Skipulagsráð

144. fundur 19. júní 2023 kl. 15:30 - 18:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá
Hákon Gunnarsson var fjarverandi.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2305013F - Bæjarstjórn - 1280. fundur frá 13.06.2023

2304008F - Skipulagsráð - 142. fundur frá 15.05.2023



2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23042111 - Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2305161 - Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.



2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23012510 - Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Kolbeinn Reginsson situr hjá.



2303172 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiðir atkvæði á móti.



2212629 - Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23031159 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2301081 - Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2301146 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2208037 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.





2304017F - Skipulagsráð - 143. fundur frá 05.06.2023



23052090 - Fossvogsbrún 8. Umsókn um lóðarstækkun.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2305022F - Bæjarráð - 3132. fundur frá 08.06.2023

23052090 - Fossvogsbrún 8. Umsókn um lóðarstækkun.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2306997 - Menningarmiðja Kópavogs

Menningarmiðjan er hugmyndasöfnun um nýja, skapandi ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs. Kallað er eftir hugmyndum íbúa um afþreyingu og aðstöðu á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu, útisvæði við menningarhúsin og á Hálsatorgi. Verkefnið snýst um að skapa heilsteypta menningarmiðju í Kópavogi.

Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, gerði grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Soffía Karlsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulagsdeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi til norðvesturs, íbúðarbyggð í Kórum til suðvesturs, fyrirhuguðu samfélagsþjónustusvæði (s-67) til suðurs, íbúðarbyggð í Hvörfum til austurs og athafnasvæði í Hvörfum til norðurs. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Tillögunni fylgir m.a. umhverfisskýrsla sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.

Á fundi skipulagsráðs þan 20. febrúar var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Þá eru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

5.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillögu Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi.

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000, skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20.02.2023 ásamt umhverfisskýrslu sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vatnsendahvarfs.

Á fundi skipulagsráðs þan 20. febrúar var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Þá eru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma ásamt lýðheilsumati dags. 10.mars 2023.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

6.23051066 - Dalbrekka 4-6. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju breytt fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar arkitekts dags. 16 september 2017 og uppfærð júní 2023 f.h. lóðarhafa Dalbrekku 4-6 um að skrifstofurými á 2.-5. hæð verði breytt í gististað sem fellur undir flokk II b: stærra gistiheimili samkvæmt 2. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 og flokk 4 í notkunarflokki mannvirkja. Heildarfjöldi gistirýma yrði 43. 36 bílastæði í kjallara tilheyra lóð. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2023 var erindið lagt fram ásamt minnisblaði dags. 9. maí 2023, afgreiðslu málsins var frestað. Erindið var lagt fyrir skipulagsráð þann 5. júní 2023 ásamt uppdráttum dags. 16. september 2017 og uppfærðir 1. júní 2023 og minnisblaði skipulagsdeildar dags. 9. maí 2023 og uppfært 1. júní. Erindinu var þá frestað.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023.
Fundarhlé hófst kl. 16:23, fundi framhaldið kl. 16:46.

Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.
Þessi reitur er hluti af heildarskipulagi fyrir stærra svæði. Þótt á stærra svæðinu sé heimilað að hafa gistiheimili er skýrt í umfjöllun um þennan hluta að þar er gert ráð fyrir samnýtingu bílastæða sem byggist á því að þar sé atvinnustarfsemi á daginn og íbúar noti bílastæðin á öðrum tímum.

Almenn erindi

7.2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51.

Á fundi skipulagsráðs þann 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynningartíma lauk miðvikudaginn 14. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 1. desember 2022
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.23052116 - Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn TAG teiknistofu ehf. um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Fífuhvamm er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 68 m² bílskúr við lóðarmörk að Fífuhvammi 43. Skv. gildandi mæliblaði er bílastæði á lóðinni Reynishvamms megin. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.

Erindið hefur áður verið lagt fyrir skipulagsráð í formi fyrirspurnar og þá vann skipulagsdeild minnisblað dags. 11. nóvember 2022 sem er meðfylgjandi.

Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. febrúar 2023.
Bókun:
„Í minnisblaði skipulagsdeildar segir að ekki séu fordæmi fyrir að leyfa tvær innkeyrslur á lóðir á þessu svæði. Ennfremur sé fjölgun bílastæða á lóðinni ekki í samræmi við bílastæðaviðmið aðalskipulagsins.
Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er hámarksfjöldi bílastæða 2 fyrir sérbýli.
Yfirlýst markmið þessara viðmiða er að stuðla að sjálfbærri þróun og breyttum ferðavenjum, meðal annars með vísan til markmiða svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um breyttar ferðavenjur árið 2040. Fjölgun bílastæða úr tveimur í fjögur (auk tvöfaldrar bílgeymslu) er því langt umfram þau viðmið sem eru sett fram í aðalskipulagi, vinnur gegn markmiðum um breyttar ferðavenjur og setur slæmt fordæmi.“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir

Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur og með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 41 og 43 við Fífuhvamm, nr. 34 og 36 við Víðihvamm og nr. 38 og 40 við Reynihvamm.

Almenn erindi

9.23052122 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Hebu Hertervig um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að stækka kvisti að norðanverðu, útbúa séríbúð í kjallara og flytja inntak í bískúr.

Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 8. desember 2022.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um byggingarleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.23051446 - Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð. Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 19. apríl og 26. apríl 2023. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsráðs þann 6. júní 2023, afgreiðslu var frestað.

Þá lagt fram uppfært minnisblað skipulagsdeildar dags. 1.júní 2023 og uppfært 16. júní 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 67, 69 og 71 við Borgarholtsbraut.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. í febrúar 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt er um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar. Umsókninni fylgir áhættumat vatnsverndar Hringvegur, Fossvellir - Gunnarshólmi, dags. í desember 2022 ásamt matsskýrslu Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði dags. í júní 2009. Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2 júní 2023 með veitingu framkvæmdaleyfisins sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 5. júní 2023 var afgreiðslu á framlagðri umsókn frestað.
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til greinargerðar Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.2305488 - Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Jörfalind. Breytingin felur í sér að taka niður kantstein á bæjarlandi og þar með breikka innkeyrslu til að fjölga bílastæðum á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags dags 27. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags 8. maí 2023. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023.
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2109382 - Strætóvegur í Stjörnugróf. Fyrirspurn Strætó bs

Lögð fram og kynnt fyrirspurn Strætó bs, dags 17. apríl 2023. Breytingin felur í sér að koma á fót vegtengingu einungis ætluðum Strætó, sem myndi tengja á milli Fossvogsbrúnar og Stjörnugrófar í tengslum við breytingar á heildarleiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023.
Skipulagsráð leggst ekki gegn framlagðri fyrirspurn en leggur ríka áherslu á að umferðaröryggi verði tryggt við göngu- og hjólastíg í Fossvogsdal og við íbúðakjarnann við Fossvogsbrún 2A. Jafnframt skal huga sérstaklega að fyrirkomulagi bílastæða í Fossvogsbrún.

Almenn erindi

14.23051621 - Hlíðarvegur 51. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóhanns G. Gunnarssonar og Erlends A. Gunnarssona dags. 1. maí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 51 við Hlíðarveg. Um er að ræða tvær tillögur sem gera ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og byggt fjölbýlishús í þess stað. Fyrirspurnin var lögð fyrir skipulagsráð 5. júní 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 31. maí 2023 en þá vantaði upplýsingar í minnisblaðið.

Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 1. maí 2023.

Þá er lagt fram minnisblaði skipulagsdeildar dags 31.maí 2023 með viðauka dags. 6. júní 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. maí 2023 með viðauka dags. 6. júní 2023.

Almenn erindi

15.1908534 - Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðanna nr. 61, 63 og 65 við Hlíðarveg vegna bílastæða. Íbúar og eigendur húsanna að Hlíðarvegi 61, 63 og 65 fara þess á leit í erindi til bæjarráðs 1. ágúst 2019 með ítrekun 14. apríl 2023 að gerð verði bílastæði fyrir framan umrædd hús sem samsvara bílastæðum utar við Hlíðarveginn. Á fundi bæjarráðs 22. ágúst 2019 var erindinu vísað til umsagnar umhverfissviðs. Ítrekuð beiðni barst 19. apríl 2023 til bæjarráðs.

Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023
Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.23031365 - Fornahvarf 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu, erindi frá byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Haraldar Ingvarssonar arkitekt um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðnar breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna ásamt því að leita umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Kynningartíma lauk 9. júní 2023, athugasemdir bárust.

Við undirbúning á umsögn skipulagsdeildar kom í ljós að á svæðinu er deiliskipulag í gildi, til að gæta að réttri málsmeðferð þarf að leggja fram breytt erindi fyrir skipulagsráð og óska eftir að fá að grenndarkynna breytt deiliskipulag samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir sömu hagsmunaaðilum og við kynning á byggingarleyfisumsókn.

Meðfylgjandi eru uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023, skýringarmyndir dags. 31. mars 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. apríl 2023, umsagnir umhverfisstofnunar dags. 6. júní 2023 og Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 9. júní 2023 og ábending Veitna dags. 22. maí 2023.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breyttu deiliskipulagi á lóðinni að Fornahvarfi 10.

Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Meðfylgjandi eru skriflegt erindi hönnuðar dags. 16. júní 2023, uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 16. júní 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1 og 3 við Fornahvarf og nr. 2 við Dimmuhvarf. Jafnframt skuli leita umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Almenn erindi

18.2206018 - Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. dags. 31. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Lundar. Í gildandi deiliskipulagi Lundar eru sýnd leiksvæði, körfuboltavellir og sparkvellir á opnum svæðum. Þrjú lítil leiksvæði hafa verið gerð en enginn boltavöllur. Í tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að gert verði stórt leik- og útivistarsvæði norðan Lundar 88-90 og vestan Lundar 60, 66 og 72. Á stóra leiksvæðinu verður komið fyrir púttvelli um 540 m2 að stærð, æfingarsvæði til líkamsræktar á gervigrasi, gróðurbeðum, niðurgröfnu trambólíni og leiktækjum fyrir börn. Fallið er frá að koma fyrir boltavelli sem ráðgert var að koma fyrir á svæðinu. Einnig er hætt við að koma fyrir körfuboltavelli sem fyrirhugaður var austanvert við Lund 86 þar sem svæðið er talið vera of lítið og óhentugt vegna landhalla. Einnig er hætt við að koma fyrir körfuboltavöllum við Lund 5 og 11. Umrædd breyting á deiliskipulagi Lundar nær aðeins til grænna svæða, leiksvæða og göngustíga á öllu skipulagssvæðinu. Á deiliskipulagsuppdrátt hafa verið innfærðar þær deiliskipulagsbreytingar sem átt hafa sér stað frá 12. febrúar 2008. Að öðru leyti er vísað í deiliskipulag Lundar samþykkt í bæjarstjórn 14. desember 2004 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 17. mars 2005. Tillagan dags. 31. maí 2022 með áorðnum breytingum dags. 25. nóvember 2022 var á fundi skipulagsráðs þann 5. desember 2022 samþykkt í grenndarkynningu til lóðarhafa í Lundi með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samráðsfundur (vinnustofa) var haldinn með nemendaráðum Snælandsskóla 25. apríl 2023. Kynningartíma lauk 12. júní 2023, athugasemdir bárust.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

19.23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17A við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni, hugsað sem vinnurými. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25. Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022. Á fundi skiplagsráðs þann 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 2. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2023 og uppfærð 14. júní 2023.
Lagt fram.

Almenn erindi

20.23061086 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040. Kynning á tillögu á vinnslustigi. Endurskoðun aðalskipulags.

Lagt fram erindi Kristins Pálssonar, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 12. júní 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

Uppdrættir dags. 14. apríl 2023 ásamt tillögu að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar ódags. og frumdrög greinargerðar dags. í apríl 2023.
Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

21.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13.

Lögð fram að nýju uppfærð tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m².

Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. desember 2022 var tillagan lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir. Skiplagsráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 10. janúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Í kjölfarið var samþykkt breyting á deiliskipulagi send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfi skipulagsstofnunar dags. 10. mars 2023 eru gerðar athugasemdir við gögn deiliskipulagsins.

Þá er lagt fram ofangreint bréf Skipulagsstofnunar ásamt svarbréfi Kópavogsbæjar dags. 31. maí 2023, minnisblaði skipulagsdeildar dags. 25. maí 2023 og minnisblaði lögfræðideildar dags. 8. maí 2023 þar sem brugðist er við ábendingum stofnunarinnar. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 24. maí 2023 og umsögn Samtaka sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu dags. 24. apríl 2023. Þá lagt fram nýtt minnisblað um hljóðvist dags. 22. maí 2023.

Þá lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð dags 25. maí 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir dags. 15. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023, húsakönnun dags. 1. desember 2022 uppfærð 15. desember 2022 og 21. apríl 2023 og minnisblað um umhverfisáhrif dags. 27. apríl 2022, uppfært 21. nóvember 2022, 1. desember 2022 og 19. maí 2023.

Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022 og minnisblað um áhættumat vegna lofslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022. Jafnframt er lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 14. júní 2023 þar sem fram kemur að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar ofangreind uppfærð deiliskipulagsögn hafa verið tekin til umræðu í sveitarstjórn.
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins, Kolbeinn Reginsson tók sæti á fundinum í hennar stað.

Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023 með fjórum atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:50.