Skipulagsráð

114. fundur 14. febrúar 2022 kl. 15:30 - 18:05 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2201016F - Bæjarráð - 3076. fundur frá 03.02.2022

2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.
2108968 - Ný Fossvallarétt. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.
2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.
2110360 - Mánalind 8, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.
2201689 - Fagraþing 2, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.
2201219 - Öldusalir 2, fjölgun bílastæða.
Bæjarráð vísar afgreiðsu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2201015F - Bæjarstjórn - 1251. fundur frá 08.02.2022

2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2108968 - Ný Fossvallarétt. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2110360 - Mánalind 8, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201689 - Fagraþing 2, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201219 - Öldusalir 2, fjölgun bílastæða.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Vinnslutillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús. Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins með fimm atkvæðum gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Júlíus Hafstein sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 16:17
  • Helgi Mar Hallgrímsson - mæting: 16:17

Almenn erindi

4.2201624 - Arnarland í Garðabæ. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 8. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland) og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 15:33
  • Arinbjörn Vilhjámsson - mæting: 15:33

Almenn erindi

5.2202180 - Arnarnes, samgöngustígur með Hafnarfjarðarvegi, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra f.h. Garðabæjar dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness. Í breytingunni felst að skilgreiningu stofnstígs verði breytt í samgöngustíg, með aðgreindri umferð hjólreiða annars vegar og gangandi hins vegar. Verði stígurinn upplýstur og allt að 2 x 3 metrar á breidd. Er með tillögunni vísað til samþykktar sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stofnun opinbers hlutafélags "Betri samgöngur" um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjámsson - mæting: 16:07

Almenn erindi

6.2202062 - Garðabær, Hnoðraholt norður, Þorraholt íbúðarhúsalóðir. Breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 1. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum sem hafa að markmiði að bæta búsetugæði íbúðanna. Byggingarmagn breytist ekki, en fjöldi íbúða getur orðið á bilinu 180-220 í stað 200 áður.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjámsson - mæting: 16:11

Almenn erindi

7.2202248 - Garðabær, Hnoðraholt norður, leikskólalóð og búsetukjarni. Breyting á deiliskipulagi.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 1. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðis til suðurs austan Vetrarbrautar á háholti Hnoðraholts. Gert er ráð fyrir 7.292 m² lóð fyrir leikskóla sem nefnist Haustbraut 1 og 3. 143 m² íbúðarlóð ætlaðri búsetukjarna fyrir fatlaða nefnd Haustbraut 2.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Arinbjörn Vilhjámsson - mæting: 16:13

Almenn erindi

8.2202230 - Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.

Lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 8. febrúar 2022, þar sem kynntur er nýr valkostur í útfærslu Lyklafellslínu 1 í landi Kópavogs. Um er að ræða niðurrif mastra Hamraneslína 1 og 2 á milli tengivirkisins í Hamranesi að Urriðakotsdal og lagningu 220 KV jarðstrengja í stað loftlínunnar á þeim kafla sem er um 5 km. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirki í Hamranesi og tengjast við möstur Hamraneslína 1 og 2 (HN 1&2) í Urriðakotsdal. Þessar framkvæmdir fela ekki í sér niðurrif Hamraneslína 1 og 2 alla leið, líkt og ef um byggingu nýrrar línu (Lyklafellslínu 1) væri að ræða. Þessi nýja útfærsla hefur hlotið vinnuheitið "Núllkostur 2" og verður metinn sem einn valkostur í umhverfismatinu sem nú er í vinnslu.
Skv. erindinu uppfyllir "Núllkostur 2" ekki meginmarkmið verkefnisins, en engu að síður telur Landsnet, miðað við stöðu og gögn málsins nú, að valkosturinn hafi margvíslegan ávinning og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu umhverfismatsins, geti hann mögulega orðið aðalvalkostur Landsnets þegar umhverfismatsskýrslan verður lögð fram. Vinnu við skýrsluna lýkur í vor og er óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar áður en þeirri vinnu líkur.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Gestir

  • Rúnar Dýrmundur Bjarnason - mæting: 17:20
  • Rut Kristinsdóttir - mæting: 17:20
  • Smári Jóhannsson - mæting: 17:20

Almenn erindi

9.2112927 - Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m2. Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m2. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m2 og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m2 í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m2 og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.

Almenn erindi

10.2112359 - Hagasmári 9. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 7. desember 2021 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Hagasmára 9. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits bílaþvottastöðvar á norðurhlutalóðarinnar um 13,5 m til austurs, alls 110 m2.
Uppdrættir í mkv. 1:300 og greinargerð dags. 7. desember 2021.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. febrúar 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Fundi slitið - kl. 18:05.