Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu, erindi frá byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Haraldar Ingvarssonar arkitekt um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðnar breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna ásamt því að leita umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Kynningartíma lauk 9. júní 2023, athugasemdir bárust.
Við undirbúning á umsögn skipulagsdeildar kom í ljós að á svæðinu er deiliskipulag í gildi, til að gæta að réttri málsmeðferð þarf að leggja fram breytt erindi fyrir skipulagsráð og óska eftir að fá að grenndarkynna breytt deiliskipulag samkv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir sömu hagsmunaaðilum og við kynning á byggingarleyfisumsókn.
Meðfylgjandi eru uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023, skýringarmyndir dags. 31. mars 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. apríl 2023, umsagnir umhverfisstofnunar dags. 6. júní 2023 og Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 9. júní 2023 og ábending Veitna dags. 22. maí 2023.