Skipulagsráð

118. fundur 04. apríl 2022 kl. 15:30 - 19:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Birkir Jón Jónsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jóhannes Júlíus Hafstein, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Kristjánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2203021F - Bæjarráð - 3084. fundur frá 31.03.2022

2201220 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2108507 - Opin hugmyndsamkeppni um Reykjanesbraut og svæðiskjarna í Smára.

Lögð fram til kynningar vinningstillaga Ask arkitekta í hugmyndasamkeppni um Reykjanesbraut og svæðiskjarna í Smára. Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæði að hugmyndasamkeppni um Reykjanesbraut og svæðiskjarna í Smára sem samþykkt var í bæjarstjórn 11.maí, 2021. Hugmyndasamkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands. Markmið Kópavogsbæjar með samkeppninni var meðal annars að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær vann 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við Reykjanesbraut auk tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára. Fulltrúar Ask arkitekta ehf kynna tillöguna.

Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Þorsteinn Helgason - mæting: 15:33
  • Helgi Már Halldórsson - mæting: 15:33

Almenn erindi

3.22032524 - Kjarrhólmi 2 - 38, framkvæmdaleyfi vegna rafhleðslustöðva.

Lagt fram á ný erindi Hlyns Bárðarsonar f.h. stjórnar húsfélags Kjarrhólma 2-38 dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir leyfi til framkvæmda á bæjarlandi vegna rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar á eystri hluta bílastæða.
Meðfylgjandi: Skýringarmynd.
Á fundi skipulagsráðs 28. mars 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar umhverfissviðs.
Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 29. mars 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022. Tillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Bókun Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Einars Arnar Þorvarðarsonar: "Í framkomnum athugasemdum eftir kynningu vinnslutillögu kölluðu íbúar eftir auknu samráði. Meðal annars var óskað eftir kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu og heildarbyggingarmagni á stærra svæði Kársness, auk stefnu um hönnun og arkitektúr á svæðinu. Samþykkt skipulagslýsing gerir ráð fyrir 18.700 fermetrum en í deiliskipulagstillögunni er tæplega 34% aukning á byggingamagni. Af þessum sökum telja undirrituð mikilvægt að staldra við og fara í meira samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu áður en lengra er haldið."

Fundarhlé kl. 17:09
Fundur hófst á ný kl. 17:40

Formaður lagði til að afgreiðslu málsins væri frestað til loka fundar, samþykkt.

Bókun Bergljótar Kristinsdóttur: "Nú er kynningarferli á vinnslutillögu á reit 13 lokið og við tekur lögformlegt auglýsingaferli á tillögu til deiliskipulags með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á vinnslutillögunni í samræmi við athugasemdir.
Nauðsynlegt er að nota öll ráð sem tiltæk eru til að íbúar nái að kynna sér tillöguna og þær breytingar sem gerðar hafa verið. Ég legg aftur til að boðið verði upp á þrívíddarmódel svo auðvelt sé fyrir íbúa að mynda sér skoðun á hæð bygginga og legu þeirra í landinu. Íbúar eru ekki sérfræðingar í lestri skipulagstillagna og þurfa gögn við hæfi til að meta raunhæfni tillögunnar."

Hjördís Ýr Johnson, Birkir Jón Jónssonar, Kristinn D. Gissurarsonar og Sigríður Kristjánsdóttur taka undir bókun Bergljótar.

Skipulagsráð samþykkir með 5 atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson greiddu atkvæði á móti.

Fundarhlé kl. 18:53
Fundur hófst á ný kl. 18:58

Bókun Hjördísar Ýr Johnson, Birkis Jóns Jónssonar, Kristins D. Gissurarsonar og Sigríðar Kristjánsdóttur: "Tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda, íbúðum fækkað, hæðir húsa lækkaðar, byggð aðlöguð enn frekar að aðliggjandi byggð og grænum svæðum fjölgað. Rétt er að árétta að nú hefst lögbundið kynningarferli þar sem íbúum gefst enn frekari kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum."

Gestir

  • Björn Skaftason - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram á ný erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
Fyrir liggur umsögn Kópavogsbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 27. október 2021, þar sem fram kemur að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda umtalsverðum neikvæðum umhverfisáhrifum og því skuli hún ekki matsskyld.
Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2102346 - Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram á ný erindi Handknattleiksfélags Kópavogs varðandi breytingu á auglýsingaskilti félagsins við stofnbraut í Breidd í Kópavogi, þar sem rekið hefur verið auglýsingaskilti um árabil. Óskað er eftir leyfi til að breyta tveimur flettiskiltaflötum í stafræna fleti. Annar mun snúa í norð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi og hinn í suð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi. Skjám er stýrt af Aopen DE3450 tölvu sem stillt er á að minnka ljósmagn niður í 4% ef bilun verður á búnaði. Þá lögð fram umsókn og skýringarteikning dags. í febrúar 2021. Þá lagður fram ferill máls sem inniheldur umsögn Samgöngustofu dags. 30. september 2021, umsögn Vegagerðinnar dags. 17. ágúst 2021 og Reykjavíkurborgar 20. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 1. nóvember 2021 var erindinu vísað til úrvinnslu og umsagnar skipulagsdeildar. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2202230 - Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.

Lagt fram á ný erindi Landsnets hf. dags. 8. febrúar 2022, þar sem kynntur er nýr valkostur í útfærslu Lyklafellslínu 1 í landi Kópavogs. Um er að ræða niðurrif mastra Hamraneslína 1 og 2 á milli tengivirkisins í Hamranesi að Urriðakotsdal og lagningu 220 KV jarðstrengja í stað loftlínunnar á þeim kafla sem er um 5 km. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirki í Hamranesi og tengjast við möstur Hamraneslína 1 og 2 (HN 1&2) í Urriðakotsdal. Þessar framkvæmdir fela ekki í sér niðurrif Hamraneslína 1 og 2 alla leið, líkt og ef um byggingu nýrrar línu (Lyklafellslínu 1) væri að ræða. Þessi nýja útfærsla hefur hlotið vinnuheitið "Núllkostur 2" og verður metinn sem einn valkostur í umhverfismatinu sem nú er í vinnslu.
Skv. erindinu uppfyllir "Núllkostur 2" ekki meginmarkmið verkefnisins, en engu að síður telur Landsnet, miðað við stöðu og gögn málsins nú, að valkosturinn hafi margvíslegan ávinning og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu umhverfismatsins, geti hann mögulega orðið aðalvalkostur Landsnets þegar umhverfismatsskýrslan verður lögð fram. Vinnu við skýrsluna lýkur í vor og er óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar áður en þeirri vinnu líkur.
Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar sl. var afgreiðslu erindisins frestað, vísað til umsagnar umhverfissviðs. Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 29. mars 2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að "núllkostur 2" verði aðalvalkostur fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Bókun: "Skipulagsráð óskar eftir nánari skýringum á breyttum forsendum fyrir orkuþörf."
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní 2003 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003.
Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar sem auglýst er samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðarbyggð við Desjakór.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 28. mars sl. var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild
Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
Í tillögunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta.
Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga Tónahvarfs 2 er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs - Athafnasvæðis með síðari breytingum.
Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 28. mars sl. var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2109065 - Breytt lega jarðstrengjar frá Vesturvör að Fossvogsbrú.

Lagt fram að nýju erindi Veitna. Áður hefur verið samþykkt í skipulagsráði að leyfa breyta legu jarðstrengs frá Vesturvör að fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Það kemur nú í ljós að betra væri að komast hjá að leggja stenginn undir götu/stíga þar sem hágæða almennings samgöngur ásamt stofnstíg hjólreiða munu liggja í framtíðinni. Núverandi jarðstrengur liggur meðfram vesturlóðamörkum fjölbýlishússins að Hafnarbraut nr. 14. og að dælustöð við Hafnarbraut nr. 20 og í sjó fram. Ný lega jarðstrengjar mun því liggja frá lóðarmörkum Hafnarbrautar 27, eftir hjólastíg til vesturs og eftir Bakkabraut til norðurs. Þar sem strengur þverar Bakkabraut við Vesturvör 34 og liggur meðfram austurlóðamörkum Vesturvarar nr. 34 og 38 þar sem strengur beygir til norðvesturs að sjó og áfram að sveitarfélagsmörkum. Gert verður ráð fyrir 3m helgunarsvæði fyrir umræddan streng þar sem sett verður fram krafa um graftarrétt á bæjarlandi og innan lóðanna við Vesturvör 34 og 38 þó svo að strengur liggi ekki innan umræddra lóða. Þá lögð fram skýringarmynd af staðsetningu.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22033170 - Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar austan leikskólans Urðarhóls. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið þar fyrir. Áætluð stærð fyrirhugaðrar kennslustofu 135 m². Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbarðs 9, 11, 13, 15, 17 og 19, Kópavogsbrautar 5A, 5B, 5C, 9, 11 og 17.

Almenn erindi

12.22033171 - Sólhvarf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Sólhvarfs. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið fyrir á hluta lóðarinnar austan núverandi leikskólabyggingar. Núverandi byggingarmagn er 841,7 m² og fyrirhuguð breyting er 135 m², nýtingarhlutfall á lóðinni eykst því úr 0,14 í 0,16 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum, með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfkonuhvarfs 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarfs 10, 12 og 14, Akurhvarfs 16, Asparhvarfs 17-17E og 19-19E.
Bergljót Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun Bergljótar Kristinsdóttur: "Undirrituð situr hjá við þessa afgreiðslu á meðan heil deild er laus í leikskólanum Austurkór í næsta nágrenni og ekki er hægt að upplýsa betur um þörfina."

Almenn erindi

13.22033071 - Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Frá byggingarfulltrúa: Lögð fram tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 31. mars 2022 fh. lóðarhafa um að byggja viðbyggingu við núverandi hús og stakstæða vinnustofu neðst í lóð. Í breytingunni felst viðbygging á jarðhæð til suðurs og austurs, alls 53 m² með svölum ofan á viðbyggingu auk 106 m² vinnustofu á einni hæð neðst í lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1500 ásamt skýringamyndum dags. 28. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.

Almenn erindi

14.2204018 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulag, breyting vegna stígakerfis í upplandi. Forkynning.

Lagt fram erindi Garðabæjar dags. 31. mars 2022, þar sem kynnt er forkynning á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Ásamt tveimur tillögum að deiliskipulagi. Um er að ræða endurskoðun á reiðleiðum og stígum í upplandi til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögur, sem kynntar eru samhliða.
Meðfylgjandi: Uppdráttur vegna aðalskipulag og tveir uppdrættir vegna deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindi.

Fundi slitið - kl. 19:00.