Skipulagsráð

111. fundur 20. desember 2021 kl. 15:30 - 16:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2111025F - Bæjarráð - 3070. fundur frá 09.12.2021

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Deiliskipulag. Lagt fram svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2110693 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

2111941 - Hafnarbraut 13a og 13b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21111120 - Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2110222 - Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2111223 - Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2111343 - Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2108266 - Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2111011F - Bæjarstjórn - 1248. fundur frá 14.12.2021

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Deiliskipulag. Lagt fram svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

2111941 - Hafnarbraut 13a og 13b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Guðmundar G. Geirdal og hafnar erindinu.

21111120 - Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2110222 - Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2111223 - Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2111343 - Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2108266 - Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2110128 - Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ er dags. 15. október 2021.
Uppdrættir og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 15. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 samþykkti skipulagsráð, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 14. desember 2021. Þá lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. desember 2021.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum, Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur: „Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sé unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat, en fyrirliggjandi mat var unnið fyrir 19 árum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi framkvæmdasvæðisins á þessum tíma og forsendur fyrir mati á umhverfisáhrifum eru breyttar. Í nánasta umhverfi hafa ný hverfi risið í Kópavogi auk þess sem deiliskipulag fyrir nýtt hverfi á Vatnsendahæð er einnig í vinnslu. Framkvæmdasvæðið er því nú umkringt byggð. Þá gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við árið 2002.“

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir kaus gegn tillögunni og Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.21111300 - Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Halldórs Eiríkssonar arkitekts dags. 23. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Vesturvarar 44-48 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir gufubaðsskála og nauðsynleg stoðrými stækkar um 28 m til suðurs þ.e. úr 16 m í 44 m. Miðað er við að gufuskálinn verði áfram stakstæð bygging. Byggingarmagn á lóð breytist ekki, verður óbreytt 5500 m² að hámarki. Hámarkshæðir og kótasetningar breytast ekki. Byggignareitur fer úr því að vera 9599 m² í 10626 m² stækkar um 1027 m². Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 17. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2109355 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 9. september 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að að byggja skyggni yfir innganga íbúða á þriðju hæð og bæta við tveimur gluggum á austur- og vesturhlið. Uppdrættir dags. 17. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30, Dalbrekku 27, 29, 56 og 58.

Almenn erindi

7.2111929 - Markavegur 2. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggignarreit á stærð 120 m2 að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2109676 - Heimalind 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. desember 2021, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reistur verði sólskáli, alls 12 m² vesturhlið hússins. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir að hluta. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. nóvember 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 11 og 26.

Almenn erindi

9.2108290 - Þinghólsbraut 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Bergljótar Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Þinghólsbrautar 17. Óskað er eftir leyfi fyrir 58,4 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Einnig er óskað eftir leyfi til að taka niður minni kvistinn á suðurþaki, í hans stað komi stærri kvistur með einhalla þaki. Innra fyrirkomulagi rishæðar verður breytt. Reykháfur verður tekinn niður. Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500, ódagsett.
Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 17A, Mánabrautar 16 og 18. Kynningartíma lauk 17. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2112521 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Urriðaholt, og breyting á deiliskipulagi Urriðaholts, norðurhluta 4. Forkynning.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 9. desember 2021, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts, norðurhluta 4.
Deiliskipulagsbreytingin fjallar um lóð Urriðaholtsstrætis 9 en áformað er að breyta notkun hennar úr verslun og þjónustu í íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Aðalskipulagsbreytingin er gerð til samræmis, til að breyta landnotkun úr verslun og þjónustu í íbúðarhúsnæði á þessu svæði.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar tillögur.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

11.2112285 - Tillaga að nýju aðalskipulagi Ölfuss. Forkynning.

Lagt fram erindi Gunnlaugs Jónassonar skiplagsfulltrúa f.h. sveitarfélagsins Ölfuss dags. 1. desember 2021, þar sem vakin er athygli á kynningu á nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Ölfus, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:30.