Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35. Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 6, 8, 10, 14, 16, 18, 20 og 22 við Kópavogsbraut og nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut. Tillagan var grenndarkynnt og frestur til að gera athugasemd var til kl. 12:00 föstudaginn 11. ágúst 2023. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum. Skipulagsráð frestaði erindinu og vísaði til umsagnar skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 20. nóvember sl. var lögð fram breytt tillaga lóðarhafa dags. 13. nóvember 2023 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Í breytingunni fólst að fyrirhuguð nýbygging á lóðinni er minnkuð um 30 m2 á vesturhluta lóðarinnar og fyrirhugað nýtt nýtingarhlutfall lækkað úr 0,35 í 0,33.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. desember 2023. Jafnframt er lögð fram greinargerð lóðarhafa dags. 12. ágúst 2022.
Bókun:
„Þrátt fyrir að breytt byggingaráform séu samþykkt á þessum fundi lýsa undirrituð yfir mikilli vanþóknun á vinnubrögðunum þar sem breytingar á byggingaráformum koma fyrir skipulagsráð eftir að byggingin sem sótt er um breytingar á er risin. Tryggja þarf að þessi vinnubrögð endurtaki sig ekki.“
Hjördís Ýr Johnson
Kristinn Dagur Gissurarson
Andri Steinn Hilmarsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Helga Jónsdóttir
Hákon Gunnarsson
Bókun:
„Undirritaðar telja óásættanlegt að byggingaráform þau sem samþykkt voru í mars 2018 séu vanvirt með öllu. Húsið er þegar risið. Því er of seint að leggja málið fyrir skipulagsráð þegar framkvæmdum er lokið í óleyfi.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir