Skipulagsráð

107. fundur 18. október 2021 kl. 15:30 - 19:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2109028F - Bæjarráð - 3061. fundur frá 07.10.2021

2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2110004F - Bæjarráð - 3062. fundur frá 14.10.2021

2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2109024F - Bæjarstjórn - 1244. fundur frá 12.10.2021

2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

4.2110376 - Traðarreitur eystri. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Traðarreit eystri eru lögð fram fh. lóðarhafa byggingaráform T.ark arkitekta dags. 15. október 2021. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2020 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 9. september 2021. Skilmálateikningar og þrívíddarmyndir dags. 13. október 2021, yfirlitsmyndir, útlit og snið í 1:200.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Ásgeir Ásgeirsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2009744 - Bakkavör 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77-79. Reitur 13. Vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Fundarhlé kl. 16:45.
Fundi framhaldið kl. 17:04.

Fundarhlé kl. 17:09.
Fundi framhaldið kl. 17:11.

Fundarhlé kl. 19:11.
Fundi framhaldið kl.19:17.

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur og Einari Erni Þorvarðarsyni „ Við sem tókum sæti í skipulagsráði á þessu kjörtímabili höfum ekki aðgang að gögnum skipulagsnefndar frá fyrra tímabili, þar sem kynningar- og samráðsferli fyrir skipulagslýsingu mun hafa farið fram, og skortir því forsendur til þess að meta að hve miklu leyti framlögð vinnslutillaga tekur mið af þeirri vinnu. Auk þess kveður samþykkt skipulagslýsing á um heildarbyggingamagn upp á 18.700 fermetra en vinnslutillagan hljóðar upp á samtals 26.665 fermetra sem er tæplega 43% aukning. Ekki var orðið við ósk okkar um frestun málsins vegna skorts á aðgangi að eldri gögnum og við sjáum okkur ekki fært að samþykkja fyrirliggjandi tillögu.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Bergljót Kristinsdóttir".

Fundarhlé kl. 19:18.
Fundi framhaldið kl. 19:25.

Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, J. Júlíusi Hafstein, Kristni Degi Gissurarsyni „ Reitur 13 hefur verið á borði núverandi skipulagsráðs í rúmlega þrjú ár. Það skal árétta að hér er um vinnslutillögu að ræða sem er undanfari formlegs kynningarferils.“

Skipulagsráð samþykkir að framlögð vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt fyrir íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum. Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiða atkvæði gegn tillögunni. Bergljót Kristinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Björn Skaptason - mæting: 16:00

Almenn erindi

6.2110128 - Smárahvammsvegur - Deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. 15. október 2021, uppdráttur og snið 1:1000, frumdrög/vinnugögn fylgja einnig dags. febrúar 2021.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst gegn deiliskipulagsdrögum frá VSÓ varðandi Smárahvammsveg sem liggja fyrir á þessum fundi skipulagsráðs, 18.10.2021. Vandséð er að þörf sé á öllum þeim þverunum sem lagðar eru til og að fækka akreinum.
Nær væri að skoða hvort ekki sé fullkomlega nægjanlegt að bæta við tveimur þverunum, yfir Smárahvammsveg hugsanlega með gönguljósum, annars vegar fyrir Nónhæðarbyggðina og hins vegar við Dalsmára. Skoðað verði hvort skynsamlegt sé að þrengja götustæðið við þessar þrengingar.
Undirritaður lýsir einnig furðu sinni á verk- og eyðslugleði fulltrúa í skipulagsráði umfram þörf. Þær tillögur sem liggja fyrir eru í raun yfirgengilegar og kalla á óhóflegan kostnað.
Kristinn Dagur."

Fundarhlé kl. 18:04.
Fundi framhaldið kl. 18:11.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. J. Júlíus Hafstein og Kristinn D. Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

7.2108968 - Ný Fossvallarétt. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar f.h. Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélags Kópavogs dags. 8. september 2021. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir því að hefja byggingu á nýrrri lögrétt innan afréttar Seltjarnarhrepps hins forna, nú Kópavogsbæjar, Reykjavíkur og Sletjarnarneskaupstaðar, í landi Kópavogs. Fyrirhuguð staðsetning nýrrar réttar er nyrst í Mosunum, neðan Neðri Fóelluvatna, nálægt syðri bakka Heiðarbrúnarkvíslar og austan Búrfellslínu.
Uppdráttur í mkv: 1:2000 dags. 5. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi.

Almenn erindi

8.2110222 - Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Evu Huldar Friðriksdóttur arkitekt dags. 8. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 20. Sótt er um leyfi til að koma fyrir óupphituðu 22,5 m² gróðurhúsi í garðrými Álfhólsvegar 20. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 22b, Hávegar 1, 3 og 5.

Almenn erindi

9.21081270 - Álfhólsvegur 29. Fyrirspurn

Lögð fram að nýju fyrirspurn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 25. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 29. Óskað er eftir að rífa núverandi einbýlishús og stakstæðan bílskúr á lóðinni og byggja þar þriggja hæða fjölbýlishús með fimm íbúðum og fimm bílastæðum á lóð. Gert er ráð fyrir göngubrú frá Álfhólsvegi sem liggur að sameiginlegu anddyri 2. og 3. hæðar vegna hæðarmunar á lóð. Aðkoma að íbúð á 1. hæð er um stiga frá bílastæði. Gert er ráð fyrir stakstæðri byggingu við bílastæði fyrir hjól og vagna. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,6. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv: 1:500 dags. 15. september 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

10.2110216 - Borgarlínan 1. lota. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi skipulagsdeildar þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir 1. lotu Borgarlínu á Bakkabraut og Borgarholtsbraut. Erindinu fylgir yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhugað skipulagssvæði dags. 15. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir 1. lotu Borgarlínu í Kópavogi með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.2110360 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2110223 - Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 30. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Meltröð 6. Um er að ræða hús á einni hæð en óskað er eftir að byggja aðra hæð ofan á hluta hússins og sólskála til suðurs á lóðinni. Þar að auki er óskað eftir að uppfæra skráða stærð. Núverandi íbúðarhús er skráð 164,7 m². Lóðarstærð er 957 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,17. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 296,8 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,31. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Meltröð 2,4,8, 10 og Hátröð 1-9 er 0,22 (minnst 0,19 og mest 0,27). Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 30. september 2021, grunnmyndir, snið og útlit.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Meltraðar 2, 4, 8, 10, Hátraðar 1, 3, 5, 7 og 9.

Almenn erindi

13.2110305 - Urðarhvarf 8 og 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Úti og Inni arkitekta fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 8 og 10 að breyttum lóðamörkum milli lóðanna.
Í tillögunni felst að vesturlóðarmörk Urðarhvarfs 8 færast til vesturs um 3,5 metra en austurlóðarmörk Urðarhvarfs 10 færast samsvarandi til vesturs. Lóðamörk Urðarhvarfs 10 færast til suðurs inn á núverandi bæjarland.
Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 8 var fyrir breytingu 10.239 m2 en verður eftir breytingu 10.435 m2
Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 10 var fyrir breytingu 4.490 m2 en verður eftir breytingar 5.915 m2.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarráði 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. í október 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2110443 - Útvarpshúsið á Vatnsendahæð. Umsókn um niðurrif.

Lögð fram umsókn Öryggisfjarskipta ehf. um niðurrifsleyfi á Útvarpshúsinu á Vatnsendavegi 10 á Vatnsendahæð. Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um niðurrifsleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2108290 - Þinghólsbraut 17, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Bergljótar Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Þinghólsbrautar 17. Óskað er eftir leyfi fyrir 58,4 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Einnig er óskað eftir leyfi til að taka niður minni kvistinn á suðurþaki, hans stað komi stærri kvistur með einhalla þaki. Innra fyrirkomulagi rishæðar verður breytt. Reykháfur sem er ekki lengur notaður verður tekinn niður. Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500, ódagsett.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 17A, Mánabrautar 16 og 18.

Almenn erindi

16.2110176 - Þverbrekka 3. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Þverbrekku 3 dags. 3. október 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 6. ágúst 2015 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 3. október 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson greiðir atkvæði með tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2110425 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Orra Árnasonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Skógarlind 1. Óskað er eftir að stækka byggginarreit ofanjarðar, til austurs og vestur. Með því myndi byggginarmagn aukast um 2.800 m², úr 12.200 í 15.000 m2. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 27. september 2021.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

18.2109683 - Fundir nefnda og ráða

Lögð fram umsögn lögfræðideildar Kópavogs dags. 30. september 2021 sem varðar þóknanir fyrir fundi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:27.