Skipulagsráð

124. fundur 15. ágúst 2022 kl. 15:30 - 19:14 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2206006F - Bæjarráð - 3092. fundur frá 07.07.2022

2004337 - Borgarholtsbraut 13A. Breytt aðkoma.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2111369 - Melgerði 11, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22033170 - Kópavogsbraut 19. Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22061308 - Álfhólsvegur 15, stækkun lóðar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2207003F - Bæjarráð - 3093. fundur frá 21.07.2022

2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs dags. 30.05.22.

Almenn erindi

3.2207058 - Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi vegna 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík.
Greinargerð dags. 1. júní 2022 ásamt fylgiskjölum og teikningahefti frá Verkís verkfræðistofu dags. apríl 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.2208095 - Boðaþing 5 - 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13
Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar, fyrir þjónustubíla (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna.
Rökin fyrir umræddri breytingu liggja í ósk lóðarhafa um betra innra fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga til hagsbóta fyrir íbúa Boðaþings og til að auka vinnuhagræðingu hjá starfsfólki þar sem minni fjarlægð verður milli heimiliseininga og betri yfirsýn.
Aðkoma og lega bílastæða breytist.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
Steinunn Kristjánsdóttir arkitekt gerði grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Steinunn Kristjánsdóttir - mæting: 15:37

Almenn erindi

5.2208270 - Leikskóli við Skólatröð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Lagt er til að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða minni háttar lagfæringu á afmörkun á landnotkunarreitum þ.e. reitur fyrir leikskóla, S-6, verður stækkaður til samræmis við lóðarmörk.
Gert verður ráð fyrir fjögurra deilda leikskóla. Á lóðinni var áður leikskóli.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð óverulegrar breytingar á aðalskipulagi fyrir ofangreint svæði.

Almenn erindi

6.2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Upphaf deiliskipulagsvinnu.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga ASK arkitekta fh. umhverfissviðs dags. 9. ágúst 2022 að staðsetningu nýs fjögurra deilda leikskóla við Vallartröð 12a ásamt drögum að deiliskipulagslýsingu dags. í ágúst 2022.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags á ofangreindu svæði.

Almenn erindi

7.2208057 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 15. ágúst 2022 um breytt skipulagsmörk deiliskipulags Smárans - vestan Reykjanesbrautar.
Breyting þessi er gerð vegna tengsla skipulagssvæðisins við nýtt deiliskipulag Smárahvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs þann 11. janúar 2022.
Í breytingunni fellst að svæðismörkum á deiliskipulagi Smárans - vestan Reykjanesbrautar sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2015 og birt í B- deild Stjórnartíðinda er breytt í samræmi við deiliskipulagsmörk Smárahvammsvegar.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Á fundi skipulagsráðs 4. júlí 2022 var afgreiðslu frestað.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Erna B. Hreinsdóttir frá Vegagerðinni. - mæting: 17:05
  • Ómar Ingþórsson - mæting: 17:05
  • Gísli Gíslason frá Vegagerðinni. - mæting: 17:05

Almenn erindi

9.22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.

Lögð fram tillaga Björns Skaptason arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018.
Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23.
Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum.
Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 247 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.020 m² og verður um 21.670 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09
Byggingaráfrom koma fram í skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samrmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum.
Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
Fundarhlé kl. 17:30.
Fundur hófst á ný kl. 17:43.

Bókun: Veigamiklar forsendur hafa breyst frá því skipulagslýsing fyrir svæðið var samþykkt árið 2016. Bókhald yfir fjölda íbúða er óljóst, lega Borgarlínu er í uppnámi og engin yfirsýn er yfir verslun og þjónustu. Því telja undirrituð nauðsynlegt að vinna hverfisskipulag áður en tekin er afstaða til beiðna um breytt deiliskipulag á einstökum íbúðareitum. Sérstaklega verður að leggja áherslu á að nýta hafnarsvæðið í heild sinni til að gera það metnaðarfullt og aðlaðandi fyrir íbúa og laða að gesti og gangandi.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Fundarhlé kl. 17:46.
Fundur hófst á ný kl. 17:54.

Bókun: Þessar breytingar sem lagt er upp með á núverandi deiliskipulagi frá 2020 á reit 8 eru til bóta. Betri nýting á íbúðum þar sem geymslum er komið fyrir neðanjarðar.
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S.Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Almenn erindi

10.2207138 - Hrauntunga 60A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 7. júlí 2022, skv. erindi Bjarna Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa. Tvær íbúðir eru á lóðinni. Sótt er um leyfi til að byggja 20,2 m² garðskála við íbúð á neðri hæð hússins. Auk þess að breyta tveimur gluggum á suðurhlið hússins og bæta við glugga á vesturhlið hússins.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14. júní 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 62, Hlíðarvegi 39, 41 og 43.

Almenn erindi

11.22067361 - Fífuhjalli 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 15. júní 2022, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að eitt bílastæði verði við norðaustur horn lóðarinnar. Skv. gildandi mælilbaði eru tvö bílastæði á norðvestur horni lóðarinnar.
Skýringarmynd dags. 20. júlí 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.22068209 - Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.

Lagt fram erindi Waldorfskóla í Lækjarbotnum dags. 29. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjarbotna og skólastarfsemina.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

13.2208096 - Kópavogsbraut 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 12. ágúst 2022 um breytt fyrirkomulag á lóðinni. Á lóðinni er í dag einbýlishús, kjallari, hæð og ris með stakstæðum bílskúr. Alls 257,4 m² að flatarmáli. Núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,18. Í breytingunni felst að á norðurhluta lóðarinnar verði reist nýbygging, staðsteypt einbýlishús á einni hæð auk kjallara með aðkomu frá Meðalbraut, um 295 m² að flatarmáli. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,18 í 0,38.
Ekki er gert ráð fyrir að lóðinni verði skipt heldur verði núverandi hús og fyrirhuguð nýbygging á sameiginlegri lóð.
Uppdrættir ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 26. júlí 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað er til yfirstandandi vinnu við þróun leiðbeininga og gæðaviðmiða fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.

Almenn erindi

14.22033105 - Álfhólsvegur 62. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Indro Candi dags. 26. júlí 2022. Á lóðinni er 140 m² einbýlishús á tveimur hæðum auk 31.1 m² bílskúrs. Í erindinu er óskað eftir því að reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið núverandi íbúðarhúss alls um 179 m². Bílastæði verði þrjú í stað tveggja. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 171,1 m² í 350,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,17 og verður 0,35.
Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 26. júlí 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað er til yfirstandandi vinnu við þróun leiðbeininga og gæðaviðmiða fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.
Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

15.22061271 - Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.

Lagt fram erindi Umhverfissviðs Kópavogs dags. 5. júlí 2022 fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5 og 7-9. Í tillögunni er gert ráð fyrir að aðkomu sé breytt í samræmi við núverandi fyrirkomulagi á lóðinni og lóðarblaði dags. 2. febrúar 2022 gert af teiknistofunni Landslagi. Lóðarmörk og stærðir lóða breytast sem og fyrirkomulag bílastæða. Lóð Bæjarlindar 5 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.118 m2 eftir breytingu og lóð Bæjarlindar 7-9 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.310 m² eftir breytingu. Að öðru leyti er vísað til deiliskipulags Glaðheima - austurhluta samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 2015.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á einni hæð og kjallara að hluta til á hvorri lóð. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Auglýsing birtist í Fréttablaðinu þann 27. nóvember 2021 og í Lögbirtingarblaðinu þann 30. nóvember 2021. Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það er mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til.
Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
Eftirfarandi leiðréttingar hafa verið gerðar á kynningargögnunum:
Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

17.2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hvorri lóð á einni hæð og kjallara að hluta til. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Auglýsing birtist í Fréttablaðinu þann 27. nóvember 2021 og í Lögbirtingarblaðinu þann 30. nóvember 2021. Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það er mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til.
Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
Eftirfarandi leiðréttingar hafa verið gerðar á kynningargögnunum:
Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

18.22032529 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi KRark arkitekta ehf. fyrir hönd lóðarhafa dags. 24. mars 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á vesturhlið 42,6 m² sólskála á þaksvalir við íbúð á efstu hæð. Samþykki lóðarhafa Kópavogsgerði 5-7 liggur fyrir.
Uppdráttur dags. 25. mars 2022 í mkv. 1:2000 og 1:500.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, 5-7, 8 og 10.
Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.2204613 - Litlavör 19. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 25. apríl 2022 sem varðar tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskiplagi er heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum sem er 282 m² að stærð ásamt stakstæðri bílageymslu sem er 38 m² að stærð.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn parhússins úr 282 m² í 328 m². Svalir á norðurhlið viðbyggingar fara út fyrir byggingarreit. Þakkantar á suður- og vesturhlið fara um 20 cm upp fyrir hámarksvegghæð á hluta þaks.
Stærð lóðar er 950 m² og hámarks nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0.33 í 0.38. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag; Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóvember 2010 m.s.br. að Litluvör 15-23 samþykkt í bæjarstjórn 12. febrúar 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 16. apríl 2019.
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 30. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:250.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litluvarar 15, 17, 21 og 23.
Kynningartíma lauk 21. júlí 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

20.22052776 - Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022, var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2022, þar sem lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir 44,6 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Núverandi húsnæði er 177 m², verður eftir breytingu 221,6 m². Fyrir liggur samþykki nágranna.
Uppdættir í mkv. 1:500 dags. 27. janúar 2022.
Á fundinum samþykkti embætti skipulagsfulltrúa með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Þinghólsbraut 7, 8, 9, 11, 12, 13 og Kópavogsbraut 49.
Kynningartíma lauk 4. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.2206018 - Lundur, leiksvæði norðaustursvæða. Breytt deiliskipulag.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022 var lögð fram tillaga Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. dags. 31. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Lundar. Í deiliskipulagi Lundar eru sýnd leiksvæði, körfuboltavellir og sparkvellir á opnum svæðum. Þrjú lítil leiksvæði hafa verið gerð en enginn boltavöllur. Í tillögunni er gert ráð fyrir að gert verði garðsvæði á opnu svæði norðan við Lund 90, sjá meðfylgjandi uppdrátt. Svæðið samanstendur af fjölbreyttara leiksvæði en þeim sem þegar eru komin í hverfinu, þrek- og útiæfingartækjum, púttvelli, lítilli sleðabrekku og dvalarsvæði umluktu gróðri. Gert er ráð fyrir að þetta svæði komi í stað fyrrnefndra boltavalla.
Áætlað er að Byggingarfélag Gunnars og Gylfa hf. geri svæðið nú síðar á árinu og það sé hluti af skilum fyrirtækisins á hverfinu til Kópavogsbæjar.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkti með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Lundi.
Kynningartíma lauk 6. júlí 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

22.2204079 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 22. apríl 2022 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Kársnesbraut 108. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til suðurs á 2. hæð um 2,7 metra og þaksvölum komið fyrir þar ofaná. Byggingarreitur er stækkaður að hluta til á norðurgafli til að koma fyrir svölum á 2. og 3. hæð. Á vesturhlið eru settar utanáliggjandi svalir og húsið klætt með klæðningu úr sementsbundnum plötum.
Heildarstærð atvinnuhúsnæðis breytist úr 1.868 m² í 1.806 m² og íbúðarhúsnæðis úr 849 m² í 776.5 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 1.2 í 1.1. Gert er ráð fyrir 1,3 bílastæðum á hverja íbúð og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var 14. nóvember 2017 og var birt í B- deild Stjórnartíðinda.
Uppdrættir dags. 2. maí 2022 í mkv. 1:250, 1:500, 1:1000.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 106, 110, 123, 125, 127, 129 og Hafnarbrautar 10.
Kynningartíma lauk 11. júlí 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar og byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

23.22061276 - Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Andra Martins Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 13. júní 2022 f.h. lóðarhafa, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Byggingarreitur verði stækkaður til suðurs á suðausturhorni reitsins um 3,76 metra og verði samsíða lóðarmörkum í 4,89 metra fjarlægð. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt miðað við gildandi skipulagsskilmála. Þá er óskað eftir breytingu á aðkomu að lóðinni, sem verði í suðvesturhorni lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 13. júní 2022.
Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletta nr. 0, 18, 720, 721, 722, 723 og 725.
Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

24.22061767 - Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. júní 2022 sem vísar til skipulagsráðs umsókn Yrki arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Sótt er um að hluti fyrstu hæðar núverandi húss verður stækkaður til suðausturs um 3 metra að útvegg efri hæðar. Heildarstækkun húss er áætluð um 30 m².
Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 10. maí 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.
Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 99, 103, Þinghólsbrautar 66 og 68.
Kynningartíma lauk 11. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

25.2208209 - Fyrirspurn frá Hákoni Gunnarssyni.

Lögð fram fyrirspurn frá Hákoni Gunnarssyni dags. 8. ágúst 2022 um fyrirhugaðar framkvæmdir í Miðbæ Kópavogs. Nánar til tekið um framkvæmdatíma og áfangaskiptingu í samráði við hagsmunaaðila, tímaáætlanir samráðsferlis og framkvæmda. Jafnframt þess sem spurst er fyrir um afstöðu Kópavogsbæjar til hugsanlegrar skaðabótaskyldu bæjarins ef til tjóns kæmi sem rekja mætti til framkvæmdanna.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 19:14.