Skipulagsráð

108. fundur 01. nóvember 2021 kl. 16:32 - 17:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Jónas Skúlason varamaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2110010F - Bæjarráð - 3063. fundur frá 21.10.2021

2110128 - Smárahvammsvegur - Deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110360 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110305 - Urðarhvarf 8 og 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110443 - Útvarpshúsið á Vatnsendahæð. Umsókn um niðurrif.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110176 - Þverbrekka 3. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2110009F - Bæjarstjórn - 1245. fundur frá 26.10.2021

2110128 - Smárahvammsvegur - Deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110360 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110305 - Urðarhvarf 8 og 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110443 - Útvarpshúsið á Vatnsendahæð. Umsókn um niðurrif.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2110176 - Þverbrekka 3. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Almenn erindi

3.2110841 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 2. Leiðarval.

Lagt fram minnisblað um valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi frá Hamraborg að Smáralind. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021, er unnið af Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í samráði við Strætó bs. og umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.

Lagt fram minnisblað um úrvinnslu umsagna sem fram komu á kynningartíma vinnslutillögu að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi og frumdragaskýrslu 1. lotu Borgarlínu. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021 er unnið af verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni að beiðni umhverfissviðs Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „Undirritaður er ákafur talsmaður betri almenningssamgangna en jafnframt ötull talsmaður þess að farið sé skynsamlega með fé okkar, skattborgarana. Þær hugmyndir og ætlanir sem nú eru uppi, á því herrans ári 2021, varðandi Borgarlínuna eru óraunhæfar og allt of dýrar í framkvæmd. Varðandi Kópavog er engin skynsemi í því að fara í miklar framkvæmdir á Borgarholtsbrautinni sjálfri, hvað þá að gera hana að einstefnugötu eins og fyrirhugað er. Nægjanlegt er að huga að tíðni ferða eftir Borgarholtsbrautinni og yfir Fossvoginn á nýrri brú. Skoða má forgang á ljósum og forgangsakrein hægra megin í götu þar sem því verður komið við en alls ekki sér miðjurými.
Það er eftirtektarvert að í vinnslutillögu Rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019 -2040 er kafli 5.3 í Umhverfisskýrslu sem ber heitið Samanburður valkosta. Þar eru einungis bornir saman tveir kostir; Borgarlína eða ekki Borgarlína. Hví voru/eru ekki fleiri kostir skoðaðir?
Í umhverfismati skýrslunnar, kafli 5.5.1 er beinlínis fullyrt í annarri málsgrein að Borgarlínan, eins og hún er nú kynnt, sé nauðsynleg forsenda þess að ná fram markmiðum Svæðisskipulagsins um aukna hlutdeild þeirra sem ferðast með almenningssamgöngum. Þetta er auðvitað röng fullyrðing og ætti ekki að sjást í þessari vinnslutillögu. Aðrar leiðir eru að sjálfsögðu færar. Nægir þar að benda á tillögur sem finna má á vefsíðunni samgongurfyriralla.com. Þar innanborðs eru fræðimenn á sviði samgöngumála/skipulagsmála sem og aðrir áhugamenn um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Það skal tekið fram að það er margt bitastætt í vinnu Verkefnastofu Borgarlínu og forvera hennar sem hægt er að líta til í framtíðinni. En hugmyndafræði og nálgun verkefnisins er miklum vafa undirorpin og því rétt að staldra við og fara enn og aftur yfir heildarmyndina."

J. Júlíus Hafstein tekur undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar.

Almenn erindi

5.2102346 - Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Handknattleiksfélags Kópavogs varðandi breytingu á auglýsingaskilti félagsins við stofnbraut í Breidd í Kópavogi, þar sem rekið hefur verið auglýsingaskilti um árabil. Óskað er eftir leyfi til að breyta tveimur flettiskiltaflötum í stafræna fleti. Annar mun snúa í norð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi og hinn í suð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi. Skjám er stýrt af Aopen DE3450 tölvu sem stillt er á að minnka ljósmagn niður í 4% ef bilun verður á búnaði. Þá lögð fram umsókn og skýringarteikning dags. í febrúar 2021. Þá lagður fram ferill máls sem inniheldur umsögn Samgöngustofu dags. 30. september 2021, umsögn Vegagerðinnar dags. 17. ágúst 2021 og Reykjavíkurborgar 20. október 2021.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu og umsagnar skipulagsdeildar.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

6.2108507 - Hugmyndasamkeppni. Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára. Þverun, uppbygging og tengingar.

Lögð fram til kynningar drög að keppnislýsingu fyrir opna hugmyndasamkeppni um Reykjanesbraut og svæðiskjarna í Smára sem haldin verður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Drögin, dags. 29. október 2021 eru trúnaðarmál og ekki til dreifingar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.2109932 - Gnitaheiði 2. Breytt deiliskipulag, fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gísla G. Gunnarssonar arkitekt f.h. lóðarhafa Gnitaheiðar 2 dags. 13. september 2021. Á lóðinni stendur 366,2 m² einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðri bílageymslu byggt árið 2002. Í framlagðri fyrirspurn er óskað eftir að útbúa séríbúð á neðri hæð hússins, taka niður kantstein og bæta við tveimur bílastæðum á lóðinni fyrir framan inngang fyrirhugaðrar íbúðar á neðri hæð. Séríbúðin yrði allt að 141,6 m². Skv. mæliblaði dags. 2. október 1991 er gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóðinni. Uppdráttur og afstöðumynd í mkv. 1:500, ódagsett.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

8.2109354 - Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Emils Líndal arkitekt dags. 1. september 2021 f.h. lóðarhafa Holtagerðis 20. Óskað er eftir leyfi til að byggja 8m² svalir á vesturhlið 2. hæðar. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 1. september 2021. Kynningartíma lauk 27. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2108266 - Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Marcos Zoles arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Hrauntungu 23 dags. 21. maí 2021. Óskað er eftir leyfi til að byggja 21m² viðbyggingu og port í kjallarahæð til austurs við íbúðarhús. Gengið er úr alrými í kjallara aðalhúss út í port. Hringstigi tengir port við verönd á efri hæð. Gengið er úr bílskúr út í port og glugga hefur verið bætt við. Stoðveggur er á lóðarmörkum til austurs sem snúa að Hrauntungu 25 og utan um viðbyggingu. Viðbyggingin svipar til núverandi húss í uppbyggingu og útliti.
Núverandi íbúðarhús er skráð 241m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,35. Lóðarstærð er 684m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 262m² sem mun gefa nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Hrauntungu 13-21 er 0,31 (lægst 0,22 og hæðst 0,40). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 21. maí 2021. Kynningartíma lauk 11. október 2021. Athugasemd barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til skipulagsdeildar til umsagnar og úrvinnslu.

Almenn erindi

10.2108842 - Laufbrekka 28. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ingimarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 28, dags. 25. júní 2021. Sótt er um heimild að byggja útitröppur og tröppupall úr timbri að efri hæð íbúðar og setja þar inngangshurð í stað glugga. Uppdráttur í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 25. júní 2021. Kynningartíma lauk 18. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.2108299 - Víðihvammur 26. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.
Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016. Kynningu lauk 13. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.21081453 - Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.21081454 - Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.21081455 - Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.21081456 - Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.