Skipulagsráð

147. fundur 21. ágúst 2023 kl. 15:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2307001F - Bæjarráð - 3136. fundur frá 20.07.2023

2201624 - Arnarland í Garðabæ.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frekari vinnslu.



23032121 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar tillögunni.



2302560 - Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar tillögunni.



23032126 - Lyngbrekka 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.



22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með þremur atkvæðum gegn atkvæði Þórarins H. Ævarssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

2.2306011F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 166. fundur frá 10.08.2023

23061091 - Umhverfisviðurkenningar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd lagði mat á tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2023 og vísar niðurstöðum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Almenn erindi

3.23051353 - Byggingarréttur yfir Gjána í Kópavogi. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Jóhanns G. Hlöðverssonar dags. 12. maí 2023 þar sem sótt er um rétt til framhaldsþróunar bygginga til norðurs yfir Gjána í Kópavogi. Nánar til tekið byggingu þriggja hæða húss, um 2.865 m2 að flatarmáli norðan við Hamraborg 8.

Erindinu fylgir tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts sett fram á uppdráttum dags. 15. maí 2019 ásamt skýringarmyndum.

Benjamín Magnússon arkitekt og Jóhann G. Hlöðversson gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð telur ótímabært að taka ákvörðun um framlagða tillögu án frekari skoðunar á skipulagi miðbæjarins í heild. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Jóhann G. Hlöðversson - mæting: 15:30
  • Benjamín Magnússon - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2307584 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 15. júní 2023 ásamt fylgiskjölum um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í breytingunni felst breytt landnotkun á lóðinni úr opnu svæði í íbúðarbyggð. Lóðin er 7.088 m² að flatarmáli. Umsókninni fylgja drög að tillögu að deiliskipulagi þar sem lóðinni er skipt upp í sjö minni lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með sameiginlegri aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti. Á fundi skipulagsráðs þann 17. júlí 2023 var erindið lagt fram ásamt samantekt skipulagsdeildar dags. 14. júlí 2023, afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. ágúst 2023.
Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Fyrirhuguð breyting á landnotkun fellur ekki að markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið.

Fundarhlé hófst kl. 16:57, fundi framhaldið kl. 16:59.

Breytingartillaga Kristins Dags Gissurarsonar:
Skipulagsráð lítur jákvætt á umsókn um byggð á Vatnsendabletti 1B. Vinna þarf málið frekar af hálfu landeiganda svo hægt sé að taka málið til endanlegrar afgreiðslu.

Skipulagsráð hafnar breytingartillögunni með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu breytingartillögunnar.

Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna.

Almenn erindi

5.2308560 - Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 27. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf um breytingu á deiliskipulagi.

Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Vatnsenda, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf samþ. 29. október 1992.

Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús, bílskúr og staðstæð geymsla, alls 197.9 m² að flatarmáli verði rifið og að lóðinni sem er 4.217 m² að flatarmáli, verði skipt upp í þrjár minni lóðir, Brekkuhvarf 5A, 5B og 7. Gert ráð fyrir að byggð verði parhús á tveimur hæðum, 350 m² að heildarflatarmáli á hverri lóð og að tvö bílastæði fylgi hverri íbúð. Íbúðum fjölgar úr einni í sex við breytinguna og bílastæðum úr þremur í tólf. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0.047 í 0.25.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:000 dags. 27. júlí 2023 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2307806 - Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Ellert Hreinssonar arkitekt dags. 15. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 52-58 við Naustavör um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggja svalaskýli að hluta á þaksvölum íbúða 0405 og 0406 á 4. hæð í Naustavör 54 og 56. Stærð svalaskýlis íbúðar 0405 verði 2,62 m x 8,77 m, samtals 23 m² og stærð svalaskýlis íbúðar 0406 verði 2,93 m x 8,77 m, samtals 25,7 m². Samþykki meðeigenda liggur fyrir.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 15. júlí 2023
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.23051341 - Hjólabrettaskál framkvæmd.

Á fundi bæjarráðs 6. júlí 2023 var samþykkt að vísa til skipulagsráðs til afgreiðslu tillögu að staðsetningu hjólabrettaskálar við Smárahvammsvöll.

Uppdráttur í mkv. 1:400 dags. 24. nóvember 2022.

Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerir grein fyrir málinu.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Ármann Halldórsson - mæting: 17:10

Almenn erindi

8.23041422 - Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðmunds Jónssonar byggingarfræðings dags. 15. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 56 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir byggingu bílageymslu á vesturhluta lóðarinnar alls 63,5 m2 að flatarmáli.

Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 15. júlí 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 5. júní 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og skráningartafla og afstöðumynd í mkv. 1:500 dags. 15. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 53A, 53B, 54, 54A, 55, 57 og 58 við Þinghólsbraut og nr. 91, 93 og 95 við Kópavogsbraut.

Almenn erindi

9.23071265 - Auðbrekka 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 27. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Auðbrekku er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 2. og 3. hæð núverandi atvinnuhúsnæði sá lóðinni verði innréttuð sem gistiheimili. Aðkoma að gistiheimilinu verður frá Hamrabrekku. Núverandi innaksturshurð verður skipt út fyrir glugga og inngangshurð og lokað verður fyrir núverandi glugga og hurð til hliðar við innanginn. Samtals eru 26 gistiherbergi á tveimur hæðum með að hámarki 40 rúmum. Sameiginleg baðherbergi með salernum og sturtum eru á hvorri hæð.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.2307518 - Urðarhvarf 14. Fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings dags. 14. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns úr 4.788,3 m² í 5.088,3 m² eða um 300 m² með því að hækka austurhluta núverandi byggingar á lóðinni um eina inndregna hæð innan gildandi byggingarreits. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,86 í 0,91 við breytinguna. Bílastæðafjöldi helst óbreyttur alls 148 stæði, þar af 46 neðanjarðar.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 7. júní 2017.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

11.23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35. Á fundi skipulagsráðs 5. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina og kynningartíma lauk 11. ágúst 2023.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

12.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi á lóðinnar nr. 10 við Fornahvarf.

Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 3. ágúst 2023.

Þá lagðar fram umsagnir sem bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

13.2306302 - Hagasmári 1. Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 6. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um breytingu á núverandi flettiskilti sunnan við Smáralind, á lóð Hagasmára 1, í led-skilti vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir ofangreindri breytingu.

Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júlí 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsdeildar.
Skipulagsráð beinir því til bæjarráðs að vinna að samþykkt um auglýsingaskilti í Kópavogi verði kláruð.

Almenn erindi

14.23051446 - Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 19. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð. Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 19. apríl og 26. apríl 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 19. júní 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023 og uppfært 16. júní 2023 og þá var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 27. júlí 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2304871 - Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda-Norðursvæði sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. júlí 2002. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Vatnsenda norðursvæðis vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst breyting á mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-norðursvæðis í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahæð/Vatnsendahvarf. Mörk deiliskipulagsins Vatnsenda-norðursvæðis munu flytjast að gönguleiðinni sem aðskilur skipulagssvæðið við nýja deiliskipulagið á Vatnsendahæð.

Uppdrættir í mælikvarða 1:3000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda-norðursvæðis með síðari breytingum.

Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2304873 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis sem samþykkt var í bæjarstjórn 213.05.2008. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags athafnasvæðisins vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-athafnasvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Vatnsenda-athafnasvæðis færast upp að gönguleið meðfram Turnahvarfi og norðan við gönguleið við Kambaveg. Gatnamót Turnahvarfs og Kambavegar verða innan nýs deiliskipulagssvæðis í Vatnsendahvarfi/Vatnendahæð. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis með síðari breytingum.

Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2304870 - Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. júlí 2003. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Hörðuvalla vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Hörðuvalla breytist austan við Klappakór og Perlukór þar sem mörkin færast nær Andarhvarfi, og við gatnamót Kambavegs og Kleifakórs, en þau gatnamót verða innan nýs deiliskipulagssvæðis. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.

Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.23081156 - Norður Mjódd. Stekkjarbakki 4-6 og Álfabakki 7. Skipulagslýsing.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 27. júlí 2023 um skipulagslýsingu fyrir breytingu á deiliskipulagi Norður Mjóddar, vegna Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7 og nærsvæði.

Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 18. ágúst 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsdeildar.

Almenn erindi

19.23071007 - Aðalskipulag Ölfuss 2020-2036. Tillaga að breytingu og nýju deiliskipulagi. Skipulags- og matslýsing.

Lögð fram umsagnarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss dags. 17. júlí 2023 um skipulags- og matslýsingu vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Ölfusi og tillögu að nýju deiliskipulagi.

Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. ágúst 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsdeildar.

Fundi slitið.