Skipulagsráð

101. fundur 21. júní 2021 kl. 15:30 - 17:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Jónas Skúlason varamaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Friðrik Baldursson starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2105028F - Bæjarráð - 3049. fundur frá 10.06.2021

2104325 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103699 - Fagrihjalli 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2106143 - Haukalind 6. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103945 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Ósk um að fá samþykkt dvalarsvæði á þaki bílskúrs.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2106157 - Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2105014F - Bæjarstjórn - 1238. fundur frá 25.05.2021

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með tíu atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með níu atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2101785 - Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011200 - Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2102585 - Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2104681 - Foldasmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2104747 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku.
Erindinu fylgir umsókn um framkvæmdarleyfi dags. 27. maí 2021, áhættumat vegna vatnsverndar áfanga 1 dags. í maí 2021, verkhönnun dags. 21. apríl 2021 og fylgiskjöl.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ólafur Thorlacius Árnason, frá Vegagerðinni - mæting: 15:30
  • Guðmundur G. Hallgrímsson, frá Hnit verkfræðistofu. - mæting: 15:30
  • Birkir Hrafn Jóakimsson, frá Vegagerðinni - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2106832 - Heilsuhringur við Kópavogstún

Lögð fram tillaga að útfærslu heilsuhrings við Kópavogstún þar sem gerðar verða tengingar við núverandi stíga svo úr verði um 700 m langur samfelldur hringur umhverfis túnið með æfingaaðstöðu, áningarstöðum, bekkjum, leiktækjum og fræðsluskiltum. Garðlönd við Kópavogstún verða færð til og ræktunarreitum fjölgað. Svæðið fellur undir hverfisvernd. Þá lögð fram skýringarmynd af fyrirhuguðum heilsuhring dags. 9. júní 2021. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að heilsuhring. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1905501 - Tillaga Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata um trjáræktarsvæði fyrir almenning

Lagt fram að nýju erindi Bergljótar Kristinsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún óskar eftir tillögum frá garðyrkjustjóra um mögulegar útfærslur á aðkomu almennings og fyrirtækja að gróðursetningu á nýju skógræktarsvæði Kópavogs á Lakheiði til samræmis við tillögu Samfylkingarinnar, BF Viðreisnar og Pírata í bæjarráði frá 23. maí 2019 um "Skógræktarsvæði fyrir almenning". Á fundi skipulagsráðs dags. 29. mars 2021 var erindinu vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.
Þá lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. maí. 2021.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2021, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021.
Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021.
Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram drög að umsögn skipulagsdeildar dags. 18. júní 2021 ásamt minnisblaði dags. 18. júní 2021. Einnig lagt fram undirritað samþykki umhverfis- og auðlindamálaráðherra dags. 11. júní 2021 á frestun Kópavogsbæjar á gerð aðalskipulagsáætlunar sunnan Vatnsvíkur í landi Vatnsenda
Lagt fram og kynnt, umræður.

Almenn erindi

7.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðausturhluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram samantekt umsagna við skipulagslýsingu.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum að á grundvelli framlagðrar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag 3. áfanga Arnarnesvegar og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu á kynningartíma verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Ég vísa í fyrri bókun mína um þetta mál."

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
„Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg verði unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat. Fyrirliggjandi umhverfismat var unnið fyrir 19 árum síðan en forsendur hafa breyst á þessum tæpu tveimur áratugum. Í minnisblaði Eflu frá árinu 2020 gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við 2002. Þá leiddu rannsóknir á náttúrufari svæðisins árið 2002 í ljós að í vegstæði Arnarnesvegar yxi plöntutegund á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á þeim tíma óx tegundin einnig annars staðar á svæðinu og var henni því ekki talin stafa hætta af vegaframkvæmdum. Ganga ætti úr skugga um að það hafi ekki breyst svo framkvæmdin hafi ekki óafturkræf áhrif á lífríki."

Almenn erindi

8.2105663 - Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi.

Lagt er fram erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings fyrir hönd lóðarhafa Borgarholtsbrautar 3. Sótt er um að byggja við húsið til suðurs og upp að bílageymslu til austurs, útbúa stærri svalir ofaná og bæta við kvist á 2. hæð til samræmis við kvist á sömu hlið. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að breyta stigahússglugga og klæða húsið með flísaklæðningu í ljósum lit.
Sótt er einnig um að fá óskráðan bílskúr samþykktan, 70m², sem byggður hefur verið eftir samþykktum teikningum frá 2008.
Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 554m². Skv. fasteignaskrá eru 2 íbúðir skráðar - samtals 133.2m².
Íbúðastærð og bílskúr, samtals núverandi stærð er 226m² samkv. fasteignaskrá.
Sótt er um að stækka húsið um 45,5m² frá núverandi stærð, eftir breytingu mun húsið verða 271,5m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,40. Eftir breytingu verður nýtingarhlutfallið 0,49.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 1, 5, 7, 9, 11 og 11a, Skjólbraut 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Almenn erindi

9.2106014 - Fífuhvammur 19, bílageymsla. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekt, dags. 1. júní 2021 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 19. Óskað er eftir áliti skipulagsnefndar á meðfylgjandi tillögu að útfærslu bílageymslu og að breyta hæðarlegu lóðar. Um er að ræða að reisa bílageymslu við suðvestur horn lóðarinnar, einnig að bílastæði lóðarinnar stækki til vestur fyrir framan bílageymslu. Samhliða er hugmynd um að hækka suðurhluta lóðarinnar um 1m. Hæðarmunur við gangstétt við lóðarmörk (sunnan og austan) verður tekin með steinhleðslu sem verður innan lóðarmarka Fífuhvamms 19.
Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 929m². Stærð núverandi byggingar skv. fasteignaskrá er 136,9 m² og núverandi nýtingarhlutfall er 0,15. Fyrirhuguð bílageymsla stærð 63,8 m² og nýtt nýtingarhlutfall verður 0,22.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.2105726 - Kársnesbraut 96, kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 96. Óskað er eftir áliti skipulagsnefndar á meðfylgjandi tillögu að útfærslu nýbyggingar á lóðinni. Á lóðinni er í dag 60 m² einbýlishús byggt 1943 sem yrði rifið samkvæmt tillögunni, eða fjarlægt í heilu lagi. Lóðin er 1024 m². Nýtingarhlutfall nú er 0,06.
Tillagan gerir ráð fyrir þremur raðhúsum á tveimur hæðum, með innfeldum bílskúr. Gert er ráð fyrir að efri hæðin verði aðkomuhæð frá Kársnesbraut og neðri hæðin að hluta sem jarðhæð. Húsið verður því ein hæð frá Kársnesbraut. Leitast er við að aðlaga bygginguna að landi eins og kostur er.
Stærð íbúða eru áætlaðar 195 m² - 3ja til 4ra herbergja. Lóðin er 1024 m². Byggingarmagn yrði um 585 m² og nýtingarhlutfall yrði um 0,57. Bílastæði verða 2 stk. per. íbúð, alls 6 stæði.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

11.2106563 - Álfaheiði 1, kynning á byggingarleyfi

Lagt fram erindi Luigis Bartolozzis arkitekts, dags. 9. febrúar 2021 fyrir hönd lóðarhafa að Álfaheiðar 1d. Óskað er eftir að byggja 12.6 m² sólstofu við vesturhlið fjölbýlishúss sem mun verða hluti af 80 m² íbúð á jarðhæð. Samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdrættir dags. 8. febrúar 2021 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfaheiði 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15.

Almenn erindi

12.2101073 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Urriðaholt.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, þar sem óskað er umsagna um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Urriðaholt, og breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts, norðurhluta.
Í væntanlegri deiliskipulagsbreytingu er til skoðunar að gera ráð fyrir 70-80 íbúðum fyrir 50 ára og eldri á lóð Urriðastrætis 9 í stað atvinnuhúsnæðis. Til að opna fyrir heimildir fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis af þessu tagi er stefnt að því að breyta skilmálum í aðalskipulagi Garðabæjar fyrir svæðið norðan Urriðaholtsstrætis þannig að heimildir fyrir íbúðarhúsnæði verði rýmkaðar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:40.