Skipulagsráð

160. fundur 04. mars 2024 kl. 15:30 - 17:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2402012F - Bæjarstjórn - 1294. fundur frá 27.02.2024

2401016F - Skipulagsráð - 157. fundur frá 29.01.2024.



2112009 - Byggðakönnun á Kársnesi

Lagt fram.



2402006F - Skipulagsráð - 159. fundur frá 19.02.2024.



23091454 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2402011F - Bæjarráð - 3164. fundur frá 22.02.2024

23091454 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsfulltrúa

3.2402013F - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 14. fundur frá 21.02.2024

2401786 - Vesturvör 32B. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 30, 30A, 30B, 30C, 32, 32A, 34, 36, 40, 40A, 42, 42A og 50 við Vesturvör.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

4.2312016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 171. fundur frá 20.02.2024

2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026.

Guðjón Ingi Guðmundsson er kjörinn varaformaður með fjórum atkvæðum. Indriði Ingi Stefánsson situr hjá.



2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð.

Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum

sem felur í sér skýrari stefnu og aðgerðaráætlun.



2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar.

Samþykkt.



23082944 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Reglur um ljósaskilti.

Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og lögfræðideildar.



23092169 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Breyting á tímatöflu strætó, leið 36.

Vísað til fulltrúa bæjarstjórnar í stjórn Strætó BS.



24011771 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Úttekt á fjölda bílastæða hreyfihamlaða við íþróttamannvirki.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til tillögu um að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjölgað við íþróttahúsið Digranesi.

Vísar til bæjarráðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

5.2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulaginu, Kópavogsdalur - útivistarsvæði, samþykkt í bæjarstjórn í maí 1990 með síðari breytingum. Afmörkun deiliskipulagsbreytingar er um 3 ha að stærð og snýr að nýjum æfingavelli vestan Fífunnar. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.200 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utanfrá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m2 við völlinn.

Uppdráttur í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
Þann 19. júní lagði stjórn Breiðabliks fram ósk um endurskoðun á Aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum (ÍÞ-4)
Bæjarstjórn ákvað í stað þess að samþykkja beiðnina að stofnaður skyldi starfshópur um framtíðarskipan skipulags í Kópavogsdal. Niðurstöður starfshópsins verða kynntar í næstu viku.
Þetta er í annað sinn sem lögð er fram viðamikil skipulagsbreyting í Kópavogsdal á starfstíma hópsins. Ég tel að bútasaumur af þessu tagi séu ekki þau vinnubrögð sem Kópavogsbær á að temja sér í skipulagsmálum.
Hákon Gunnarsson

Almenn erindi

6.23092837 - Fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar vegna B1-1 og B4 innan Aðalskipulags Kópavogs

Lagðar fram að nýju fyrirspurnir Hákonar Gunnarssonar, dags. 26. september 2023 og 19. febrúar 2024 um breytt aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit (B1-1) og Traðarreit vestur (B4) og um húsnæðisáætlun 2024.

Þá er lögð fram greinargerð frá skrifstofustjóra umhverfissviðs dags. 28. febrúar 2024.
Lagt fram.

Bókun:
Undirrituð óskar eftir greinargerð bæjarlögmanns um réttarstöðu Kópavogsbæjar um að fylgja eftir samningum um uppbyggingu á þróunarreitum.
Helga Jónsdóttir

Almenn erindi

7.2312697 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Lögð fram uppfærð umsókn Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 8. desember 2023 um breytingu á aðalskipulagi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er skilgreind landnotkun opið svæði en óskað er eftir að landnotkun verði breytt í íbúðarsvæði. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði sjö lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð með aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti.

Uppdrættir og fylgiskjöl, ódagsett. Á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. mars 2024.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Hákonar Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
Undirrituð óskar eftir minnisblaði um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagssvæðinu m.t.t. jafnræðis milli lóðarhafa á svæðinu.
Theódóra S Þorsteinsdóttir.

Almenn erindi

8.24021940 - Fossahvarf 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarahafa lóðarinnar nr. 7 við Fossahvarf dags. 29. febrúar 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipulagsskilmálum verði breytt en engar breytingar eru gerðar á uppdrætti. Þann 25. júní 2009 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt þeirri breytingu var leyfilegt að byggja sólskála á þaksvalir raðhúsa á lóðum við Fossahvarf 1-11.

Breytingin tekur aðeins til lóða nr. 7, 9 og 11. Heimilt er að byggja viðbyggingu í stað sólskála. Skilmálar haldast óbreyttir að öðru leiti þar sem stærð hverrar viðbyggingar er allt að 28 m² og hámarks byggingarmagn fyrir hverja lóð skal ekki fara yfir 350 m².

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:250 dags. 29. febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytt deiliskipulag verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-16 við Fossahvarf.

Almenn erindi

9.24021321 - Dalaþing 20-22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 1. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 20 og 22 við Dalaþing um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar og byggja tvíbýlishús á sameiginlegri lóð í stað parhúss. Byggingin yrði innan núverandi byggingarreits á lóðunum og er í samræmi við skipulagsskilmála að öðru leiti. Ný staðföng yrðu Dalaþing 20 og Dalaþing 20a. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall er óbreytt.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skráningartöflu dags. 1. mars 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 12, 14, 16, 18 og 24 við Dalaþing.

Almenn erindi

10.2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi.

Í breytingunni felst að á lóð B (Nónsmári 11-17) fjölgar íbúðum úr 45 í 47 en í dag er heimild fyrir 43 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 9-15 í 11-17 vegna fjölgunar stigahúsa á lóð C. Hús 11 (áður 9) verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarsflatarmál húss án kjallara hækkar um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílageymslu hækkar úr 0,92 í 1,01. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².

Í breytingunni felst einnig að á lóð C (Nónsmári 1-9) fækki íbúðum úr 55 í 53 og að stigahúsum yrði fjölgað úr 4 í 5. Hús 1 verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarksflatarmál hússins án kjallara hækki um 1.240 m², úr 5.960 m² í 7.200 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílgeymslu hækki úr 0,94 í 1,10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².

Lögun byggingarreits breytist en stækkar ekki. Lóðarmörk yrðu stækkuð við göngustíg samhliða Smárahvammsvegi og Arnarnesvegi til að uppfylla hljóðkröfur og aðlagast gatnakerfi við Smárahvammsveg.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. febrúar 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdrættum, skuggavarpi og skýringum í mkv. 1:2000 dags. í febrúar 2024, afgreiðslu var frestað.

Þá lagður fram rökstuðningur aukningar á byggingarmagni dags. í febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helgu Jónsdóttur og Theódóru S Þorsteinsdóttur og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.23111057 - Skálaheiði 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skálaheiði dags. 28. febrúar 2024 um 28 m² viðbyggingu ofan á bílskúr. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,43 í 0,46.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við leiðbeiningar um gæði byggðar og breytingar á húsnæði eða lóð.

Almenn erindi

12.2402280 - Birkihvammur 8. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Magnúss Más Þorvarðarsonar arkitekts dags. 28. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Birkihvamm um að hækka þak hússins um 1,2m ásamt því að byggja 27 m² bílskúr á lóðinni. Nýtingarflutfall hækkar úr 0,24 í 0,28.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. febrúar 2024.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við leiðbeiningar um gæði byggðar og breytingar á húsnæði eða lóð.

Almenn erindi

13.23101239 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30B og 30C í einn reit, 30A. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og byggingarmangn eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heimdarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Heiti húsa breytast úr 30A, 30B og 30C í 30 og 30A.

Á fundi skipulagsráðs þann 20. nóvember 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 29. febrúar 2024, athugasemdir bárust.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

14.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.

Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.

Á fundi skipulagsráðs 3. apríl 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 29. febrúar 2024, athugasemdir bárust.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

15.23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 12 m² til að koma fyrir glerskála á einni hæð við suðurhlið byggingar. Byggingarmagn eykst úr 274,5 m² í 300,9 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,4.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar var erindið lagt fram ásamt uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 23. nóvember 2023 og erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 19. febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

16.24021526 - Skotæfingasvæði á Álfsnesi. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 22. febrúar 2024 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 17:30.