Skipulagsráð

150. fundur 02. október 2023 kl. 15:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Ívar Atli Sigurjónsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011714 - Tillaga Umhverfissviðs að götuheitum í Vatnsendahvarfi

Í nýju hverfi í Vatnendahvarfi er gert ráð fyrir að nefna 12 nýjar húsagötur. Umhverfissvið leggur til eftirfarandi nöfn á húsagötum sem tengjast staðháttum og sögu hverfisins; Suðurhvarf, Vesturhvarf, Norðurhvarf, Austurhvarf, Neðrahvarf, Efrahvarf, Lágahvarf, Háahvarf, Ytrahvarf, Innrahvarf, Brattahvarf, Stöðvarhvarf. Aðkoma inn í hverfið er í gegnum núverandi Kambaveg og þar sem um er ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið er gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt.

Meðfylgjandi er minnisblað Umhverfissviðs dags. 28. september 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð vísar erindinu til frekari rýnis á umhverfissviði.

Almenn erindi

2.23091535 - Ályktun á aðalfundi Skógræktarfélagsins. Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Lagt fram bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 13. september 2023, með ályktun af aðalfundi félagsins um skógarreiti og græn svæði innan byggðar. Var erindið lagt fram á fundi bæjarráðs þann 21. september 2023. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsráðs.
Lagt fram.

Bókun skipulagsráðs:
„Skipulagsráð tekur undir þá hvatningu sem fram kemur í erindi Skógræktarfélagsins að hafa eigi í huga mikilvægi grænna svæða og varðveislu skógarreita í allri skipulagsvinnu Kópavogsbæjar. Jafnframt er þess óskað að erindinu verði komið á framfæri við umhverfis- og samgöngunefnd.“

Almenn erindi

3.2309772 - Hafnarbraut 18. Byggingaráform

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20 og breyttu deiliskipulagi Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18) eru lögð fram að nýju f.h. lóðarhafa byggingaráform Skala arkitekta erindi dags. 13. september 2023.

Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017. Ásamt því sem kemur fram í breyttu deiliskipulagi samþykkt í bæjarráði 20. júli 2023 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 149 þann 18. september 2023 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram byggingaráform samantekt dags. 18. september 2023, afstöðumynd aðaluppdrátta og byggingarlýsing dags. 6. júlí og minnisblað skipulagsdeildar dags. 29. september 2023.



Helgi Steinar Helgason arkitekt frá Skala arkitektum gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform með 6 atkvæðum enda verði deiliskipulagsskilmálum fylgt sbr. minnisblað skipulagsdeildar dags. 29. september 2023.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Helgi Steinar Helgason - mæting: 15:45

Almenn erindi

4.23091653 - Hafnarbraut 10. Byggingaráform

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114 og breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 10 við Hafnarbraut eru lögð fram að nýju f.h. lóðarhafa byggingaráform Skala arkitekta erindi dags. 13. september 2023. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. nóvember 2017. Ásamt því sem kemur fram í breyttu deiliskipulagi samþykkt í sveitarstjórn 28. mars 2023 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 149 þann 18. september 2023 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram byggingaráform samantekt dags. 2. október 2023, afstöðumynd aðaluppdrátta og byggingarlýsing dags. 16. júní 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 29. september 2023.



Helgi Steinar Helgason arkitekt frá Skala arkitektum gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform með 6 atkvæðum enda verði deiliskipulagsskilmálum fylgt sbr. minnisblað skipulagsdeildar dags. 29. september 2023.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Helgi Steinar Helgason - mæting: 15:45

Almenn erindi

5.23092020 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Tvö bílastæði eru á lóðinni, sem helst óbreytt. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,425. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt minnisblað skipulagsdeildar 27. september 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 9, 10, 12, 13 og 14 við Melgerði og nr. 10, 12 og 14 við Vallargerði.

Almenn erindi

6.23031264 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú að lokinni kynningu. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B. Meðfylgjandi uppdráttur mkv. 1:1000 dags. 11. maí 2023.

Á fundi skipulagsráð 17. júlí 2023 var erindið samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði auglýst. Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.23062059 - Vesturvör 38A og 38B. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38-50, fyrir lóðirnar nr. 38A og 38B við Vesturvör að lokinni kynningu. Í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir brú yfir Fossvog sem yrði auglýst samhliða umræddri breytingu er lagt til að skipulagsmörk færist að lóðarmörkum Vesturvarar 38A til austurs og norðurs. Á lóðamörkum á austurhluta svæðisins er skilgreint varúðarsvæði fyrir háspennustreng í jörðu. Aðkoma að svæðinu og innan þess breytist vegna fyrirhugaðrar Borgarlínu og brú yfir Fossvog. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38A minnki um 300 m2 og verði 8.600 m2. Byggingarreitur Vesturvarar 38A breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð Vesturvarar 38B minnki um 400 m2 og verði 10.900 m2. Byggingarreitur Vesturvarar 38B breytast lítillega en byggingarmagn helst óbreytt. Gerð er krafa um að koma fyrir a.m.k. 60 hjólastæðum á lóð. Heimilt verður að byggja minna byggingarmagn á umræddum lóðum eða allt að 75% að hámarks byggingarmagni. Fjöldi bílastæða helst óbreytt þ.e. 1 bílastæði á hverja 50 m² eða 240 á hvorri lóð, alls 480 stæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og greinargerð fyrir Vesturvör 38 til 50 birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. ágúst 2017. Uppdráttur mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 15. júlí 2023.

Á fundi skipulagsráð 17. júlí 2023 var erindið samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði auglýst. Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.23061532 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 28. júní 2023 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7. við Smiðjuveg. Óskað er eftir að fá að nýta neðri hæð viðbyggingar á norðurhlið hússins og koma fyrir tveimur hurðum. Samhliða eru lagt til að leiðrétt verði fermetra fjöldi núverandi húsnæðis og öll A og B rými verða talin með í heildarbyggingarmagni. Í breytingunni felst að heildar byggingarmagn eykst úr 3.044 m² í 3.554 m² sem er aukning um 510 m². Nýtingarhlutfall eykst því úr 0,44 í 0,50. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 17. apríl 2023. Á fundi skipulagsráð 3. júlí var erindið samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 3, 3A, 4, 5, 6, 9, 9A, 11 og 30 við Smiðjuveg. Kynningartíma lauk 8. september 2023, umsögn barst. Þá lögð fram umsögn sem barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.22114320 - Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Páls Hjaltasonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9. nóvember 2022, um breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 28 við Huldubraut. Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að setja nýjar tröppur á norðurhlið hússins til að tryggja aðra flóttaleið úr kjallaranum. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 463,6 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,67 m². Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóv. 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar 28. nóvember 2022.

Á fundi skipulagsráð 5. desember 2022 var erindið samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði auglýst. Kynningaruppdráttur dags. 25. nóvember 2022. Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.23092310 - Sundabraut. Aðalskipulagsbreyting og umhverfismat. Verklýsing til kynningar.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 20. september 2023 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Með verklýsingunni eru boðaðar breytingar sem varða legu og útfærslu áformaðrar Sundabrautar.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

11.2309027 - Hjallabrekka 32. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa lóðarinnar nr. 32 við Hjallabrekku dags. 20. september 2023 þar sem óskað er eftir að færa annað núverandi bílastæði og taka niður kanstein fyrir framan nýbyggðan bílskúr. Samkvæmt mæliblaði dags. 1. nóvember 2017 er heimild fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni fyrir utan norð-vestur horn íbúðarhúss. Samkvæmt afstöðumynd á samþykktum aðaluppdráttum er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir utan bílskúr.
Skipulagsráð samþykkir erindið, enda mun lóðarhafi bera allan kostnað af framkvæmdinni.

Almenn erindi

12.23092837 - Fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar vegna B1-1 og B4 innan Aðalskipulags Kópavogs

Lögð fram fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar dags. 26. september 2023 vegna B1-1 og B4 innan Aðalskipulags Kópavogs.
Lagt fram. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

13.23061846 - Umhverfissvið stefnumótun; aðgerðaráætlun skipulagsdeildar

Í samræmi við III. kafla erindisbréfs eru lögð fram drög að aðgerðaáætlun til kynningar og samráðs.

Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Fundarhlé kl. 17.30, fundi framhaldið kl. 17:43.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.