Skipulagsráð

165. fundur 03. júní 2024 kl. 15:30 - 17:54 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2405006F - Bæjarstjórn - 1300. fundur frá 28.05.2024

2404010 - Skipulagsráð - 164. fundur frá 21.05.2024



23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.



22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2405005F - Bæjarráð - 3174. fundur frá 23.05.2024

2404010 - Skipulagsráð - 164. fundur frá 21.05.2024



23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2403015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 173. fundur frá 21.05.2024

2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð.

Drög að loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs. Encho Plamenov, Karen Jónasdóttir starfsmenn umhverfissviðs og Jakob Sindri Þórsson starfsmaður stjórnsýslusviðs gera grein fyrir erindinu.



Meirihluti umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti loftslagsstefnu með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Tveir nefndarfulltrúar sitja hjá.



Meirihluti umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti aðgerðaráætlun loftslagsstefnu með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Tveir nefndarfulltrúar sitja hjá.



Bókun:

Undirrituð telja að drög að aðgerðaáætlun loftslagsstefnu þurfi frekari vinnu við, en skv. þeim er oft óljóst hvaða aðgerða er verið er að grípa til. En í drögunum segir oft að stuðla eigi að einhverju eða auka áherslu á eitthvað en ekki sagt nákvæmlega hvað eigi að gera og hvenær, en þetta á við m.a. um markmið um aukna gróðursetningu og orkuskipti í samgöngum. Einnig benda undirrituð á það að ekki er hægt að samþykkja stefnu í samræmi við 5. gr. c laga um loftlagsmál og skilja eftir aðgerðirnar þar sem stefnan byggir lögum skv. á markmiðum og aðgerðum og því eingöngu hægt að skilja á milli markmiða og aðgerða stefnunar. En það var ekki gert. Stefna sem ekki er unnið eftir nær ekki markmiðum sínum, mannekla getur skýrt skort á eftirfylgni en afsakar ekki, bærinn verður að leggja nægjanlegt fjármagn til að hægt sé að fylgja þeim stefnum sem hann hefur sett sér.



Andrés Pétursson

Björn Þór Rögnvaldsson

Indriði Ingi Stefánsson

Jane Victoria Appleton



Bókun:

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar telur að fyrirliggjandi gögn og svör

fagaðila bæjarins séu nægjanleg til að taka málið áfram.



Bergur Þorri Benjamínsson

Guðjón Ingi Guðmundsson

Svava H. Friðgeirsdóttir



2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynningu á rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á Kársnesi.



23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þeim hugmyndum sem koma fram á deiliskipulagstillögu fyrir göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls.



23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar stöðufærslu málsins.



2405154 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna erinda frá aðilum utan Kópavogs.

Lagt fram og kynnt.



2405155 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna ástands bílastæða í Kópavogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur almennt undir þær áhyggjur nefndarfulltrúa Pírata að ástand einkalóða víða í sveitarfélaginu sé afleitt. Umrætt svæði er hins vegar ekki á ábyrgð sveitarfélagsins auk þess sem umrætt svæði er hluti af þróunarreit sem er í skipulagsferli.

Almenn erindi

4.24042507 - Brú yfir Fossvog. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 19. apríl 2024 ásamt fylgiskjölum um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu og brúargerð vegna brúar yfir Fossvog.

Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. 30. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2402420 - Erindi frá notendaráði í málefnum fatlaðs fólks til skipulagsráðs

Lagt fram erindi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til skipulagsráðs, ódags., um kröfu þess efnis að deiliskipulag fyrir reiti B1-1, B1-3, B2 og B4 í miðbæ Kópavogs verði fellt úr gildi. Á fundi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks þann 12. febrúar 2024 var erindinu vísað til umsagnar.
Lagt fram. Skipulagsráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.24021514 - Miðbær Kópavogs. Heildarsýn.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 9. apríl 2024 var samþykkt að vísa því til skipulagsráðs að hafinn yrði undirbúningur að gerð áætlunar og heildstæðrar stefnu um þróun miðbæjar Kópavogs. Kostir og gallar ólíkra leiða verði skoðaðir. Svæðið afmarkast af Borgarholti til vesturs, Vallartröð til austurs, Digranesvegi og Borgarholtsbraut til suðurs og Hamraborg til norðurs. Markmiðið er að festa heildarsýn og tengingar fyrir miðbæjarsvæði Kópavogs í sessi í samráði við íbúa og aðra hagaðila.
Lagt fram. Skipulagsráð felur skipulagsdeild að halda áfram vinnu við undirbúning áætlunar og heildstæðrar stefnu um þróun miðbæjar Kópavogs. Kostir og gallar ólíkra leiða verði skoðaðir.

Almenn erindi

7.24053646 - Vatnsendahlíð - Þing. Breytt deiliskipulagsmörk.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar að breytingu á mörkum skipulagssvæðis Vatnsendahlíðar- Þing. Í gildi er deiliskipulagið Vatnsendahlíð-Þing samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 13. janúar 2009. Breytingin felst í því að aðlaga mörk skipulagssvæðisins að mörkum aðliggjandi skipulagssvæðis Kjóavalla.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2404532 - Smáratorg 3. Skrautlýsing.

Lögð fram umsókn frá Eik fasteignafélagi hf. dags. 25. mars 2024 um uppsetningu á skrautlýsingu á suður- og austurhlið turnsins við Smáratorg 3.

Skýringar dags. í mars 2024 og minnisblað frá Erni Erlendssyni verkfræðings dags. 4. apríl 2024.
Skipulagsráð samþykkir veitingu tímabundins leyfis til eins árs fyrir skrautlýsingu í samræmi við þau dæmi og skýringarmyndir sem sýnd eru í minnisblaði með umsókninni.

Almenn erindi

9.24033636 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 12. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 12 m til suðurs, lóðarstækkun nemur 840 m² að flatarmáli. Stærð lóðarinnar eykst úr 5.287 m² í 6.157 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 0.67 í 0.58. Fyrirhuguð lóðarstækkun er til að koma fyrir stækkun á bílastæðaplani, gert er ráð fyrir að bílastæðum fjölgi um 16 stæði og að heildarfjöldi bílastæða verði 87.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var afgreiðslu málsins frestað.

Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:2000 dags. 12. apríl 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð leggst gegn því að skilmálum gildandi deiliskipulags sé breytt þar sem gert er ráð fyrir opnu óbyggðu svæði og skógræktarsvæði á umræddum stað. Því svæði er ætlað að aðskilja athafnalóðir í Tóna- og Turnahvarfi frá íbúðarhúsalóðum við Álfkonuhvarf og nýju íbúðarhverfi í Vatnsendahvarfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.24052394 - Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 30. maí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Jórsali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir 48 m² garðhýsi á norðvestur hluta lóðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,45.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 28. maí 2024.
Skiplagsráð samþykkir, með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur, með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-10 við Jórsali.

Almenn erindi

11.24042487 - Hlíðarvegur 44. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 44 við Hlíðarveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 18,1 m² viðbyggingu ofan á svalir annarrar hæðar á norð-vestur hlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,40.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. apríl 2024 og skráningartafla dags. 5. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 37, 39, 40, 41, 42, 43, 46 og 48 við Hlíðarveg og nr. 27, 29, 31 og 33 við Reynihvamm.

Almenn erindi

12.24051469 - Þinghólsbraut 53A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem umsókn Ástríðar Birnu Árnadóttur dags. 16. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 53A við Þinghólsbraut um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja viðbyggingu, hækka þak, breytingar á innra skipulagi, bæta við gluggum á norður og vesturhlið í risi og svölum á vestur og suðurhlið. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024, afgreiðslu var frestað.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skráningartöflu dags. 13. apríl 2024 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 16. febrúar 2024, uppfært 22. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnar Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar, með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 51, 52, 53B, 54, 54A, 55 og 56 við Þinghólsbraut og nr. 54 og 56 við Sunnubraut.

Almenn erindi

13.24042815 - Brekkuhvarf 24. Breytt notkun á húsnæði.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Brekkuhvarf dags. 23. apríl 2024 um breytta notkun húsnæðis á lóðinni. Í samræmi við gildandi deiliskipulag er á lóðinni íbúðarhús og frístandandi hesthús, íbúðarhúsið ásamt bílskúr er 188,1 m² að flatarmáli og hesthúsið 59,5 m² að flatarmáli, samtals 247,6 m². Spurst er fyrir um heimild til að breyta notkun hesthússins í frístundarými.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 8. maí 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við leiðbeiningar um breytingu á húsnæði og lóð.

Almenn erindi

14.2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Kópavogsdalur - útivistarsvæði, samþykkt í bæjarstjórn í maí 1990 með síðari breytingum. Afmörkun deiliskipulagsbreytingar er um 3 ha að stærð og snýr að nýjum æfingavelli vestan Fífunnar. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m² í 10.200 m² m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utan frá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m² við völlinn.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 24. maí 2024, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.24032188 - Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 13. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir á lóðinni tveimur færanlegum skrifstofueiningum á tveimur hæðum alls 115 m² að flatarmáli, suðvestan við núverandi tengibyggingu íþróttahúss. Hámark byggingarmagns verður 10.315 m² eftir breytingu.

Á fundi skipulagsráðs þann 18. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 28. maí, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.23061846 - Umhverfissvið, aðgerðaáætlun, stefnumörkun.

Kynning á framgangi aðgerða í aðgerðaráætlun fyrir umhverfissvið 2024. Þá er lögð fram stöðuskýrsla umhverfissviðs dags. 31 maí 2024 þar sem gert er grein fyrir aðgerðum og mælanlegum markmiðum þeim tengdum ásamt stöðu.

Skýrsla dags. 31. maí 2024.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:54.