Skipulagsráð

136. fundur 06. febrúar 2023 kl. 15:30 - 17:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2301005F - Bæjarstjórn - 1271. fundur frá 24.01.2023

22114382 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040.
Breyting á vaxtarmörkum við Rjúpnahlíð.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu.
2208095 - Boðaþing 5-13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2212629 - Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2211265 - Baugakór 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22115501 - Grenigrund 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2301008F - Bæjarráð - 3115. fundur frá 19.01.2023

2208095 - Boðaþing 5-13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2212629 - Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2211265 - Baugakór 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22115501 - Grenigrund 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2301001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 160. fundur frá 17.01.2023

Almenn erindi

4.2112009 - Húsa- og byggðakönnun á Kársnesi

Árið 2022 fékk Umhverfissvið úthlutað styrk frá Minjastofnun Íslands til að vinna húsa- og byggðakönnun fyrir Kársnes. Tilgangur verkefnisins er að veita yfirsýn yfir elstu byggð Kópavogs og varðveislugildi hennar. Í verkefninu verður m.a stuðst við sögulegar heimildir, fyrirliggjandi gögn og greiningar úr hverfisáætlunum. Með byggðakönnuninni verður leitast til að leggja mat á varðveislugildi samstæðra heilda, húsa, götumynda og byggðamynsturs. Ráðgjafar hjá Úrbanistan hafa unnið við gerð byggðakönnunar. Anna María Bogadóttir og Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir gera grein fyrir stöðu verkefnisins.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

  • Anna María Bogadóttir - mæting: 15:30
  • Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ, frá Fossvöllum að Hólmsá. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir og greinargerð dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023.
Þá lögð fram sameiginleg umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar ásamt samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi, dags. 30. júní 2022 og uppfærða tillögu, dags. 2. febrúar 2023 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. í febrúar 2023 með fimm atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum

Lagt fram erindi Hauks Einarssonar verkfræðistofunnar Mannvit f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. janúar 2023. Óskað er eftir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir borun á rannsóknarholum nr. 1 og 3 á Bláfjallasvæðinu. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir fjórar rannsóknarborholur. Nú hefur í samráði við Umhverfisstofnun staðsetningu á holu 1 verið breytt. Veldur því að slóði að holunni verður um 1.100 metrar í stað 1.700 metrar áður og slóði fer ekki yfir viðkvæmt svæði í hrauni. Fyrir liggur samþykki Umhverfisstofnunar, staðfesting á starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits og staðfesting forsætisráðuneytis vegna framkvæmda í Þjóðlendu. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur dags. 17. janúar 2023 ásamt eldri viðaukum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25. Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 6. febrúar 2023.
Skiplagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 2, 2a, 4, 4a, 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 15, 15a, 17, 19, 21, 23 og Hamrabrekku 6, 8, 10, 12 og 14 með sjö atkvæðum. Helga Jónsdóttir sast hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.23011662 - Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn KRark arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggt verði við efri hæð hússins, svefnherbergi stækkað um 15,8 m².
Byggingarmagn eykst úr 233,1 m² í 248,9 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,27 í 0,29.
Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30. nóvember 2015.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Selbrekku 5, 7, 9, 11, 18, 22, Álfhólsvegar 99, 101A, 101B, 103 og 105.

Almenn erindi

9.23011596 - Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhvefissviðs að breyttu deiliskipulagi á lóð Kópavogsbrautar 58. Þinghólsskóli, samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2000 og birt í B-deild stjórnartíðinda 20. nóvember 2000. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir 2 samtengdar lausar skólastofur á suðvestur hluta lóðarinnar. Hámarks hæð byggingarreitar er áætluð 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 141m2. Skólastofum er ætlað að mæta skammtímaþörf fyrir kennslustofur þar til nýr Kársnesskóli við Skólagerði verður tekinn í notkun. Þær verða síðan fjarlægðar aftur og skólalóð sett í fyrra horf sem malbikað leiksvæði. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2014.
Uppdráttur í mkv.1:1000, 1:2000 og 1:200 dags. 6. febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 55, 57, 59A, 59B, 59C, 59D, 61, 62, 63, 64, 65, 66, 57, 68, Þinghólsbraut 18, 20, 22, 24, 26, Vallargerðis 20, 22, 24, 25, 26 og 27.

Almenn erindi

10.2212438 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2022, þar sem umsókn
Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að stofa íbúðar á neðri hæð í suðvesturhorni hússins, verði stækkuð um 15.3 m². Auk þess verði byggðar svalir á efri hæð, austast á suðurhlið hússins. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 259,8 m² í 275,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,32 í 0,34.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. október 2022.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breytingum á neðri og efri hæð hússins verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerði 19, 23 og Vallargerði 20, 22 og 24.
Kynnningartíma lauk 27. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22032545 - Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæbólsbraut 34A um breytingu á deiliskipulagi, skv. teikningum KJ Hönnun dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir heimild til þess að byggja yfir svalir á austurhlið (16 m²), nýta rými undir palli efri hæðar á vesturhlið fyrir útigeymslu (17 m²), lagnarými á neðri hæð verði geymsla (40 m²) og bílgeymsla stækkuð (6 m²). Alls nýtanleg stækkun 79 m². Húsnæðið er 311,1 m² og verður því 390,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,4, verði 0,5.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. janúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:50.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32-40, 41, 43, 45, 47, 49, 51 og 53.
Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2301210 - Digranesheiði 45. Fyrirspurn. Breytt tillaga.

Lögð fram fyrirpurn Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 02.02.2023 f.h. lóðarhafa Digranesvegar 45. Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu yrði 584 m2, nýtingarhlutfall ykist við breytinguna úr 0,12 í 0,52. Meðfylgjandi eru tvær útfærslur, tillögur A og B.
Greinargerð dags. 2. febrúar 2023 og uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 10. og 11. janúar 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð tillaga B verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesheiðar 30, 32, 34, 39, 41, 43, 47, Lyngheiðar 18, 20, 21, 22, 23, Tunguheiðar 4, 6, 8, Skálaheiðar 1, 3, 3A, 3B, 5, Gnípuheiðar 1, 3, 5, 7.
Karlotta Helgadóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

13.2301125 - Fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar

Lögð fram fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar dags. 4. janúar 2023, þar sem óskað er eftir að umhverfissvið leggi fram greinargerð um stöðu mála varðandi framtíðarskipulag og hugmyndir um næstu skref varðandi skipulag Vallargerðisvallar.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 2. febrúar 2023.

Frestað.

Almenn erindi

14.2208478 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Kæra vegna stjórnvaldsákvörðunar skipulagsráðs Kópavogs um höfnun á breyttu deiliskipulagi

Á fundi bæjarráðs 26. janúar 2023 var lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. janúar 2023. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu skipulagsráðs.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.23012727 - Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, kynning á vinnslustigi.

Lagt fram erindi Brynjars Þórs Jónassonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar dags. 26. janúar 2023. Varðar kynningu á vinnslustigi á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Selstjarnarnesbæjar 2015 - 2033, þar sem sett eru ákvæði um gistiþjónustu á íbúðarsvæðum.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu á vinnslustigi.

Fundi slitið - kl. 17:36.