Skipulagsráð

159. fundur 19. febrúar 2024 kl. 15:30 - 18:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2401022F - Bæjarráð - 3162. fundur frá 08.02.2024

23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2401019F - Bæjarstjórn - 1293. fundur frá 13.02.2024

2401016F - Skipulagsráð - 157. fundur frá 29.01.2024



23071264 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Helga Jónsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis undir afgreiðslu málsins.



23111586 - Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 8 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigrúnar H. Jónsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.



23092020 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.



2401023F - Skipulagsráð - 158. fundur frá 05.02.2024



23031264Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.24011155 - Húsnæðisáætlun 2024

Að beiðni Hákonar Gunnarssonar eru lögð fram drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024.

Jakob Sindri Þórsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði, gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi.

Í breytingunni felst að á lóð B (Nónsmári 11-17) fjölgar íbúðum úr 45 í 47 en í dag er heimild fyrir 43 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 9-15 í 11-17 vegna fjölgunar stigahúsa á lóð C. Hús 11 (áður 9) verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarsflatarmál húss án kjallara hækkar um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílageymslu hækkar úr 0,92 í 1,01. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².

Í breytingunni felst einnig að á lóð C (Nónsmári 1-9) fækki íbúðum úr 55 í 53 og að stigahúsum yrði fjölgað úr 4 í 5. Hús 1 verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarksflatarmál hússins án kjallara hækki um 1.240 m², úr 5.960 m² í 7.200 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílgeymslu hækki úr 0,94 í 1,10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².

Lögun byggingarreits breytist en stækkar ekki. Lóðarmörk yrðu stækkuð við göngustíg samhliða Smárahvammsvegi og Arnarnesvegi til að uppfylla hljóðkröfur og aðlagast gatnakerfi við Smárahvammsveg.

Hrólfur Karl Cela og Anna Björg Sigurðardóttir, hönnuðir, gera grein fyrir erindinu.

Uppdrættir ásamt skuggavarpi og skýringum í mkv. 1:2000 dags. í febrúar 2024.
Afgreiðslu frestað.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Anna Björg Sigurðardóttir - mæting: 15:45
  • Hrólfur Karl Cela - mæting: 15:45

Almenn erindi

5.23121110 - Þinghólsbraut 53A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 53A við Þinghólsbraut dags. 10. janúar 2024 um að hækka þakið um 1.05m, bæta við gluggum á norður, suður og austurhlið í risi, koma fyrir baðherbergi í risi, byggja 16 m² viðbyggingu norðan megin við húsið og færa til eldhús og stiga. Byggingarmagn eykst um 92². Nýtingarhlutfall fer úr 0,35 í 0,41.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 16. febrúar 2024 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 16. febrúar 2024.

Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram og grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið núverandi húss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eykst úr 187,5 m² í 331,3 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,33.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. nóvember 2023 og uppfærðir 16. febrúar 2024 ásamt fylgiskjölum dags. 4. febrúar 2024.



Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr 52, 54, 56, 58, 60, 64, 64A, 65 - 95 við Álfhólsveg og nr. 13, 16, 17, 17A, 18, 19, 20, 21, 22, 24, 26 við Bjarnhólastíg með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

7.2402198 - Dalsmári 5. Færanlegar tímabundnar skrifstofueiningar. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ellerts Hreinssonar arkiteks dags. 1. febrúar 2024 f.h. knattspyrnudeildar Breiðabliks um að fá að staðsetja tvær 56,7 m² (9,16m x 6,19m), samtals 113,4 m², færanlegar skrifstofueiningar á lóðina til fimm ára. Uppdráttur í mvk. 1:500 og 1:100 dags. 1. febrúar 2024.

Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar 2024 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram og sótt verði um breytingu á deiliskipulagi Kópavogsdals.

Almenn erindi

8.23091454 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu uppfærð umsókn Former arkitekta dags. 11. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m² ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli. Í umsókninni er einnig sótt um heimild fyrir veitingastað í flokki 2 í núverandi húsnæði á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs þann 16. október 2023 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 22. janúar 2024, athugasemdir bárust.

Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2023, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. febrúar 2024 og uppfærður uppdráttur eftir auglýsingu dags. 16. febrúar 2024.
Skipulagsráð samþykki framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Hákonar Gunnarssonar. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti s.l. haust að skipa starfshóp til að móta tillögur að heildarskipulagi fyrir Kópavogsdal. Fyrsti fundur starfshópsins var 18. október 2023 og hefur hópurinn unnið mikið starf síðan og mun skila af sér lokaniðurstöðum á næstu dögum. Það er í alla staði óeðlilegt að skipulagsráð afgreiði tillögu um umsvifamikla breytingu á deiliskipulagi í Kópavogsdalunum áður en niðurstöður starfshópsins liggja fyrir.
Þar að auki er undirritaður mjög ósammála umsögn Umhverfissviðs um réttmætar athugasemdir aðalstjórnar Breiðabliks við auglýsta tillögu.“
Hákon Gunnarsson.

Fundarhlé kl. 18:03, fundi framhaldið kl. 18:12.

Bókun:
„Aðdragandi að stækkun Tennishallarinnar nær til 6. mars 2023 þegar skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurn um viðbyggingu við núverandi hús og breytt lóðarmörk. Það er okkar mat að breytingin sé ekki slík umfangs að bíða þurfi niðurstöðu starfshóps um heildarsýn fyrir Kópavogsdal auk þess að málið kom inn í ráðið áður en starfshópurinn var skipaður.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundi slitið - kl. 18:13.