ólafsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Freyr Snorrason
  • Díana Berglind Valbergsdóttir
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2406016F - Bæjarráð - 3181. fundur frá 18.07.2024

23111612 Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24053112 Kópavogstún. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



23111613 Göngu- og hjólastígar um Ásbraut, Hábraut og Hamraborg. Deiliskipulagslýsing.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24041420 Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



2407481 Dalsmári 9-11. Umsókn um stækkun lóðar og auknar byggingarheimildir.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



24021690 Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



4042283 Tónahvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.2406336 - Skólagerði 47. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Árna Þórs Helgasonar f.h. lóðarhafa nr. 47 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun á íbúðarhúsi um 16,1 m2 og reistur nýr bílskúr 52.8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,49 í 0,65.

Uppdrættir dags. 20. júní 2023 í mkv. 1:100 og 1:500.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15.ágúst 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 38, 40, 41, 43, 45, 49, 51, 53 og 55 við Skólagerði og nr. 60, 62 og 64 við Borgarholtsbraut með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Helga Ólafssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.

Almenn erindi

3.2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær.

Erindið var áður lagt fram á fundi skipulagsráðs 1. júlí sl. ásamt ofangreindum gögnum og umsögn skipulagsdeildar dags. 24. janúar 2024.

Þá er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna veitingu byggingarleyfis er felld úr gildi.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 5 júlí 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.24071731 - Vallargerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2024 þar sem umsókn Stefáns Guðmundssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Vallargerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að hækka húsið um eina hæð. Við það eykst byggingarmagn á lóðinni um 120,7 m2 úr 106,9 m2 í 227,6 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,26.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 1. júní 2024 og í mkv. 1:200 dags. 5.ágúst 2024.

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. ágúst 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 8, 10 og 12 við Vallargerði og nr. 1, 3, 5, 7 og 9 við Melgerði.

Almenn erindi

5.24033581 - Lyngheiði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 30,4m² viðbyggingu á einni hæð við suðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,30.

Kynningartíma lauk 23. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.24051469 - Þinghólsbraut 53A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Ástríðar Birnu Árnadóttur dags. 16. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 53A við Þinghólsbraut um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja viðbyggingu, hækka þak, breytingar á innra skipulagi, bæta við gluggum á norður og vesturhlið í risi og svölum á vestur og suðurhlið.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 12. apríl 2024.

Kynningartíma lauk 22. júlí 2024. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.24061598 - Huldubraut 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfultrúa dags. 14. júní 2024 þar sem umsókn Vigfúss Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst viðbygging við suðurhlið núverandi húss á lóðinni, sólstofa, alls 5,1 m2 að flatarmáli. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,17.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 29. apríl 2024 ásamt skráningartöflu (reyndarteikningar).

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 23, 23B og 27 við Huldubraut.

Almenn erindi

8.2408546 - Álfhólsvegur 29. Fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa dags. 8. ágúst 2024 um breytingu á fyrirkomulagi á lóðinni. Í lok árs 2022 var umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu í stað núverandi einbýlishúss á lóðinni var samþykkt. Gert var ráð fyrir þriggja íbúða fjölbýli á lóðinni, alls 446 m2 að flatarmáli með nýtingarhlutfalli 0,42. Spurst er fyrir um fjölgun íbúða úr þremur í fjórar í fyrirhugaðri nýbyggingu og fjölgun bílastæða úr 3 í 4, byggingarmagn helst óbreytt 446 m2.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 7. ágúst 2024.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við rammaákvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og verkfærakistu um þróun byggðar í Kópavogi.

Almenn erindi

9.24071793 - Kópavogsbraut 61. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 2. júlí 2024 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst viðbyggingar við austur- og norðurhlið núverandi húss á lóðinni. Alls 76 m2 að flatarmáli. 67 m2 viðbygging á austurhluta lóðar með bílgeymslu og herbergi þar sem í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir bílgeymslu ásamt 10 m2 viðbygging/beturumbætur á inngangi á norðurhluta lóðar við götu þar sem inngöngum efri og neðri hæðar yrði aðskilt. Svalir á efri hæð vestan megin, sólpallur, tveir kvistir á suðurhlið húss og einn kvist á norðurhlið.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við rammaákvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og verkfærakistu um þróun byggðar í Kópavogi.

Almenn erindi

10.24071795 - Birkigrund 31. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 2. júlí 2024 um breytt fyrirkomulag sólstofu á vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni. Gert er ráð fyrir að sólstofunni verði breytt í herbergi og svalir á eftir hæð stækki með möguleika á svalalokun.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við rammaákvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og verkfærakistu um þróun byggðar í Kópavogi.

Almenn erindi

11.24071796 - Dimmuhvarf 13. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Andréssonar f.h lóðarhafa nr. 13 að Dimmuhvarfi dags. 10. júlí 2024 um breytta notkun húsnæðis á lóðinni. Í gilandi deiliskipulagi er heimilt að byggja hesthús á lóðinni. Spurst er fyrir um heimild til að byggja vinnustofu í stað hesthúss.

Uppdrættir dags. 24.mars 2024 í mkv. 1:100.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2024.

Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Almenn erindi

12.24071801 - Borteigar í sunnanverðu Kapelluhrauni. Deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna tillögu að nýju deiliskipulagi borteiga í sunnanverðu Kapelluhrauni. Gert er ráð fyrir fjórum lóðum með byggingarreit til niðurdælingar CO2 í jarðlög, lagnaleiðum fyrir gas- og vatnslagnir og vegslóða að borteigunum. Einnig eru settir fram skipulagsskilmálar sem heimila niðurdælingu CO2 á fjórum iðnaðarsvæðisreitum í syðri hluta Kapelluhrauns og Selhrauns. Á hverri lóð er heimilt að hafa borteig með öllu því sem til þarf til niðurdælingar CO2 í jarðlög. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin þar sem það steingerist. Á hverjum borteig verða allt að 8 niðurdælingarholur ásamt 2- 4 vatnstökuholum.

Uppdráttur í mkv. 1:3000 ásamt greinargerð dags. 6. júní 2024.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 16:22.