Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
Tillagan sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Ofangreind tillaga var lögð fram á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 og samþykkt að auglýsa hana í samræmi við 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Erindið var auglýst í fréttablaði og lögbirtingarblaði, heimasíðu bæjarins og á íbúafundum.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 2. mars 2021.
Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum og því frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar og erindinu frestað.
Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl 2021 og erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 25. maí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Erindið var sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu 15. júní 2021.
Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. ágúst 2021 þar sem fram koma athugasemdir við birtingu í B- deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2021 þar sem brugðist er við erindi Skipulagsstofnunar og lagðar til breytingar á skipulagsgögnum samkvæmt eftirfarandi:
Afmörkun skipulagssvæðisins er samræmd í skipulagsgögnum og skipulagssvæðinu er lýst með ítarlegri hætti.
Skipulagsákvæði sett fram skýrari hætti fyrir alla reiti svæðisins B1-1, B1-3, B2 og B4
Skilmálatöflu (2) fyrir svæði B1-3 og B2 bætt við á skipulagsuppdrætti.
Aðkoma að bílakjallara gerð skýrari.
Bílastæðafjöldi í skilmálatöflu og greinargerð samræmd.
Tillagan dags. 1. október 2020 og breytt 15. september var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 23. september var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Samþykkt deiliskipulag dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 er lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B2, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
Þá lögð fram leiðrétt tillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 og leiðrétt 3. desember 2021 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Þar er brugðist er við ábendingum Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dags. 9. nóv. sl. og eftirfarandi lagfæringar gerðar.
Reitir deiliskipulags B1-1 B1-3, B2 og B4 skilgreindir betur.
Götuheiti Hrímborgar bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00 sem og staðföngum fyrir Fannborg 2. Heiti Mannlífsáss leiðrétt.
Tákn fyrir innkeyrslur í bílakjallara leiðrétt og skilmálatafla hvað varðar stærðir lóða og húsa. Aðkoma að lóðum leiðrétt þar sem við á og dálkar fyrir nýtingarhlutfall feldir út.
Sérskilmálum bætt við skipulagsuppdrátt nr. 1.00 og uppfærsludagsetning sett inn.
Listi yfir gögn deiliskipulagsins bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00.
Skilmálasneiðingu F-F bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00 sem og lykilmynd með sniðtáknum.
Uppfærsludagsetning bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00.
Listi yfir fylgigögn gerður ítarlegri í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálar) og texti uppfærður í samræmi við 8. breytingu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
Texti í greinargerð um skipulagssvæðið uppfærður í samræmi við sérskilmála fyrir reiti B1-3 og B2.
Lóðin Fannborg 8 og svæðið sunnan hennar skilgreind sem hluti af reit B1-3.
Kafli 5.26 í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) sem fjalla um framkvæmdatíma og áfangaskiptingu uppfærður með ítarlegri upplýsingu, m.a. um aðgengismál og samþykktir.
Settur inn í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) nýr kafli 5.27 sem fjallar nánar um aðkomu í bílakjallara reits B1-1.
Almennir skilmálar uppfærðir fyrir reiti B1-3 og B2 með tillit til þeirra áhrifa sem framkvæmdir á reitum B1-1 og B4 munu hafa á þá. Einnig er nú vísað í sérskilmála sem nú hefur verið bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 1.00 fyrir B1-3 og B2.
Í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálum) hefur leiðréttum uppdráttum verið skipt út.
Gestir
- Björg Halldórsdóttir - mæting: 16:10
Fundi framhaldið kl.
Lagt fram og kynnt.