Skipulagsráð

127. fundur 19. september 2022 kl. 15:30 - 18:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinn Gíslason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2208021F - Bæjarráð - 3098. fundur frá 08.09.2022

2208270 - Leikskóli við Skólatröð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2208095 - Boðaþing 5 - 13, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2208035 - Jöklalind 10, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204079 - Kársnesbraut 108, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliksipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204613 - Litlavör 19, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2208016F - Bæjarstjórn - 1262. fundur frá 13.09.2022

2208270 - Leikskóli við Skólatröð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2208095 - Boðaþing 5 - 13, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2208035 - Jöklalind 10, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn vísar erindinu til skipulagsráðs til frekari rýni.
2204079 - Kársnesbraut 108, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliksipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2204613 - Litlavör 19, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2002676 - Stefnumótun - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar.

Lögð fram drög að loftslagsstefnu, ódagsett, til umsagnar.
Encho Plamenov Stoyanov verkefnastjóri á gatnadeild og Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2205722 - Vesturvör 22 og 24. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram uppfærð fyrirspurn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 16. september 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á tillögum að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst stækkun lóðanna um 260 m² til norðurs, breytt fyrirkomulag byggingarreita, aukning heildarbyggingarmagns úr 6.950 m² í 13.540 m² ofanjarðar og neðanjarðar ásamt fjölgun íbúða úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var afgreiðslu frestað.
Helgi Steinar Helgason arkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram og höfð til hliðsjónar við útfærslu heildarsýnar fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi (ÞR-1) með sex atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
Bókun:
Undirrituð telur mikilvægt að íbúar geti gert sér grein fyrir hvernig þjónustu, uppbyggingu og nýtingu verður háttað á þróunarsvæði Kársness áður en frekari ákvarðanir um breytingu deiliskipulags ibúðabyggðar, stækkun byggingarmassa og fjölgun íbúða verða teknar. Hverfisskipulag með góðu íbúasamráði er leiðin til þess.
Helga Jónsdóttir

Fundarhlé kl. 16:53.
Fundur hófst að nýju kl. 17:00.

Almenn erindi

5.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Lögð fram með tilvísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulagsdeildar að skipulagslýsingu dags. 15. september 2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf.
Breytingarnar eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðasvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt.
Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 verð kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar í samvinnu við Ask arkitekta, að skipulagslýsingu dags. í september 2022, með tilvísun í 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag leikskóla við Skólatröð.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2208236 - Kríunes v. Vatnsendablett. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2022 f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni. Rök fyrir umræddum breytingum liggja í mikilli ásókn í núverandi hótelherbergi og þörf á auknu rými fyrir stuðningsrými fyrir veislusal hússins. Fyrirhugaðar breytingar koma til með að bæta heildaryfirbragð lóðar og ásýnd frá Elliðavatni að húsi þar sem nýbyggingar eru að mestu hulin í landi.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa 5 herbergi frá efri hæð á neðri hæð hússins, baðhús í norðaustur hluta byggingarreitsins og auka heildarbyggingarmagn um 595 m². Byggingarreitur breytist og stækkar til norðurs og suðurs en minnkar til vesturs. Þá er gert ráð fyrir að byggingarreitir á vesturhluta lóðar verði sameinaðir í einn stærri byggingarreit fyrir íbúðarhúsnæði/vinnustofu á einni hæð. Nýtingarhlutfall eftir breytingu er áætlað 0.22
Þá lögð fram umsögn deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 17. ágúst 2022.
Hluti byggingarreits fer út fyrir skilgreindan landnotkunarreit í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, verslunar og þjónustu (VÞ-18) og yfir á opið svæði (OP)
Meðfylgjandi eru uppdráttur í mælikvarða 1:1000 og skýringarmynd í mkv. 1:300
Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn þar sem fyrirhuguð nýting samræmist ekki að öllu leyti skilgreindri landnotkun í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, OP-5.19 og ákvæðum hverfisverndarsvæðis Elliðavatns HV-14.

Almenn erindi

8.2208035 - Jöklalind 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Garðars Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 20. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Jöklalind. Á lóðinni er í gildi deiliskipulagið "Vesturhluti Fífuhvammslands - Íbúðasvæði norðan Fífuhvammsvegar," samþykkt í bæjarstjórn 15. ágúst 1995 m.s.br. og staðfest af skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995. Í breytingunni felst að breyta og stækka núverandi byggingarreit til austurs um 38,6 m² og koma þar fyrir tveggja herbergja aukaíbúð 52 m² að stærð, á einni hæð. Aðkoma að umræddri íbúð er á suðurhlið.
Uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 22. júní 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var framlagðri tillögu hafnað með sex atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. september var erindinu vísað til skipulagsráðs til frekari rýni.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst, með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2208344 - Vatnsendablettur Gilsbakki. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 5. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vatnsendablettur Gilsbakki. Í breytingunni felst að aukahúsi er komið fyrir á norðvesturhluta lóðarinnar fyrir vinnustofur, aukaíbúð og bílgeymslu samtals um 85-100 m² að flatarmáli. Á lóðinni er fyrir einbýlishús 175,7 m² að flatarmáli og vinnuskúr.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að málið verði unnin áfram með sex atkvæðum.
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.2209246 - Bollasmári 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 8. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Bollasmára. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishúsi á lóðinni verði skipt í tvær eignir, með sitthvoru fasteignanúmerinu. Ein íbúð yrði á hvorri hæð hússins.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn þar sem breytingin væri fordæmisgefandi á deiliskipulagssvæði Nónhæðar með sex atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

11.2209100 - Dalvegur 18. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Emils Þórs Guðmundssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa dags. 5. september 2022, þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg.
Fyrirspurnin varðar matshluta 02 á norðurhluta lóðarinnar. Núverandi bygging er að að hluta á tveimur hæðum og að hluta á þremur hæðum. Í breytingunni felst að byggð yrði þriðja hæðin ofan á þann hluta sem í dag er tvær hæðir. Aukið byggingarmagn á loðinni yrði því 1.124 m² og byggingarmagn myndi aukast úr 8.646,4 m² í 9.780 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,4 í 0,5.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. ágúst 2022 í mkv. 1:100.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að málið verði unnin áfram. Skoða skal umhverfisáhrif breytingarinnar og áhrif á umferð um Dalveg og hugsanlegar lausnir.

Almenn erindi

12.22067361 - Fífuhjalli 11. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa dags. 15. júní 2022 um fjölgun bílastæða um eitt á norðausturhluta lóðarinnar nr. 11 við Fífuhjalla.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst sl. var afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn. Samræmist gildandi deiliskipulagi.

Almenn erindi

13.2208209 - Miðbær. Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn frá Hákoni Gunnarssyni dags. 8. ágúst 2022 um fyrirhugaðar framkvæmdir í Miðbæ Kópavogs. Nánar til tekið um framkvæmdatíma og áfangaskiptingu í samráði við hagsmunaaðila, tímaáætlanir samráðsferlis og framkvæmda. Jafnframt þess sem spurst er fyrir um afstöðu Kópavogsbæjar til hugsanlegrar skaðabótaskyldu bæjarins ef til tjóns kæmi sem rekja mætti til framkvæmdanna.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og fyrirspurninni vísað til umsagnar umhverfissviðs.
Þá lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 31. ágúst 2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.