Skipulagsráð

104. fundur 06. september 2021 kl. 15:30 - 18:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2108001F - Bæjarráð - 3054. fundur frá 19.08.2021

1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2103901 - Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2103902 - Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2104754 - Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2108277 - Gunnarshólmi, kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2104219 - Kópavogsbraut 86. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2105199 - Mánabraut 5. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2108002F - Bæjarstjórn - 1241. fundur frá 24.08.2021

1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2103901 - Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2103902 - Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2104754 - Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2108277 - Gunnarshólmi, kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2104219 - Kópavogsbraut 86. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2105199 - Mánabraut 5. Kynning á byggingarleyfi

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2009744 - Bakkabraut 2, 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77, 79. Reitur 13. Breytt deiliskipulag. Vinnslutillaga.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga Atelier arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 er á þróunarsvæði á Kársnesi ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 1. september 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Björn Skaptason - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.21081328 - Dalvegur 30. Umsókn um byggingaráform.

Lagt fram erindi Andra Klausen arkitekts dags. 26. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa um byggingaráform Dalvegar nr. 30. Í þeim kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í lið 2 í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagsuppdrætti sem samþykktur var í bæjarstjórn 23. júní 2020 og birtur í B- deild Stjórnartíðinda 29. september 2020. Byggingaráform Dalvegar 30a og 30b verða lögð fram í seinni áfanga.

Í erindinu og meðfylgjandi skilmálateikningu er tekið fram að rof í asparbelti er stærra en sýnt er á gildandi skipulagsuppdrætti til þess að umferðaröryggi og aðgengi verði ásættanlegt. Í samræmi við almenn ákvæði í skipulagsskilmálum er rampi í bílakjallara færður til norðurs sem og byggingarreitur bílakjallara en í ofangreindum skipulagsskilmálum er tekið fram að hönnuðum sé heimilt að koma bílastæðum og aðkomu fyrir á annan hátt að undangengnu samþykki bæjaryfirvalda. Tekið er fram í innsendu erindi að skilti á lóð sem og á húshliðum séu ekki ljósaskilti eða flettiskilti en þau eru upplýst með ljóskösturum svo þau séu lesanlega í myrkri. Lóðarmörk breytast í samræmi við útgefið mæli og hæðarblað og staðsetning hjólastæða færast til suðurs. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 24. ágúst 2021, uppfærð umsókn dags. 3. sept. 2021 og byggingaráform í mkv. 1:500 dags. 24. ágúst 2021.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.210616547 - Suðurlandsvegur, lagning strengja. Beiðni um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Verkís fh. Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á 11 kV rafstrengs, Lögbergslínu, nærri Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Strengnum er ætlað að taka við hlutverki núverandi loftlínu sem áætlað er að tekin verði niður í kjölfarið. Framkvæmdin er á um 16,5 km löngum kafla og nær yfir land Kópavogsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus. Þar af er leiðin 10 km löng innan Kópavogsbæjar. Umsókninni fylgir greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:35000 og 1:5000 dags. 25. júní 2021. Kynningartíma lauk 18. ágúst. Þá lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2108294 - Melgerði 17, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Gunnars Boga Borgarssonar arkitekt dags. 7. júlí 2021 fyrir hönd lóðarhafa Melgerðis 17 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á einni hæð, samtals 179 m². Núverandi íbúðarhús er skráð 167,7 m² skv. þjóðskrá. Lóðarstærð er 776 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,22. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 346,7 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,45. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerði 15, 16, 18 og 19 er 0,23 (minnst 0,18 og mest 0,30). Uppdráttur í mkv: 1:100 dags. 7. júlí 2021, skráningartafla dags. 7. júlí 2021, útlit og snið í mkv: 1:100 dags. 7. júlí 2021, byggingarlýsing í mkv: 1:500 dags. 7. júlí 2021 og skýrsla ASK arkitekta dags. 3. júlí 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2106563 - Álfaheiði 1D, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigis Bartolozzis arkitekts, dags. 9. febrúar 2021 fyrir hönd lóðarhafa að Álfaheiðar 1d. Óskað er eftir að byggja 12.6 m² sólstofu við vesturhlið fjölbýlishúss sem mun verða hluti af 80 m² íbúð á jarðhæð. Samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdrættir dags. 8. febrúar 2021 í mkv. 1:100 og 1:500. Kynningartíma líkur 6. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2105663 - Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi.

Lagt er fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings fyrir hönd lóðarhafa Borgarholtsbrautar 3. Sótt er um að byggja við húsið til suðurs og upp að bílageymslu til austurs, útbúa stærri svalir ofaná og bæta við kvist á 2. hæð til samræmis við kvist á sömu hlið. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að breyta stigahússglugga og klæða húsið með flísaklæðningu í ljósum lit.

Sótt er einnig um að fá óskráðan bílskúr samþykktan, 70m², sem byggður hefur verið eftir samþykktum teikningum frá 2008.

Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 554m². Skv. fasteignaskrá eru 2 íbúðir skráðar - samtals 133.2m².

Íbúðastærð og bílskúr, samtals núverandi stærð er 226m² samkv. fasteignaskrá.

Sótt er um að stækka húsið um 45,5m² frá núverandi stærð, eftir breytingu mun húsið verða 271,5m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,40. Eftir breytingu verður nýtingarhlutfallið 0,49. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. maí 2021, afstöðumynd og skráningartafla í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. maí 2021, útlit viðbyggingar í mvk. 1:100 dags. 10 maí 2021, götumynd í mkv. 1:200, samþykktar teikningar frá byggingarfulltrúa dags. 16. okt. 2008, byggingarlýsing og athugasemd.

Kynningartíma lauk 1. september 2021. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.210616349 - Hvannhólmi 24, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hvannhólma 24 dags. 23. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði 1. hæðar (010101) í atvinnuhúsnæði. Um er að ræða starfsemi sem felur í sér nuddmeðferðir, námskeiðahald og litla verslun með smávörur tengdar starfseminni. Breytingar á húsnæðinu hafa í för með sér tilfærslu á eldhúsi og þvottahúsi og uppsetningu á meðferðarrýmum í lokuðum herbergjum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2108842 - Laufbrekka 28, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einar Ingimarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 28, dags. 25. júní 2021. Sótt er um heimild að byggja útitröppur og tröppupall úr timbri að efri hæð íbúðar og setja þar inngangshurð í stað glugga. Uppdráttur í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 25. júní 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 20, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 30 og Auðbrekku 38.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

11.2108299 - Víðihvammur 26, kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja þess í stað nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur minniháttar breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.

Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 21, 23, 24, 25, 27, 28, 30, 32, Fífuhvamms 31, 33 og 35.

Almenn erindi

12.2106157 - Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Skemmuveg 2-4.

Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m².

Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m²

Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála. Uppdrættir í mkv. 1:1.000 og 1:500 dags. 20. maí 2021. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var ákveðið að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 10. ágúst 2021. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. sept. 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.21081270 - Áflhólsvegur 29. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 25. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsveg 29. Í fyrirspurninni er óskað eftir að rífa einbýlishús og byggja þar þriggja hæða fjölbýlishús með fimm íbúðum. Megin form-línur byggingar taka mið af þeirri byggð sem er fyrir í nágrenninu. Gert er ráð fyrir göngubrú frá Álfhólsvegi sem liggur að sameiginlegu anddyri 2. og 3. hæðar vegna hæðarmunar á lóð. Aðkoma að íbúð á 1. hæð er um stiga frá bílastæði. Gert er ráð fyrir stakstæðri byggingu við bílastæði fyrir hjól og vagna. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,615. Uppdráttur í mkv: 1:500 dags. 25. ágúst 2021 og skuggavarpslýsing.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.2108436 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.

Lagt fram erindi Páls Stefánssonar heilbrigðisfulltrúa fh. Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags 10. ágúst 2021 varðandi umsókn um starfsleyfi samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit í Geirlandi v. Suðurlandsveg. Starfsemin felst í rekstri á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna.

Einnig er lagt fram minnisblað HHK um úttekt á starfseminni dags. 19. júní 2018 og gildandi starfsleyfi dags. 15. október 2018.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.21081453 - Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 45, 47, 49 og Víðigrundar 27.

Almenn erindi

16.21081454 - Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 45, 47, 49 og Víðigrundar 27.

Almenn erindi

17.21081455 - Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 45, 47, 49 og Víðigrundar 27.

Almenn erindi

18.21081456 - Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 45, 47, 49 og Víðigrundar 27.

Almenn erindi

19.2109065 - Breytt lega jarðstrengs frá Vesturvör að Fossvogsbrú.

Lagt fram erindi Verkís fyrir hönd Veitna þar sem sótt er um leyfi til að breyta legu jarðstrengs frá Vesturvör að fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Núverandi jarðstrengur liggur meðfram vesturlóðamörkum fjölbýlishússins að Hafnarbraut nr. 14. og að dælustöð við Hafnarbraut nr. 20 og í sjó fram. Ný lega jarðstrengjar mun liggja frá lóðarmörkum Vesturvarar nr. 12, eftir Vesturvör til vesturs og eftir Bakkabraut til norðurs, framhjá Bakkabraut 25 þar sem strengur þverar Bakkabraut og liggur meðfram austurlóðamörkum Vesturvarar nr. 30b, 34 og 38 þar sem strengur beygir til norðvesturs að sjó og áfram að sveitarfélagsmörkum. Gert verður ráð fyrir 3m helgunarsvæði fyrir umræddan streng þar sem sett er fram krafa um graftarrétt á bæjarlandi og innan lóðanna við Bakkabraut 25 og Vesturvör 30, 34 og 38 þó svo að strengur liggi ekki innan umræddra lóða. Uppdráttur í mkv. 1:200.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:16.