Skipulagsráð

106. fundur 04. október 2021 kl. 15:00 - 19:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2109011F - Bæjarráð - 3059. fundur frá 23.09.2021

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn staðfestir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Einars A. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2109328 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2105663 - Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2002554 - Umsókn um leyfi fyrir sjálfvirkri veðurstöð í Fossvogsdal.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2109010F - Bæjarstjórn - 1243. fundur frá 28.09.2021

1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir aðalskipulag Kópavogsbæjar 2019-2040 með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn staðfestir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Einars A. Ólafssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2109328 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2105663 - Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2002554 - Umsókn um leyfi fyrir sjálfvirkri veðurstöð í Fossvogsdal.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum. Kynningartíma lauk 17. september 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða byggingu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júlí 2003 m.s.br. og birt í B- deild Stjórnartíðinda þann 12. nóv. 2003.
Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt og ná mörk þess nú yfir lóðirnar við Kleifakór 2 og 4. Þar er stofnuð lóðin Kleifakór 2 sem verður um 2.480 m2 að stærð og komið fyrir 7 þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga í húsi sem verður á einni hæð með hámarks hæð 4,5 metra og hámarksbyggingarmagni allt að 600 m2. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum á lóð og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu við vesturhlið þess. Tillagan var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Með erindinu fylgja athugasemdir frá hagsmunaaðilum og minnisblað skipulagsdeildar dags 23. febrúar 2021 um feril málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Erindið var lagt fyrir ásamt innsendum athugasemdum fund skipulagsráðs þann 17. maí 2021 og skipulagsdeild falið að gera umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsráðs 4. október 2021 er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt breyttu erindi dags. 19. mars 2021 með frekari breytingum dags 4. október 2021 þar sem komið er til móts við hluta innsendra athugasemda, hús lækkað í landi, lóð stölluð og texti í greinargerð lagfærður með því að tilgreina betur áhrif breytingarinnar á umhverfið og ítarlegri rök fyrir breytingunni sett fram. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2021 og 4. október 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1503579 - Vettvangsferð skipulagsráðs

Á fundi skipulagsráðs 18. september 2021 var ákveðið að efna til vettvangsferðar um uppland Kópavogs þar sem komið er m.a. við hjá friðlýstum náttúruvættum og minjum og fyrirhugað vegstæði breikkaðs Suðurlandsvegar skoðað. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, er með í för og veitir leiðsögn. Þá er ferðinni heitið í nýjan miðbæ á Selfossi þar sem nýr miðbær var skoðaður.

Gestir

  • Friðrik Baldursson - mæting: 15:30

Fundi slitið - kl. 19:30.