Skipulagsráð

120. fundur 16. maí 2022 kl. 15:30 - 18:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2204023F - Bæjarráð - 3088. fundur frá 05.05.2022

2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2112927 - Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2201884 - Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2111929 - Markavegur 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2204015F - Bæjarstjórn - 1257. fundur frá 10.05.2022

2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn hefur kynnt sér framlögð gögn málsins og staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2112927 - Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2201884 - Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2111929 - Markavegur 2. Breytt deiliskipulag
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 04. mars 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 voru lagðar fram framkomnar athugasemdir, ábendingar og umsagnir. Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn dags. 13. maí 2022, greinargerð dags. 13. maí 2022 og breyttur uppdráttur dags. 13. maí 2022.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Fundarhlé kl. 16:15.
Fundur hófst á ný kl. 16:20.

Fundarhlé kl. 16:30
Fundur hófst á ný kl. 16:35

Bókun Einars Arnar Þorvarðarsonar:
"Með vísan til 1. og 2. mgr. 133. gr. laga um kosningar fer undirritaður fram á að erindum 3 og 4 verði frestað á þessum fundi. Umboð kjörinna fulltrúa næstu tvær vikur er takmarkað skv. lögunum og engin nauðsyn sem nú steðjar að sem krefst þess að fráfarandi meirihluti afgreiði svo umdeild mál á fyrsta virka degi eftir kosningar. Lögin gera beinlínis ráð fyrir frestun slíkra mála og að nýkjörinn sveitarstjórn taki mál fyrir á fyrsta fundi sínum. Þess utan lofuðu allir flokkar sem náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs auknu samráði og því er það beinlínis krafa að þeir sýni það í verki á fyrsta virka degi eftir kosningar."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tekur undir bókun Einars.

Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Ómar Ingþórsson - mæting: 15:34

Almenn erindi

4.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga Arkþing/ Nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:1000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
Á fundi skipulagsráð 28. ferbrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun.
Á fundi bæjarstjórnar 8. mars sl. var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartima lauk 22. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 voru athugasemdir, ábendingar og umsagnir lagðar fram og vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. maí 2022.
Bókun Einars Arnar Þorvarðarsonar:
"Með vísan til 1. og 2. mgr. 133. gr. laga um kosningar fer undirritaður fram á að erindum 3 og 4 verði frestað á þessum fundi. Umboð kjörinna fulltrúa næstu tvær vikur er takmarkað skv. lögunum og engin nauðsyn sem nú steðjar að sem krefst þess að fráfarandi meirihluti afgreiði svo umdeild mál á fyrsta virka degi eftir kosningar. Lögin gera beinlínis ráð fyrir frestun slíkra mála og að nýkjörinn sveitarstjórn taki mál fyrir á fyrsta fundi sínum. Þess utan lofuðu allir flokkar sem náðu kjöri í bæjarstjórn Kópavogs auknu samráði og því er það beinlínis krafa að þeir sýni það í verki á fyrsta virka degi eftir kosningar."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tekur undir bókun Einars.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma tillögunnar lauk 6. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var athugasemdum, ábendingum og umsögn vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022.
Bókun Bergljótar Kristinsdóttur:
"Ástæða þess að ég taldi nauðsynlegt að auglýsa þessa ósk um breytingu deiliskipulags á Nónhæð er að breyting átti sér stað í nýju aðalskipulagi sem heimilaði tíu íbúða fjölgun á reitnum. Bæjaryfirvöld geta ekki vitað hug íbúa nema spyrja þá. Fimm ár eru liðin síðan samkomulag var gert um uppbyggingu á reitnum og nauðsynlegt að fá staðfestingu á að vilji íbúa sé óbreyttur. Með þessu tryggjum við íbúalýðræði best."

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.2201225 - Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Landslags f.h. umhverfissviðs dags. 13. janúar 2022 að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2.
Uppdráttur í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 13. janúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 28. mars 2022 voru athugasemdir lagðar fram og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði endurskoðuð fyrir stærra svæði.

Almenn erindi

7.2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu dags. 18. nóvember 2021 þar sem fram kemur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umvherfisáhrifum.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir og umsagnir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022. Skipulagsráð samþykkti erindið og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2022 var málinu vísað aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2109328 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram á ný erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m2 að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.
Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.22033070 - Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sólstofu á suðurhlið hússins alls 29,1 m² að flatarmáli.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Skólagerði 48 liggur fyrir.
Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. janúar 2022.
Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Skólagerði 42, 44, 48, 50, 55 og 57.
Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2204318 - Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið hússins alls 56,8 m² að flatarmáli.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. febrúar 2022.
Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10.
Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22032529 - Kópavogsgerði 5-7, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi KRark arkitekt ehf. fyrir hönd lóðarhafa dags. 24. mars 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á vesturhlið 42,6 m² sólskála á þaksvalir við íbúð á efstu hæð. Samþykki lóðarhafa Kópavogsgerði 5-7 liggur fyrir.
Uppdráttur dags. 25. mars 2022 í mkv. 1:2000 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, 5-7, 8 og 10.

Almenn erindi

12.2204337 - Borgarholtsbraut 13A, bílastæði og innkeyrsla.

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 6. apríl 2022, þar sem óskað er eftir því að merking bílastæðis og innkeyrsla að lóðinni verði heimiluð. Skv. lóðarleigusamningi Borgarholtsbraut 13A dags. 17. apríl 1972 er gert ráð fyrir bílastæði á norðvestur- horni lóðarinnar við Borgarholtsbraut.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

13.2204315 - Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar Albínu Huldu Thordarson arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt bílskýli á norðaustur hluta lóðarinnar. Samtals 56,7 m2 að flatarmáli. Samþykki lóðarhafa Þinghólsbrautar 57 liggur fyrir.
Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 28. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 57, 58, 60, 61 og 62.

Almenn erindi

14.2205722 - Vesturvör 22 og 24. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 12. maí 2022. Óskað er eftir áliti skipulagsráðs á tillögum að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst stækkun lóðanna um 260 m2, breytt fyrirkomulag byggingarreita, aukning heildarbyggingarmagns úr 6.950 m2 í 13.540 m2 ofanjarðar og neðanjarðar ásamt fjölgun íbúða úr 59 í 90 samtals á báðum lóðunum.
Helgi Steinar Helgason arkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Helgi Steinar Helgason - mæting: 18:15

Almenn erindi

15.2204590 - Aðalskipulag Sveitarfélgsins Ölfuss 2020-2036, endurskoðun,

Lagt fram á ný erindi Gunnlaugs Jónassonar skipulagsfulltrúa f.h. sveitarfélagsins Ölfuss dags. 1. desember 2021, þar sem vakin er athygli á kynningu á nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Ölfus, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí sl. var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2022.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við kynnt endurskoðað Aðalskipulag Ölfus 2020-2036 en vakin er athygli á mögulegu misræmi í gögnum varðandi friðland í Herdísarvík, FS1, sem í auglýstri tillögu nær einnig til svæðis í/við Vífilsfell en það svæði er ekki að finna í auglýsingu um friðland í Herdísarvík (árið 1988). Sjá nánar umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2022.

Fundi slitið - kl. 18:45.