Skipulagsráð

138. fundur 06. mars 2023 kl. 15:30 - 17:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

1.2302014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 161. fundur frá 21.02.2023

Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá fundi 21. febrúar 2023.

Almenn erindi

2.2303153 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Rebekku Pétursdóttur arkitekts dags. 2. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytt lóðarmörk og aukið byggingarmagn á lóðinni. Í breytingunni felst n.t.t. viðbygging við núverandi hús á lóðinni fyrir sex padelvelli, ganga og geymslu alls um 1500 m2 að flatarmáli og stækkun lóðarinnar til austurs. Fyrirhuguð viðbygging er staðsett á suðurhluta lóðarinnar þar sem í dag eru bílastæði og nær 7m út fyrir núverandi lóðarmörk til austurs. Möguleikar eru á að nýta þak byggingarinnar fyrir leikskvæði opið almenningi.
Fyrirspurninni fylgja uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 25. janúar 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram og að skoðaðir verði möguleikar á samnýtingu bílastæða í Kópavogsdal.

Gestir

  • Rebekka Pétursdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

3.22115327 - Útilistaverk í Kópavogi.

Lagt fram að nýju erindi Bjarka Bragasonar myndlistarmanns, dags 24. nóvember 2022, um útilistaverk í Kópavogi ásamt tillögum umhverfissviðs að staðsetningu verksins á Kársnestá við Skýjalónið, á opnu svæði við Hafnarbraut 12, á Kópavogstúni, á opnu svæði við Hlíðardalsveg og við Guðmundarlund.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 21. febrúar 2023 var tekið jákvætt í erindið og lagt til að útilistaverkinu yrði komið fyrir á opnu svæði vestast á Kársnesi. Erindinu var jafnframt vísað til skipulagsráðs til afgreiðslu.
Skipulagsráð telur að skoða eigi aðrar staðsetningar á Kársnesi en á opna svæðinu vestast, Kársnestá. Mikilvægt er að það svæði verði skipulagt og hannað sem heild.
Skipulagsráð felur umhverfissviði að skoða nánar möguleika á staðsetningu verksins á Kópavogstúni eða á opnu svæði norðan Hafnarbrautar og Vesturvarar. Skipulagsráð óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um umfang verksins, hæð og rúmmál.

Almenn erindi

4.2303173 - Skemmuvegur 46. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 2. mars 2023 þar sem umsókn Kristins Más Þorsteinssonar um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 46 við Skemmuveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst stækkun hússins til suðurs um 5,75m, eða samtals um 252 m2 að flatarmáli. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,8 í 1,0 við breytinguna.
Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200, 1:500 og 1:200 dags. í febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 6, 8, 10A, 10B, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 34A, 36, 38, 40, 42 og 44 við Skemmuveg (bleik gata) og send Vegagerðinni til umsagnar.

Almenn erindi

5.2302623 - Kársnesbraut 96A. Fyrirspurn.

Lögð fram breytt fyrirspurn Kjartans Rafnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96A við Kársnesbraut dags. 2. mars 2023 um breytta nýtingu núverandi húss á lóðinni.
Á lóðinni er iðnaðarhúsnæði á einni hæð ásamt kjallara alls 1086,9 m2 að flatarmáli. Lóðin er á íbúðarsvæði (ÍB-1) sk. Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og innan þróunarsvæðisins á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst að í byggingunni verði innréttaðar 10 2-3 herbergja íbúðir á fyrstu hæð og í kjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum á vesturhluta lóðarinnar við Norðurvör og innnan lóðar í kjallara. Á suðurhluta lóðarinnar við Kársnesbraut er gert ráð fyrir sameiginlegum garði, leikskvæði og sorpgerði.
Uppdrættir ásamt skýringarmynd og greinargerð dags. 2. mars 2023.
Skipulagsráð vísar fyrirspurninni til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

6.2201817 - Hafnarbraut 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Hafnarbraut dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna.
Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemdir bárust.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.22115502 - Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Ellerts Más Jónssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
Á lóðinni er raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1966, alls 214,3 m² að flatarmáli. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið skýli yfir hluta svala á eftir hæð, 24,8 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eykst úr 214,3 m² í 239,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,4. Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 20. október 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 8. desember 2022.
Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar um höfundarrétt dags. 13. janúar 2023. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 24. febrúar 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar í ljósi þeirra fordæma sem eru á svæðinu og að engar athugasemdir hafi borist úr grenndarkynningu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett.
Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02. Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m². Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, umsögn barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.2212442 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóðarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð. Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12. Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymslu.
Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

12.2212082 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, ein umsögn barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Fundi slitið - kl. 17:17.