Lögð fram umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi.
Í breytingunni felst að á lóð B (Nónsmári 11-17) fjölgar íbúðum úr 45 í 47 en í dag er heimild fyrir 43 íbúðum. Húsnúmer breytast úr 9-15 í 11-17 vegna fjölgunar stigahúsa á lóð C. Hús 11 (áður 9) verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarsflatarmál húss án kjallara hækkar um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílageymslu hækkar úr 0,92 í 1,01. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
Í breytingunni felst einnig að á lóð C (Nónsmári 1-9) fækki íbúðum úr 55 í 53 og að stigahúsum yrði fjölgað úr 4 í 5. Hús 1 verði 3 hæðir ásamt kjallara í stað tveggja hæða ásamt kjallara. Hámarksflatarmál hússins án kjallara hækki um 1.240 m², úr 5.960 m² í 7.200 m². Bílastæðakrafa helst óbreytt. Nýtingarhlutfall án kjallara og bílgeymslu hækki úr 0,94 í 1,10. Þá er einnig óskað eftir heimild til að reisa garðstofu á þaksvölum sem nær út fyrir byggingarreit vegna hæðamismunar að hámarki 30 m².
Lögun byggingarreits breytist en stækkar ekki. Lóðarmörk yrðu stækkuð við göngustíg samhliða Smárahvammsvegi og Arnarnesvegi til að uppfylla hljóðkröfur og aðlagast gatnakerfi við Smárahvammsveg.
Hrólfur Karl Cela og Anna Björg Sigurðardóttir, hönnuðir, gera grein fyrir erindinu.
Uppdrættir ásamt skuggavarpi og skýringum í mkv. 1:2000 dags. í febrúar 2024.
Gestir
- Anna Björg Sigurðardóttir - mæting: 15:45
- Hrólfur Karl Cela - mæting: 15:45