Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 29. apríl 2022 breytt 30. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns, samþykkt í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006.
Í breytingunni felst að lóðin Kópavogsbraut 19 verður breytt og stækkuð til suðurs, vesturs og austurs. Lóðarstærð breytist og verður 6.130 m2 í stað 950 m2. Auk þess verður stofnuð ný lóð 315 m2 að stærð sem tilheyrir Kópavogsbraut 19, innan svæðis sem skilgreint er sem "frestað svæði" í gildandi deiliskipulagi og fær sú lóð staðfangið Kópavogsbraut 19b.
Á umræddri lóð nr. 19b verður komið fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir færanlega kennslustofu. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Hámarks hæð byggingarreitar er áætluð 2.8 - 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 135 m².
Leiksvæði barna mun verða á núverandi leikskólalóð en girðingu verður komið upp umhverfis færanlegu kennslustofuna. Lagður verður upphitaður stígur milli færanlegu kennslustofunnar og leikskólans Urðarhóls. Staðsetning færanlegu kennslustofunnar er tímabundin.
Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:100 og 1:250 dags. 29. apríl 2022, breytt 30. maí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbarðs 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19, Kópavogsbrautar 5A, 5B, 5C, 9, 11 og 17.
Kynningartíma lauk 1. júní 2022, engar athugasemdir bárust.