Skipulagsráð

158. fundur 05. febrúar 2024 kl. 15:30 - 18:24 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinbjörn Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá
Kristinn Dagur Gissurarson stýrði fundi í fjarveru Hjördísar Ýrar Johnson.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2401020F - Bæjarráð - 3161. fundur frá 01.02.2024

2112009 - Byggðakönnun á Kársnesi.

Lagt fram.



23071264 - Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23111586 - Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23092020 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Heildarsýn

Lögð fram drög að verkefnistillögu um gerð skipulagslýsingar og rammaskipulags fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi dags. 22. desember 2023.

Halldóra Hreggviðsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Drífa Árnadóttir, skipulagsráðgjafar frá Alta, gerðu grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlagða verkefnistillögu um gerð rammaskipulags fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi (ÞR-1).

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:30
  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Drífa Árnadóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

3.24011223 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna.

Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags og Stefán Gunnar Thors frá VSÓ gerðu grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Gestir

  • Sigurður Stefánsson - mæting: 16:00
  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 16:00

Almenn erindi

4.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar.

Lagt fram erindi Birkis Rútssonar, deildarstjóra gatnadeildar, þar sem tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar er vísað til samþykktar skipulagsráðs.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. desember 2023 var lögð fram áframhaldandi umræða um hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar frá síðasta fundi nefndarinnar þann 21. nóvember síðastliðinn.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti áætlunina og vísaði henni áfram til skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykkis.

Lagt fram minnisblað um hámarkshraðaáætlun dags. 26. janúar 2024, samantekt um tillögur að breytingum á hámarkshraða í Kópavogi dags. 15. janúar 2024, Minnisblað VSÓ um hámarkshraða í Kópavogi dags. 8. mars 2023 og kortamynd af hámarkshraðaáætlun, ódags.

Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerði grein fyrir erindinu.
Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 17:50.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar með þremur atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar.
Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2023 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. janúar 2024 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til breytingarinnar. Þá er jafnframt lagt fram svarbréf Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar dags. 23. janúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 31. janúar 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 31. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.23071013 - Geirland 1. Fyrirspurn

Lögð fram að nýju fyrirspurn Kristjáns Bjarnasonar arkitekts ódags. f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Geirland um að rífa núverandi hesthús á lóðinni og byggja skemmu í þeirra stað. Á lóðinni eru ásamt íbúðarhúsi, hesthús byggð árið 1928, stærð er óskráð í fasteignaskrá en skv. uppmælingu húsanna um 520 m². Fyrirhuguð skemma yrði um 518 m².

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ódags. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 15. janúar 2024, afgreiðslu var frestað.

Þá lagt fram minnisblað Guðrúnar Eddu Finnbogadóttur, skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 24. janúar 2024.
Andri Steinn Hilmarsson tók aftur sæti á fundinum kl. 18.08.

Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

7.24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið núverandi húss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eykst úr 187,5 m² í 331,3 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,33.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 12. nóvember 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2402171 - Grænatún 20B. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Einars V. Tryggvasonar dags. 24. október 2022 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20B við Grænatún er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir að byggja 11,1 m² sólstofu. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,36 í 0,37.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. október 2022 ásamt skráningartöflu dags. 25. janúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 16, 18, 22 og 24 við Grænatún.

Almenn erindi

9.2402198 - Dalsmári 5. Stöðuleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ellerts Hreinssonar arkiteks dags. 1. febrúar 2024 f.h. knattspyrnudeildar Breiðabliks um að fá stöðuleyfi fyrir tvær 56,7 m² (9,16m x 6,19m), samtals 113,4 m², færanlegar skrifstofueiningar á lóðina til fimm ára.

Uppdráttur í mvk. 1:500 og 1:100 dags. 1. febrúar 2024.
Afgreiðslu frestað.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.23112029 - Logasalir 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts dags. 29. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Logasali um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 12 m² til að koma fyrir glerskála á einni hæð við suðurhlið byggingar. Byggingarmagn eykst úr 274,5 m² í 300,9 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,4. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 23. nóvember 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. janúar 2024, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

11.23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 31 við Landsenda. Í gildi er deiliskipulagið Kópavogur- Garðabær. Kjóavellir samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 24. júní 2008 og í bæjarráði Garðabæjar 8. júlí 2008. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit um 38m að þvermáli fyrir nýjan 4.000 m³ miðlunargeymi norðan megin við núverandi vatnstank. Fyrirhugaður miðlunargeymir mun vera að sömu stærð og hæð og núverandi vatnstankur. Lóð stækkar til norðvesturs um 2.125 m², fer úr 2.134 m² í 4.258 m², og verður girt af með 2m hárri mannheldri girðingu á lóðarmörkum. Núverandi aðkoma helst óbreytt frá Landsenda en fyrirkomulag bílastæða breytist. Fallið er frá lóð fyrir fjarskiptamastur en gert verður ráð fyrir lóð fyrir fjarskiptamastur í deiliskipulagi Vatnsendahlíðar. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 23. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2024 var erindið lagt fram ásamt innsendum athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. febrúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrættir dags. 2. febrúar 2024 þar sem bætt er við greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 2. febrúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2402147 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulag fyrir borteiga Coda Terminal. Skipulags- og matslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi Hafnarfjarðarkaupstaðs dags. 1. febrúar 2024 þar sem óskað er umsagnar um skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar og deiliskipuilag fyrir borteiga Coda Terminal.

Skipulags- og matslýsing dags. 28. nóvember 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:24.