Skipulagsráð

132. fundur 28. nóvember 2022 kl. 15:30 - 16:57 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2211009F - Bæjarráð - 3107. fundur frá 17.11.2022

22114380 - Vesturvör 22 - 24. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2207059 - Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2209720 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2209638 - Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2211008F - Bæjarstjórn - 1267. fundur frá 22.11.2022

22114380 - Vesturvör 22 - 24. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2207059 - Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2209720 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2209638 - Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2211025 - Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar.

Lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá fundi 24. nóvember 2022.

Almenn erindi

4.2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.
Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02.
Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m².
Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir. Meðfylgjandi: Skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 22. nóvember 2022 ásamt samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi. Forkynning.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar í vinnslu, dags. 24. nóvember 2022, að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 varðandi Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð - forkynning. Tillögunni fylgir sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Einnig lagt fram minnisblað VSÓ um niðurfellingu skilgreiningar á Kambavegi sem tengibraut, dags. 15. nóv. 2022 og minnisblað VSÓ um mat á þjónusturýmd í Vatnsenda, dags. 4. nóv. 2022.
Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður.
Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022 og minnisblað skipulagsdeildar um úrvinnslu sjónarmiða í framkomnum athugasemdum á kynningartíma forkynningar deiliskipulags dags. 25. maí 2022 og samráðsáætlun, dags. uppfærð 24.2.2022, við gerð deiliskipulags á Vatnsendahæð. Svo og lögð fram fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vatnsenda í Kópavogi, 2022.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga á vinnslustigi að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymlsu.
Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað.
Meðfylgjandi: Uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.22114966 - Skólagerði 17. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Odds Kr. Finnbjarnarsonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 10. nóvember 2022, um leyfi til þess að byggja 43 m² vinnustofu í suðvesturhorni lóðarinnar. Nýtingarhlutfall er 0,43, verður 0,49. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 9. september 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundarhlé kl. 16:10

Fundur hófst á ný kl. 16:18

Almenn erindi

8.22114933 - Fjallalind 129. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa dags. 9. nóvember 2022 um að núverandi einbýli á lóðinni verði skipt í tvær séríbúðir, eina á hvorri hæð.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 24. nóvember 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Innan þess hluta deiliskipulagsins sem skilgreint er sem einbýlishúsasvæði og telur 21 hús hefur nú þegar tveimur einbýlishúsum verið breytt í tvíbýli samkvæmt skráningu. Enn fleiri húsum hefur verið breytt í tvær íbúðir þó húsið sé enn á einu fastanúmeri. Undirritaðar telja að auglýsa ætti tillöguna og leyfa íbúum svæðisins þannig að segja til um það hvort þau séu jákvæð í garð slíkrar þróunar."

Almenn erindi

9.2211314 - Lyngbrekka 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns D. Ásgeirssonar f.h. lóðarhafa dags. 8. nóvember 2022, um 72m² stækkun einnar hæðar einbýlishúss á lóðinni. Um er að ræða hækkun, aðra hæð að hluta til með þaksvölum til austurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m². Nýtingarhlutfall er 0,23, verður 0,33.
Uppdrættir í mkv. 1:100 og skýringarmyndir dags. 03.nóvember 2022.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 24. nóvember 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

10.22114320 - Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Páls Hjartarsonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9. nóvember 2022, um breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 28 við Huldubraut.
Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Aðkoma að kjallaranum verði frá nýjum tröppum á norðurhlið hússins. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 460,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,66 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóvember 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.2211004 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, vegna umsóknar Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f. h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Byggja svalir á suðurhlið hússins, austast.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 10. ágúst 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 19 og 23, Vallargerðis 20, 22 og 24.

Almenn erindi

12.2211265 - Baugakór 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Magnúsar Aðalmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi. Stækkun byggingarreits sem nemur stærð svala efri hæðar 34,3 m². Ekki gert ráð fyrir að breyta samþykktu útliti lokunar. Breytingin snýr að nýtingu svalalokunar, að svalalokun verði upphitað rými, sólskáli (A-rými). Sólskálinn verði full glerjaður með möguleika til opnunar til suðurs. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Meðfylgjandi: Kynningaruppdráttur dags. 19. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Baugakórs 8, 10 og 12.

Almenn erindi

13.2209780 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts, ódagsett, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf.
Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 3 x 6,4 metra á suðausturhluta lóðarinnar, um alls 19 m² þar sem komið verður fyrir inntaks- og lagnarými jarðhæð. Í breytingunni fellst einnig hækkun byggingarreits um 2 metra miðlægt á lóðinni svo tæknibúnaður geti staðið ofan efsta kóta.
Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. júní.
Á fundi skipulagsráð 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 7, 9, 10, Turnahvarfs 2 og 4.
Kynningartíma lauk 18. nóvember 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2109652 - Melgerði 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 13. október 2022, þar sem umsókn
Trípólí arkitekta fyrir hönd lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs.
Í breytingunni felst stækkun á stakstæðri bílgeymslu á lóðinni um 42,5 m² til suðurs. Í stækkuninn er gert ráð fyrir að komið verði fyrir vinnustofu.
Núverandi íbúðarhús er skráð 155,1 m² og stakstæð bílgeymsla 43 m², samtals 198,1 m². Lóðarstærð er 791 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,25. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240,6 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,30.
Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerðis 15, 16, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 26 og Vallargerðis 16, 18, 20, 22 og 24 er 0,29 (hæst 0,18 og lægst 0,50).
Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 og skýringar dags. 29. september 2021.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Melgerðis 15 og Vallargerðis 18 liggur fyrir.
Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 15, 17, 18, 20, 21 og 22, Vallargerðis 16, 18, 20 og 22.
Kynningartíma lauk 21. nóvember 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.22115334 - Tillaga bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur.

Lagt fram erindi Helgu Jónsdóttur bæjarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 um að aflað verði umsagnar frá sviðsstjóra menntasviðs um kosti þess og galla að sameina fyrirhugaða skólabyggingu leikskóla við Skólatröð og Kópavogsskóla.
Skipulagsráð samþykkir að óskað verði eftir umsögn sviðsstjóra menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 16:57.