Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. fh. ábúanda vatnsenda, dags. 27. nóvember 2021. Óskað er eftir því að lóðin verði stækkuð og skipt í tvær lóðir.
Í gildandi deiliskipulagi, Milli vatns og vegar, fyrir leigulandið að Vatnsendabletti 241a, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 er gert ráð fyrir íbúðarlóð um 1,500 m2 að flatarmáli fyrir 2ja hæða einbýli. Auk þess er á leigulandinu sumarbústaðalóð. Leigulandið er um 2900 m2 að flatarmáli (mælt af uppdrætti). Landið er í einkaeign.
Í tillögu skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi felst að afmörkun leigulandsins er breytt, þannig að það stækkar í suður að Elliðahvammsvegi og í vestur að Laxatanga. Landinu er skipt upp í tvö leigulönd, Vatnsendablett 241a sem verður um 2000 m2 að flatarmáli og Vatnsendablett 241b sem verður um 2100 m2 að flatarmáli. Inni í leigulögnum er skilgreindar tvær íbúðarlóðir. Áætluð stærð íbúðarlóðar á Vbl 241a er um 850 m2 og á Vbl. 241b um 900 m2. Fyrirhugaðar íbúðarlóðir innan leigulandanna eru að jafnaði 44 metra frá Elliðavatni.
Á hvorri þessara nýju íbúðarlóða eru skilgreindir byggingarreitir sem eru fyrir Vbl. 241a 15x17 metrar og fyrir Vbl. 241b 14x17 metrar að flatarmáli fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Miðað er við 2 bílastæði á lóð og bílageymslu í kjallara. Byggingarreitirnir eru með bundinni byggingarlínu í átt að Elliðavatni. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241a er 250 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarksgrunnflötur húss að lóðinni Vbl. 241b er 235 m2 og heildarbyggingarmagn er 400 m2. Hámarkshæð húsa er 6.5 metrar frá kjallara og 3.8 frá fyrstu hæð. Miðað er við að börn á grunnskólaaldri sæki Vatnsendaskóla. Svæðið er hluti stærri skipulagsheildar í Vatnsenda og verður ýmis þjónusta sameiginleg með henni. Skipulagsskilmálar, bæði almennir og sérákvæði, fyrir einstaka lóðir fylgja deiliskipulaginu.
Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu verður um Elliðahvammsveg . Stefnt er að því að allar húsagötur og safngötur verði 30 km götur. Breyta þarf aðkomu að lóðinni að Vatnsendabletti 8 og er sett kvöð á lóðina vbl. 241b um aðkomu.
Gönguleiðir og reiðleiðir:
Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrættinum. Gert er ráð fyrir reiðleið um Elliðahvammsveg.
Bílastæði og bílageymslur.
Gert er ráð fyrir því að byggingar á deiliskipulagssvæðinu verði tengd holræsa- og lagnakerfi bæjarins. Ofanvatn skal leitt í settjörn sem norðan Elliðavatnsstíflu. Sjá deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:2000; Settjörn við Elliðavatnsstíflu sem tók gildi 15. janúar 2003 (Stjórnartíðindi 10-11/2003).
Almennt er vísað í deiliskipulagsuppdrátt, Vatnsendablettur 241 a samþykktur í B- deild Stjórnartíðinda 10. apríl 2000 og deiliskipulagsuppdrátt, Milli vatns og vegar samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. maí 2001. Í skilmála og greindargerð með deiliskipulagi kveður á m.a. um forsendur og markmið tillögunnar og nárari útfærslu á skilmálum.